Þriðja mesta sala frá upphafi fiskmarkaða

Löndun í Reykjavíkurhöfn. Sala á fiskimörkuðum hefur verið meiri það …
Löndun í Reykjavíkurhöfn. Sala á fiskimörkuðum hefur verið meiri það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Líflegt hefur verið á fiskmörkuðum það sem af er ári og salan 6,5% meiri fyrstu tíu mánuðina heldur en á sama tíma í fyrra. Salan nam rétt tæplega 100 þúsund tonnum og aðeins 2016 og 1996 fór salan yfir 100 þúsund tonn á tíu mánaða tímabili, síðarnefnda árið var talsvert selt af loðnu á mörkuðunum.

Alls skipti fiskur um eigendur á mörkuðunum fyrir 26,5 milljarða fyrstu tíu mánuði ársins og er það hærri upphæð en nokkru sinni áður, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu, en þar er miðað við verðlag hvers árs. Búið er að selja fyrir 2,3 milljörðum meira í ár heldur en í fyrra og sex milljörðum meira heldur en 2018.

Aldrei hefur meira verið selt af þorski á mörkuðunum heldur en það sem af er ári. Alls höfðu rúmlega 44 þúsund tonn verið seld þegar tveir mánuðir voru eftir af árinu. Þorskur hafði verið seldur fyrir tæpa 14,6 milljarða og meðalverðið verið hærra en í fyrra. Undanfarið hafa fengist um og yfir 400 krónur fyrir kílóið af óslægðum þorski að meðaltali og suma daga í september fór það vel yfir 500 krónur.

Nokkrar skýringar geta verið á framboði á fiskmörkuðum í ár. Aflaheimildir í þorski hafa verið drjúgar í ár, þó svo að þær hafi minnkað nokkuð á nýbyrjuðu fiskveiðiári frá árunum á undan. Mikið framboð var á þorski í sumar og á gott ár á strandveiðum frá maí til ágústloka þar eflaust hlut að máli, en megnið af þeim afla fer í sölu á mörkuðunum. Þannig voru júní og júlí þeir stærstu frá upphafi og ágúst, september og október með þeim stærstu.

Margt getur haft áhrif

Margt getur haft áhrif á sölu og framboð á fiskmörkuðum og hugsanlega hefur kórónuveikifaraldurinn breytt vinnslu hjá einhverjum fyrirtækjanna í ljósi markaðsaðstæðna og leitt til þess að heldur meira hefur farið á markaðina. Tímabundnar breytingar geta síðan leitt til meiri sölu á mörkuðum, ótengt faraldrinum.

Eyjólfur Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaðanna, áætlaði að sala ársins yrði um 105 þúsund tonn, en segir að niðurstaðan verði nær 110 þúsund tonnum. Byggt á tölfræðiútreikningum reiknar hann með að salan á næsta ári verði um 108 þúsund tonn.

Hann segist oft heyra úrtöluraddir og spár um slæm ár á fiskmörkuðum, en staðreyndin sé sú að salan síðustu ár hafi verið nokkuð stöðug, yfir 100 þúsund tonn á ári, og þróunin hafi verið upp á við.

11 markaðir á 45 stöðum

Reiknistofa fiskmarkaða er reiknistofa/tölvuþjónusta fyrir íslensku fiskmarkaðina og tengir 11 fiskmarkaði á 45 stöðum í eitt uppboðsnet og heldur fiskuppboð þar sem 200-300 kaupendur kaupa fisk í fjarskiptum. RSF heldur einnig utan um peningaflæðið á milli útgerða, kaupenda, fiskmarkaða og hins opinbera.

Reiknistofan er hlutafélag í eigu þriggja fiskmarkaða, en það eru Fiskmarkaður Suðurnesja, Fismarkaður Íslands og Fiskmarkaður Vestmannaeyja. Auk uppboða á fiski starfrækja markaðirnir víða slægingarþjónustu, sjá um löndun og ýmsa aðra þjónustu við bátana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.6.21 356,58 kr/kg
Þorskur, slægður 14.6.21 393,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.6.21 474,87 kr/kg
Ýsa, slægð 14.6.21 317,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.6.21 125,38 kr/kg
Ufsi, slægður 14.6.21 129,87 kr/kg
Djúpkarfi 11.6.21 161,54 kr/kg
Gullkarfi 14.6.21 183,26 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg
Blálanga, slægð 14.6.21 262,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.6.21 Kvika GK-517 Handfæri
Þorskur 1.042 kg
Samtals 1.042 kg
15.6.21 Himbrimi BA-415 Sjóstöng
Þorskur 239 kg
Steinbítur 70 kg
Gullkarfi 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 317 kg
15.6.21 Otur SI-003 Handfæri
Þorskur 456 kg
Ýsa 10 kg
Gullkarfi 2 kg
Samtals 468 kg
15.6.21 Elva Björg SI-084 Handfæri
Þorskur 767 kg
Samtals 767 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.6.21 356,58 kr/kg
Þorskur, slægður 14.6.21 393,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.6.21 474,87 kr/kg
Ýsa, slægð 14.6.21 317,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.6.21 125,38 kr/kg
Ufsi, slægður 14.6.21 129,87 kr/kg
Djúpkarfi 11.6.21 161,54 kr/kg
Gullkarfi 14.6.21 183,26 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg
Blálanga, slægð 14.6.21 262,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.6.21 Kvika GK-517 Handfæri
Þorskur 1.042 kg
Samtals 1.042 kg
15.6.21 Himbrimi BA-415 Sjóstöng
Þorskur 239 kg
Steinbítur 70 kg
Gullkarfi 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 317 kg
15.6.21 Otur SI-003 Handfæri
Þorskur 456 kg
Ýsa 10 kg
Gullkarfi 2 kg
Samtals 468 kg
15.6.21 Elva Björg SI-084 Handfæri
Þorskur 767 kg
Samtals 767 kg

Skoða allar landanir »