Starfsmenntun HA í fiskeldi hlýtur 46 milljónir

Fiskeldi er sífellt vaxandi grein hér á landi og eykst …
Fiskeldi er sífellt vaxandi grein hér á landi og eykst stöðugt eftirspurn eftir hæfu starfsfólki. HA hefur hlotið þróunarstyrk til að móta starfsmenntun á sviði fiskeldis. mbl.is/Helgi Bjarnason

Háskólinn á Akureyri hefur hlotið 46 milljóna króna Erasmus+ styrk sem samstarfsaðili í verkefninu Bridges sem snýr að þróun starfsmenntunar á sviði fiskeldis, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá skólanum.

Þar segir að um sé að ræða samstarfsverkefni Noregs, Ísland, Finnlands og Svíþjóðar, an það hófst 1. nóvember og leiða Norðmenn verkefnið. En það fellur undir skilgreiningu CoVE verkefna (Centres of Vocational Exellence) „þar sem fræðsluaðilar í starfsmenntun og fyrirtæki mynda saman þekkingarklasa á völdum sviðum. Hugmyndin er að þátttakendur í klasanum verði síðan leiðandi um menntun og þjónustu á sínu sviði innan Evrópu og veiti öðrum stofnunum, skólum og fyrirtækjum ráðgjöf.“

Bridges var úthlutað fjórum milljónum evra í heild, um 600 milljónum íslenskra króna, þar af fær Háskólinn á Akureyri 46 milljónir á fjórum árum.

Erasmus+ er stefna Evrópusambandsins um að efla menntun, þjálfun, ungmenni og íþróttir í Evrópu og er ráðstafað 14,7 milljörðum evra, jafnvirði 2.400 milljarða króna, til málaflokksins.

Koma að hönnun námsefnis

„Mikil aukning hefur verið í fiskeldi á Íslandi og þá sér í lagi í sjókvíaeldi og hafa kröfur um menntun aukist mjög í samræmi við þá aukningu. Á þessu ári er áætluð heildarframleiðsla í laxeldi á Íslandi um 31.500 tonn og verðmæti um það bil 35 milljarðar króna. Helstu hlutverk Háskólans á Akureyri í verkefninu verða að hanna ný verkfæri til miðlunar kennsluefnis og einnig að miðla þekkingu um nýsköpun í sjávarútvegi til verkefnisins og upplýsingum um verkefnið og afrakstur þess til aðila í fiskeldi á Íslandi,“ segir í tilkynningu skólans.

Þá mun Háskólinn á Akureyri einnig koma að hönnun námsefnis í fiskeldi á háskólastigi og sér um skipulag ráðstefna um nám í fiskeldi þar sem saman munu koma fræðsluaðilar og fyrirtæki í fiskeldi.

Hugmyndafræði og skipulag Sjávarútvegsskóla unga fólksins, sem Sjávarútvegsmiðstöð háskólans hefur rekið, verður lagt til grundvallar Fiskeldisskóla unga fólksins þar sem ungt fólk á aldrinum 14-20 ára verður frætt um atvinnumöguleika í fiskeldi.

Þátttaka Háskólans á Akureyri er leidd af Guðrúnu Arndísi Jónsdóttur, forstöðumanni Sjávarútvegsmiðstöðvar HA. Meðal samstarfsaðila innan háskólans má nefna Rannveigu Björnsdóttur, forseta Viðskipta- og raunvísindasviðs, og Auðbjörgu Björnsdóttur, forstöðumann Kennslumiðstöðvar. Aðrir samstarfsaðilar á Íslandi eru Fisktækniskóli Íslands, Háskólinn á Hólum og Arnarlax ehf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.24 478,04 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.24 473,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.24 198,80 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 194,64 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,38 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 192,76 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.920 kg
Þorskur 3.967 kg
Skarkoli 603 kg
Hlýri 32 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 10.547 kg
22.4.24 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 8.834 kg
Samtals 8.834 kg
22.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 693 kg
Grásleppa 241 kg
Samtals 934 kg
22.4.24 Daðey GK 777 Lína
Þorskur 5.605 kg
Langa 603 kg
Samtals 6.208 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.24 478,04 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.24 473,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.24 198,80 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 194,64 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,38 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 192,76 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.920 kg
Þorskur 3.967 kg
Skarkoli 603 kg
Hlýri 32 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 10.547 kg
22.4.24 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 8.834 kg
Samtals 8.834 kg
22.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 693 kg
Grásleppa 241 kg
Samtals 934 kg
22.4.24 Daðey GK 777 Lína
Þorskur 5.605 kg
Langa 603 kg
Samtals 6.208 kg

Skoða allar landanir »