Togari og kvóti fylgir kaupunum á Bergi ehf.

Togarinn Bergur Ve er greður út af Bergi ehf. sem …
Togarinn Bergur Ve er greður út af Bergi ehf. sem nú er í eigu Bergs-Hugins ehf. Það útgerðarfélag er að fullu í eigu Síldarvinnslunnar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Útgerðarfélagið Bergur-Huginn ehf., sem er að fullu í eigu Síldarvinnslunnar, mun festa kaup á útgerðarfélaginu Bergi ehf. í Vestmannaeyjum samkvæmt samningi sem undirritaður var á laugardag.

Aflaheimildir Bergs ehf. eru 0,36% af heildarkvóta á fiskveiðiárinu 2020-2021 eða sem nemur 1.514 þorskígildistonnum, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar, en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki samkeppniseftirlitsins.

Þá segir að félaginu fylgi togarinn Bergur VE 44 sem smíðaður var hjá Karstensens Skibsværft í Skagen í Danmörku árið 1998 og hefur verið í eigu fyrirtækisins frá árinu 2005. Togarinn er 569 brúttótonn að stærð

Saga félaganna í Vestmannaeyjum er rakin á vef Síldarvinnslunnar:

„Segja má að saga Bergs-Hugins og Bergs sé samofin en upphaf hennar má rekja til ársins 1954 þegar vélbáturinn Bergur VE 44 var keyptur til Vestmannaeyja, en þá var Bergur hf. stofnað af þeim Kristni Pálssyni og Magnúsi Bergssyni tengdaföður hans. Árið 1972 var útgerðarfélagið Bergur-Huginn stofnað en að því stóðu útgerðarfélögin Bergur hf. og Huginn hf. og var megintilgangur hins sameinaða félags að festa kaup á skuttogara og hefja útgerð hans. Þeir bræður Kristinn og Sævald Pálssynir, útgerðarmenn frá Þingholti í Vestmannaeyjum, renndu hýru auga til skuttogaraútgerðar og fengu mág sinn, Guðmund Inga Guðmundsson útgerðarmann Hugins, til liðs við sig og saman stofnuðu þeir útgerðarfélagið Berg-Hugin ehf. sem síðan festi kaup á skuttogaranum Vestmannaey.

Þegar togarinn var keyptur var ákveðið að gera Berg út áfram og var hann gerður út á net, troll og loðnu en skipstjóri á honum var Sævald  Pálsson. Árið 1983 var ákveðið að skipta upp félaginu Bergi-Hugin en Sævald dró sig út úr því og hélt áfram útgerð Bergs.

Árið 2012 festi Síldarvinnslan hf. kaup á Bergi-Hugin ehf. og eru skip félagsins, Vestmannaey og Bergey, gerð út frá Vestmannaeyjum. Magnús Kristinsson stýrði daglegum rekstri Bergs-Hugins til ársins 2017, eins og hann hafði gert frá stofnun félagsins, en þá tók Arnar Richardsson tengdasonur Magnúsar við sem rekstrarstjóri. Elfa Ágústa, dóttir Magnúsar,  starfar á skrifstofu Bergs-Hugins og er hún fjórði ætliðurinn sem starfar hjá fyrirtækinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.24 482,78 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.24 456,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.24 218,44 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.24 252,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.4.24 257,55 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.24 254,08 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.24 209,37 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 2.368 kg
Þorskur 410 kg
Skarkoli 46 kg
Samtals 2.824 kg
16.4.24 Þórunn Sveinsdóttir VE 401 Botnvarpa
Þorskur 3.065 kg
Ufsi 1.101 kg
Samtals 4.166 kg
16.4.24 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Ýsa 30.403 kg
Karfi 27.995 kg
Þorskur 25.865 kg
Ufsi 15.286 kg
Langa 1.243 kg
Steinbítur 75 kg
Langlúra 54 kg
Þykkvalúra 52 kg
Skötuselur 21 kg
Keila 20 kg
Samtals 101.014 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.24 482,78 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.24 456,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.24 218,44 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.24 252,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.4.24 257,55 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.24 254,08 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.24 209,37 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 2.368 kg
Þorskur 410 kg
Skarkoli 46 kg
Samtals 2.824 kg
16.4.24 Þórunn Sveinsdóttir VE 401 Botnvarpa
Þorskur 3.065 kg
Ufsi 1.101 kg
Samtals 4.166 kg
16.4.24 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Ýsa 30.403 kg
Karfi 27.995 kg
Þorskur 25.865 kg
Ufsi 15.286 kg
Langa 1.243 kg
Steinbítur 75 kg
Langlúra 54 kg
Þykkvalúra 52 kg
Skötuselur 21 kg
Keila 20 kg
Samtals 101.014 kg

Skoða allar landanir »