Brim hagnaðist um 3,5 milljarða á níu mánuðum

Niðurstaðan er ásættanleg í ljósi heimsfaraldursins, segir stjórnarformaður.
Niðurstaðan er ásættanleg í ljósi heimsfaraldursins, segir stjórnarformaður. mbl.is/​Hari

Útgerðarfélagið Brim hf. hagnaðist um 21,5 milljónir evra (3,5 ma.kr.) á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem birt var í dag.

Rekstrartekjur samstæðunnar fyrstu níu mánuði ársins námu 213 milljónum evra (34,7 mö.kr.) á tímabilinu og jukust um 25% frá sama tímabili árið áður. Í tilkynningu frá félaginu segir að aukninguna megi fyrst og fremst rekja til þess að sölufélög í Asíu eru nú hluti af samstæðunni en þau voru áður rekin í öðru félagi. Án þeirra hefðu rekstrartekjur verið 143 milljónir evra, um 17% minni en í fyrra.

Þrátt fyrir það dróst hagnaður samstæðunnar saman um fjórðung frá sama tímabili í fyrra, þegar hann var 28,5 milljónir evra.

Eigið fé jókst um 4% á milli ára á milli ára og var 330 milljónir evra (54 ma.kr.) við lok ársfjórðungsins, þ.e. 30. september 2020.

„Þrátt fyrir áframhaldandi neikvæð áhrif Covid-heimsfaraldursins á aðstæður rekstrar og á markaði hefur starfsfólki Brims með samstilltu átaki tekist vel til við rekstur veiða, vinnslu og markaðssetningar við þessar krefjandi aðstæður.

Endurnýjun fiskiðjuvers á Norðurgarði er nú langt komin, veiði bolfisks hefur gengið þokkalega og verið áfallalaus. Vertíðir uppsjávarfisks í sumar og á haustmánuðum gengu einnig vel. Því má vel segja að niðurstaða uppgjörs Brims á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 verði að teljast vel ásættanleg,“ er haft eftir Kristjáni Þ. Davíðssyni, stjórnarformanni Brims, í tilkynningu.

Hann mun kynna uppgjörið á fjarfundi föstudaginn 20. nóvember klukkan 8:30, en hægt er að sækja um aðgang í gegnum netfangið kynning@brim.is.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 25.11.20 391,93 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.20 362,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.20 309,87 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.20 290,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.20 162,85 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.20 182,34 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.20 184,62 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.20 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 1.374 kg
Þorskur 373 kg
Keila 81 kg
Steinbítur 32 kg
Karfi / Gullkarfi 11 kg
Samtals 1.871 kg
25.11.20 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Þorskur 24.314 kg
Ýsa 20.182 kg
Karfi / Gullkarfi 17.530 kg
Samtals 62.026 kg
25.11.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 485 kg
Samtals 485 kg
25.11.20 Elli P SU-206 Línutrekt
Þorskur 4.036 kg
Ýsa 2.776 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 22 kg
Karfi / Gullkarfi 18 kg
Langa 12 kg
Samtals 6.991 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 25.11.20 391,93 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.20 362,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.20 309,87 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.20 290,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.20 162,85 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.20 182,34 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.20 184,62 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.20 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 1.374 kg
Þorskur 373 kg
Keila 81 kg
Steinbítur 32 kg
Karfi / Gullkarfi 11 kg
Samtals 1.871 kg
25.11.20 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Þorskur 24.314 kg
Ýsa 20.182 kg
Karfi / Gullkarfi 17.530 kg
Samtals 62.026 kg
25.11.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 485 kg
Samtals 485 kg
25.11.20 Elli P SU-206 Línutrekt
Þorskur 4.036 kg
Ýsa 2.776 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 22 kg
Karfi / Gullkarfi 18 kg
Langa 12 kg
Samtals 6.991 kg

Skoða allar landanir »