Eigin vinnsla kemur til greina

Unnið við sjókvíar hjá Arctic Fish á Vestfjörðum. Forstjóri fyrirtækisins …
Unnið við sjókvíar hjá Arctic Fish á Vestfjörðum. Forstjóri fyrirtækisins segir fjármagnið sem fæst með hlutafjárútboði vera ætlað uppbyggingu reksturs hér á landi. mbl.is/Helgi Bjarnason.

Áhugavert er fyrir Arctic Fish að fá íslenska lífeyrissjóði í hluthafahópinn en einnig aðra fjárfesta, að sögn forstjórans. Hlutafjárútboði er ætlað að skapa möguleika til fjárfestinga til að styrkja fyrirtækið. Ekki hefur verið ákveðið hvort það byggir upp eigin laxavinnslu eða slátrar í samvinnu við önnur fyrirtæki.

Stein Ove Tveiten
Stein Ove Tveiten

Vestfirska fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish tilkynnti á dögunum að það hefði fengið banka og ráðgjafarfyrirtæki til að kanna möguleika á skráningu félagsins á Merkur-markaðinn í kauphöllinni í Ósló. Í tengslum við þessi áform verður nýtt hlutafé boðið út. Eignarhaldsfélög Fiskeldis Austfjarða og Arnarlax voru skráð á þennan markað fyrr á þessu ári, einnig í tengslum við hlutafjáraukningu.

Samkvæmt upplýsingum Steins Oves Tveitens, forstjóra Arctic Fish, hefur fyrirtækið áhuga á að fá íslenska fjárfesta til að taka þátt í uppbyggingunni. Nánar spurður um þetta segir hann að áhugavert væri að fá íslenska lífeyrissjóði til liðs við fyrirtækið ásamt öðrum fjárfestum. Almennt kveðst hann vona að íslenskir fjárfestar sjái möguleika og ávinning af því að taka þátt í viðskiptum framtíðarinnar.

Þörf á fjárfestingum

Ekki hefur verið upplýst hversu mikið hlutaféð verður aukið. Stein Ove segir að fyrirtækið sjái afar áhugaverð verkefni og möguleika í framtíðinni sem það vilji hrinda í framkvæmd. Forstjórinn segir stefnt að því að fullnýta framleiðslugetu fyrirtækisins með sérstakri áherslu á seiðaframleiðslu en einnig að sjá til þess að nauðsynleg framleiðslugeta verði í framtíðinni í slátrun og pökkun.

Arctic Fish nýtir vinnsluna á Bíldudal, samkvæmt þjónustusamningi við Arnarlax. Ekki hefur verið ákveðið hvernig staðið verður að þeim málum í framtíðinni. Bæði komi til greina samvinna við aðra og eigin lausnir, að sögn forstjórans. Segir Stein Ove ljóst að þörf sé á fjárfestingum í framtíðinni til að styrkja fyrirtækið. Markmið þess ferlis sem það er nú með í gangi sé að tryggja nauðsynlega getu til fjárfestinga.

Vilja frekar bæta við sig

Norway Royal Salmon, NRS, sem á 50% hlutafjár Arctic Fish, hefur lýst því yfir að fyrirtækið hyggist ekki selja neitt af sínum hlut og frekar gefið til kynna að það hafi áhuga á að auka við sig og eignast þannig meirihlutann. Pólski athafnamaðurinn Jerzy Malek á 47,5% hlutafjár. Ekkert hefur verið gefið út um áform hans í tengslum við skráningarferlið eða smærri hluthafana.

Gert hefur verið ráð fyrir að félagið verði skráð á Merkur-markaðinn á fyrsta fjórðungi næsta árs.

Seiðastöð Arctic Fish í Tálknafirði.
Seiðastöð Arctic Fish í Tálknafirði.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »