Leggur til innheimtu eldisgjalda í nýju frumvarpi

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefur lagt fram frumvarpsdrög til breytinga …
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefur lagt fram frumvarpsdrög til breytinga á hafnalögum. Þar er gert ráð fyrir töluverðri breytingu á tilhögun gjaldheimtu, svo sem upptöku eldisgjalds og heimildar til umhverfisafslátta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heimilt verður að innheimta sérstakt eldisgjald í höfnum landsins af eldisfiski í sjókvíum sem umskipað er, lestaður eða losaður í höfnum fari svo að frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingu á hafnalögum verði samþykkt. Það felur einnig í sér heimildir til að veita umhverfisafslætti á gjöldum og innleiðingu lagaramma um rafræna vöktun hafna.

Drög frumvarpsins hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Í greinargerð þess segir að uppi sé ágreiningur um hvort höfnum sé heimilt að styðja gjaldtöku af fiskeldinu á grundvelli ákvæða laga um aflagjald, en það er sagt í lögum vera minnst 1,25% og mest 3% af heildaraflaverðmæti. Þó skuli gjaldið vera minnst 0,70% af heildaraflaverðmæti frystra sjávarafurða.

„Í framkvæmd, þegar þessu ákvæði hefur verið beitt, hefur ekki ávallt verið notast við þau viðmið um hlutfall heildarverðmætis sem nefnd eru í þessu ákvæði. Uppi er ágreiningur um lögmæti þessarar gjaldtöku þar sem hún nái samkvæmt orðum sínum til afla sjávarútvegsfyrirtækja en ekki til eldisfisks frá fiskeldisfyrirtækjum. Að mati ráðuneytisins er þörf á því að leysa úr þessari réttaróvissu,“ segir í greinargerðinni.

Kæranleg gjaldtaka

Hluti frumvarpsins varðar innleiðingu á ákvæði Evrópureglugerðar um að setja ramma um veitingu hafnarþjónustu og um sameiginlegar reglur um gagnsæi í fjármálum fyrir hafnir. Verður höfnum sem eru innan samevrópska flutninganetsins skylt að eiga samráð við notendur hafna um gjaldtöku sína. Meðal annars er mælt fyrir um að gjaldskrárákvarðanir hafna innan samevrópska flutninganetsins verði kæranlegar til Samgöngustofu.

Hafnirnar sem heyra undir hið samevrópska flutningsnet eru Faxaflóahafnir/Sundahöfn, Höfnin á Seyðisfirði, Hafnir Fjarðabyggðar/Mjóeyrarhöfn, Reyðarfirði, Höfnin í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn.

Þá er lagt til að öllum höfnum, sem falla undir gildissvið hafnalaga, verði heimilað að veita umhverfisafslætti.

Rammi um vöktun

Þá gera frumvarpsdrögin ráð fyrir nýju ákvæði um rafræna vöktun hafna í þeim tilgangi að fullnægja skyldum laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

„Á mörgum hafnarsvæðum er myndavélaeftirlit og er algengt að rauntímaefni myndavélanna sé birt á vefsíðum hafna svo bátaeigendur geti fylgst með bátum sínum og veðurlagi. Skipstjórnarmenn á leið til hafnar hafa einnig notað þessar upplýsingar til að sjá hvar laus pláss við hafnir séu,“ segir í greinargerð.

Frestur til að skila umsögn um frumvarpsdrögin er til og með 23. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg
27.3.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.299 kg
Þorskur 251 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg
27.3.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.299 kg
Þorskur 251 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »