„Það þýðir ekkert annað en að berjast“

Sólbergið er nú við veiðar í norðausturhluta Hornbankahólfs. Sigþór Kjartansson …
Sólbergið er nú við veiðar í norðausturhluta Hornbankahólfs. Sigþór Kjartansson skipstjóri segir lítið um fisk á miðunum eins og stendur. mbl.is/Þorgeir

Það er heldur döpur veiði á miðunum norður af landinu eins og stendur, segir Sigþór Kjartansson, skipstjóri á Sólbergi ÓF 1, í samtali við 200 mílur. „Ég held það sé samdóma álit skipstjórnarmanna að það sé ekki mikill fiskur á ferðinni. Það vantar mikinn kraft í þetta.“

„Menn finna bletti og þá er hægt að fá kannski ágætis hol en stendur aldrei lengi. Það er talsverð af hreyfing á fiski en lítill fiskur á miðunum. Maður hefur heyrt að það sé samskonar vestur á Hala. Þetta er bara yfir höfuð heldur lélegt en stöku daga er einhver hluti af degi sem eitthvað fæst,“ útskýrir Sigþór.

Sigþór Kjartansson.
Sigþór Kjartansson. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Sólbergið er nú að veiðum í norðaustur af Hornbankahólfi en skipið hóf veiðar á Þverál. „Við komum hérna á út á föstudag síðastliðinn og komum beint í brælu. Hún stóð í hálfan annan sólarhring og síðan hefur hægt á, búið að vera blíðskaparveður fram til nú.“

Vonar að veiðar taki við sér

Spurður hvort áhöfnin sé að missa móðinn vegna lítilla veiða, segir skipstjórinn svo ekki vera. „Nei nei, það þýðir ekkert annað en að berjast bara. Hanga bara á því og reyna að hitta á eitthvað.“

Þá segir skipstjórinn nóg af skipum á sjó að leita að fiski en fátt sé um góðar fréttir.

„Maður hefur verið að reyna að afla frétta af Austfjarðarmiðum, en það virðist vera frekar rólegt í augnablikinu og búið að vera það síðustu daga. Austfirðingarnir fóru norður á Digranesflak og þar var rólegt. Norðlendingarnir voru þarna við Grímsey  og þar var rólegt líka. Maður vonar bara að þetta hressist þegar líður að mánaðarmótum.“

Sólbergið er á um 33 daga túr segir Sigþór og er gert ráð fyrir að skipið verði komið til hafnar 22. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »