„Við erum óneitanlega spenntir að koma heim“

Brúarfoss kom til Álaborgar í Danmörku á þriðjudaginn. Vörur voru …
Brúarfoss kom til Álaborgar í Danmörku á þriðjudaginn. Vörur voru teknar um borð og skipið var þar með komið inn á áætlun Eimskips. Ljósmynd/Eimskip

Brúarfoss, hið nýja skip Eimskipafélags Íslands, er væntanlegt til Reykjavíkur á þriðjudagsmorgun, eftir langa siglingu frá Kína, þar sem skipið var smíðað. Mögulegt er að það hitti þar fyrir systurskipið Dettifoss, sem kom til landsins í júlí sl. Þetta eru langstærstu skip íslenska kaupskipaflotans, 26.169 brúttótonn.

Upphaflega var gert ráð fyrir að skipið kæmi til hafnar í Reykjavík á mánudag, en komuni kann að frestast fram undir morgun á þriðjudag vegna veðurs.

„Það er bæði spennandi en jafnframt flókið að taka við svona nýju skipi,“ segir Karl Guðmundsson skipstjóri á Brúarfossi. Þegar blaðamaður heyrði í Karli var skipið að lesta vörur í Álaborg í Danmörku og var þar með komið inn á áætlun Eimskips. Næst liggur leiðin til Helsingjaborgar, Árósa og Þórshafnar í Færeyjum, og síðan heim til Reykjavíkur.

KArl Guðmundsson skipstjóri við afhendingu skipsins í Kína.
KArl Guðmundsson skipstjóri við afhendingu skipsins í Kína.

Karl segir að það séu mikil viðbrigði að koma á nýtt skip eftir að hafa áður stýrt 25 ára gömlu skipi. „Það er auðvitað allt nýr búnaður hér um borð, allt það nýjasta sem í boði er. Þetta hefur verið mikil vinna fyrir áhöfnina alveg frá morgni til kvölds enda gríðarlega mörg kerfi í skipinu sem þarf að fínstilla saman,“ segir hann.

Heimferðin frá Kína hefur gengið ljómandi vel og engin vandræði komið upp, segir Karl. Lagt var af stað frá Guangzhou í Kína þriðjudaginn 13. október. Næst lá leiðin til Taichang í Kína, þar sem farmur af nýjum gámum var tekinn um borð. Næst var siglt til Singapúr þar sem skipverjar tóku olíu og vistir. Síðan til Srí Lanka og vopnaðir verðir teknir um borð. Innst í Aden-flóanum, þar sem beygt er upp í Rauðahafið, við Jemen og Sómalíu, má búast við sjóræningjum. Því er allur varinn góður. „Við urðum ekki varir við neina sjóræningja enda er skipið svo gangmikið og hátt fríborð að það er ekki mikil hætta á svoleiðis,“ segir Karl.

Stoppar stutt

Brúarfoss var kominn á akkerislægið við Súes-skipaskurðinn 5. nóvember. Nóttina eftir lagði skipalest af stað inn í gegnum skurðinn. Fyrsta skipið lagði af stað klukkan fjögur og svo fór skip á 12 mínútna fresti næstu 4-5 klukkutímana. Eins fór skipalest af stað hinum megin frá. Lestirnar mættust svo á stöðuvatni á miðri leið. Næst var siglt eftir Miðjarðarhafi og til Rotterdam og þaðan til Álaborgar, en þangað kom skipið á þriðjudaginn.

Þegar Brúarfoss kemur til Reykjavíkur á mánudaginn verður stoppað stutt við því fram undan er sigling til Nuuk á Grænlandi. Áhöfn Brúarfoss telur 16 manns og fara sumir þeirra í land á mánudaginn. Nokkrir halda áfram til Grænlands, þar á meðal Karl skipstjóri. Nýir menn koma um borð í Reykjavík til að læra á skipið, m.a. Jón Ingi Þórarinsson, sem verður skipstjóri Brúarfoss á móti Karli.

Þegar skipið kemur aftur frá Grænlandi lýkur langri útivist Karls og félaga. Hann ásamt fjórum öðrum skipverjum fór utan til Kína 10. ágúst til að sækja skipið. „Við erum óneitanlega orðnir spenntir að koma heim,“ segir Karl að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.6.21 254,00 kr/kg
Þorskur, slægður 23.6.21 264,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.6.21 364,44 kr/kg
Ýsa, slægð 23.6.21 214,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.6.21 106,00 kr/kg
Ufsi, slægður 23.6.21 131,63 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 23.6.21 170,76 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.6.21 350,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.6.21 Tóki ST-100 Handfæri
Þorskur 1.655 kg
Steinbítur 81 kg
Samtals 1.736 kg
23.6.21 Sólfaxi SK-080 Handfæri
Þorskur 769 kg
Samtals 769 kg
23.6.21 Gunnar Níelsson EA-555 Handfæri
Þorskur 737 kg
Samtals 737 kg
23.6.21 Marta ST-071 Handfæri
Þorskur 725 kg
Samtals 725 kg
23.6.21 Valur ST-043 Handfæri
Þorskur 776 kg
Samtals 776 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.6.21 254,00 kr/kg
Þorskur, slægður 23.6.21 264,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.6.21 364,44 kr/kg
Ýsa, slægð 23.6.21 214,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.6.21 106,00 kr/kg
Ufsi, slægður 23.6.21 131,63 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 23.6.21 170,76 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.6.21 350,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.6.21 Tóki ST-100 Handfæri
Þorskur 1.655 kg
Steinbítur 81 kg
Samtals 1.736 kg
23.6.21 Sólfaxi SK-080 Handfæri
Þorskur 769 kg
Samtals 769 kg
23.6.21 Gunnar Níelsson EA-555 Handfæri
Þorskur 737 kg
Samtals 737 kg
23.6.21 Marta ST-071 Handfæri
Þorskur 725 kg
Samtals 725 kg
23.6.21 Valur ST-043 Handfæri
Þorskur 776 kg
Samtals 776 kg

Skoða allar landanir »