Heimila 7% frádrátt vegna ísþykknis

Klakinn mun gegna minna hlutverki með tímanum enda er sífelt …
Klakinn mun gegna minna hlutverki með tímanum enda er sífelt útbreiddari notkun ofurkælingar, ísþykkni og flöguís þegar kæla á afurðirnar annars vegar. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fyrr í mánuðinum undirritaði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, breytingu á reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla. Breytingin snýr að afla sem veginn er á hafnarvog frágenginn til útflutnings og felur í sér að heimilt verður að draga frá 7% þegar kælt er með ísþykkni (e. liquid Ice), að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Hingað til hefur verið heimilt að draga frá 12% þegar kælt er með flöguís.

Tilefni breytinganna er sögð tilurð nýrra kælimiðla og er meðal annars vísað til ísþykknis og ofurkælingar. Nýju aðferðirnar bera með sér ýmsa kosti svo sem hraðari og betri kæling auk þess sem útlit og áferð fisksins viðhelst betur. Einnig hafa nýju kælimiðlarnir í för með sér umbætur er varða vinnuumhverfi áhafna enda hverfur þörfin fyrir mokstur.

„Það hefur verið áhugavert að fylgjast með þeirri framþróun sem orðið hefur á undanförnum árum við kælingu á afla, m.a. með ofurkælingu en einnig með notkun á ísþykkni. Það er mikilvægt að stjórnvöld fylgist með þessari þróun og liðki fyrir henni, m.a. með því að sjá til þess að regluverkið hvetji til slíkrar framþróunar enda til þess fallið að viðhalda gæðum aflans enn betur. Það er meginmarkmið þeirra breytinga sem við erum hér að gera,“ segir Kristján Þór.

Reglur um ofurkælingu í vor

Í vor var sett regla um fast ísfrádrag vegna ofurkælingar og varð heimilt að draga 0,6% frá óunnum ofurkældum (íslausum) afla sem veginn er á hafnarvog. Ofurkælingaraðferðin hefur þann kost að geta lengt líftíma afurða auk þess sem allur flutningur verður alfarið íslaus og sparast þannig töluvert í flutningskostnaði auk þess sem það er talið umhverfisvænna.

Þrátt fyrir að fiskurinn fari íslaus í kar safnast saman vökvi úr fiskinum í karið. Ítarleg úttekt Fiskistofu á svokölluðu dripi í ofurkældum afla, en drip mætti skilgreina sem þann aukaþunga er fiskurinn tekur til sín í formi vökva við þessa kæliaðferð. Niðurstaða úttektarinnar var að dripið sé á bilinu 0,4-1,1%. Var því ákveðið að heimila 0,6% frádrátt á hafnarvog frá brúttóvigtun á ofurkældum afla vegna þessa drips þannig að aflaskráning sé rétt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 24.11.20 400,87 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.20 443,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.20 314,91 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.20 314,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.20 168,33 kr/kg
Ufsi, slægður 24.11.20 182,43 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.20 259,86 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.11.20 Geir ÞH-150 Þorskfisknet
Ufsi 4.635 kg
Þorskur 185 kg
Karfi / Gullkarfi 23 kg
Samtals 4.843 kg
24.11.20 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Skarkoli 415 kg
Þorskur 64 kg
Lúða 6 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 486 kg
24.11.20 Otur Ii ÍS-173 Landbeitt lína
Ýsa 1.900 kg
Þorskur 1.087 kg
Samtals 2.987 kg
24.11.20 Daðey GK-777 Lína
Ýsa 3.440 kg
Þorskur 1.635 kg
Samtals 5.075 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 24.11.20 400,87 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.20 443,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.20 314,91 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.20 314,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.20 168,33 kr/kg
Ufsi, slægður 24.11.20 182,43 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.20 259,86 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.11.20 Geir ÞH-150 Þorskfisknet
Ufsi 4.635 kg
Þorskur 185 kg
Karfi / Gullkarfi 23 kg
Samtals 4.843 kg
24.11.20 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Skarkoli 415 kg
Þorskur 64 kg
Lúða 6 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 486 kg
24.11.20 Otur Ii ÍS-173 Landbeitt lína
Ýsa 1.900 kg
Þorskur 1.087 kg
Samtals 2.987 kg
24.11.20 Daðey GK-777 Lína
Ýsa 3.440 kg
Þorskur 1.635 kg
Samtals 5.075 kg

Skoða allar landanir »