Eldisgeirinn bindur vonir við bóluefni

Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis á Austfjörðum, kveðst búast …
Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis á Austfjörðum, kveðst búast við að markaðurinn fyrir eldisfiskinn taki við sér þegar bóluefni gegn kórónuveirunni kemst í dreifingu. mbl.is/Árni Sæberg

Útflutningsverð á atlantshafslaxi hækkaði í síðustu viku eftir að hafa lækkað síðustu vikur og verið langt undir því verði sem venjulegt hefur verið á þessum árstíma undanfarin ár. Verðið hefur venjulega hækkað á haustin vegna góðrar sölu á aðventu og um jól en hækkunin hefur látið á sér standa í ár vegna kórónuveirufaraldursins.

Verðið var 44,89 norskar krónur í síðustu viku, samkvæmt Nasdaq-verðvísitölunni, sem svarar til rúmlega 670 kr. íslenskra. Hækkaði meðalverð á laxi af öllum stærðum um 7,63% frá vikunni á undan. Var það langþráð hækkun vegna þess að verðið hefur farið lækkandi síðustu vikur.

Jólavertíðin er hafin og venjulega eru öll laxeldisfyrirtæki að slátra sem allra mestu á þessum árstíma. Þau sem geta halda nú að sér höndum og geyma laxinn í sjónum í von um að verðið lagist.

Búast við hækkun eftir jól

„Við höfum nánast engu slátrað í nóvember. Miðað við framvirkt verð mun heimsmarkaðsverðið taka við sér fljótlega eftir áramótin. Við höfum því fært slátrunina að mestu yfir í janúar og febrúar,“ segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis á Austfjörðum.

Verðþróun eldislax eftir vikum.
Verðþróun eldislax eftir vikum.

Jens Garðar er þar að vísa til væntinga markaðarins. Samkvæmt Fish Pool er búist við að verðið fari í rúmar 57 krónur í janúar og febrúar sem svarar til rúmlega 860 króna íslenskra. Fari verðið í þá tölu er það samt lægra en það var á sama tíma á síðasta ári því það var hátt í 80 krónur norskar í janúar.

„Þegar bóluefni kemst í umferð og það fer að slakna á samkomutakmörkunum í Evrópu og hótel- og veitingahúsageirinn fer að taka við sér má búast við að bjartsýni aukist og markaðurinn taki við sér á nýjan leik,“ segir Jens Garðar.

Reiknað er með því að verðið lækki aftur næsta sumar, eins og venjan er, en jafnvægi komist á árið 2022, samkvæmt samantekt Fish Pool á væntingum á markaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,80 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,19 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,61 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,33 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Grásleppa 2.154 kg
Þorskur 104 kg
Steinbítur 21 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 2.297 kg
25.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Þorskur 52 kg
Samtals 52 kg
25.4.24 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.903 kg
Þorskur 288 kg
Steinbítur 25 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 10 kg
Samtals 2.240 kg
25.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Grásleppa 1.440 kg
Samtals 1.440 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,80 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,19 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,61 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,33 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Grásleppa 2.154 kg
Þorskur 104 kg
Steinbítur 21 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 2.297 kg
25.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Þorskur 52 kg
Samtals 52 kg
25.4.24 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.903 kg
Þorskur 288 kg
Steinbítur 25 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 10 kg
Samtals 2.240 kg
25.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Grásleppa 1.440 kg
Samtals 1.440 kg

Skoða allar landanir »