„Maður hefur verið að glíma við þetta lengi“

Lilja Rafney Magnúsdóttur, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, tekur vel í hugmyndir …
Lilja Rafney Magnúsdóttur, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, tekur vel í hugmyndir sem eru þess eðlis að sporna gegn samþjöppun í sjávarútvegi. mbl.is/Golli

Þingmenn meirihlutans í atvinnuveganefnd Alþingis sem Morgunblaðið hefur rætt við virðast nokkuð jákvæðir í garð frumvarps þingmannsins Páls Magnússonar sem hann segir til þess gert að skerpa á gildandi fyrirkomulagi um takmarkanir á eignarhaldi á aflaheimildum. Þetta á einnig við um þingmenn minnihlutans og því sterkar vísbendingar um að frumvarpið fái þinglega meðferð. Þingmennirnir allir taka vel í hugmyndirnar með fyrirvara.

Frumvarpið var birt á vef Alþingis síðdegis í gær og er þar lagt til að aðili sem þegar á aflahlutdeild festir kaup á hlut í útgerð með aflahlutdeild „skal leggja hlutfall kaupanda í aflahlutdeild seljanda saman við þær heimildir sem hann á fyrir. Telst sú heildaraflahlutdeild tilheyra kaupanda.“

Páll, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Morgunblaðinu í gær að tilgangur frumvarpsins væri að sjá til þess að þakið fyrir aflahlutdeild staks aðila yrði virt, en þakið er 12% af útgefnum kvóta. „Mér finnst það bara vera gloppa að þú getir eignast 49% í félaginu án þess að nokkuð af aflaheimildum þess teljist til þinna. Að mínu mati á þetta bara að vera hlutfallslegt,“ sagði Páll.

Þarf að loka fyrir krókaleiðir

„Inntakið virðist hljóma skynsamlega en ég hef ekki kynnt mér þetta, en mér finnst þessi viðleitni jákvæð að koma fram með einhverjar hugmyndir í þessum málum,“ svarar Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, er blaðamaður spyr um afstöðu hennar til frumvarps Páls.

„Maður hefur verið að glíma við þetta lengi og kannski mis mikill vilji hjá viðeigandi ráðherrum að taka á þessu,“ segir Lilja Rafney. Þegar rætt var við hana hafði hún ekki séð umrætt frumvarp og þótti því ekki við hæfi að taka afstöðu til þess.

Almennt séð segir Lilja Rafney að „löggjafinn verður að leita allra leiða til þess að koma í veg fyrir frekari samþjöppun í sjávarútvegi og það verður að vera eitthvað raunverulegt þak en ekki bara einhver sýndarmennska.“ Þá sé mikilvægt að ákvæði laga um 12% þak sé skýrt og að komið verði í veg fyrir að hægt sé með krókaleiðum að komast hjá ákvæðinu. „Ég er mjög andsnúin þessari samþjöppun, bæði í litla kerfinu og stóra kerfinu, og tel að stjórnvöld verði að leita allra leiða til að koma í veg fyrir það,“ ítrekar Lilja Rafney.

Tekur undir sjónarmið Páls

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem einnig á sæti í atvinnuveganefnd, kveðst taka undir þau sjónarmið sem Páll, flokksbróðir hans, lýsti í gær og segir mikilvægt að ræða þá þætti er snúa að tengdum aðilum og eignarhald í sjávarútvegi.

Hins vegar segir hann erfitt eð gefa upp afstöðu til frumvarps sem hefur ekki komið fyrir nefndina og einnig óljóst hvernig frumvarpið mun verða þegar það kemur úr nefndinni.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég styð framlagningu frumvarpsins sem getur orðið til þess að bæta gagnsæi í sjávarútvegi,“ segir Ásmundur og bendir á að það eru fleiri þættir sem þarf að skoða í sambandi við aflahlutdeildir. Þá sé meðal annars hægt að auka gagnsæi og skilning almennings á kerfinu með því að hætta að ræða um þorskígildistonn og einfaldlega tala um hlutdeild í skilgreindum tegundum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.21 365,39 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.21 316,75 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.21 383,92 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.21 321,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.21 136,38 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.21 165,43 kr/kg
Djúpkarfi 19.1.21 125,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.21 189,42 kr/kg
Litli karfi 8.1.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.1.21 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.21 Drangavík VE-080 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 296 kg
Samtals 296 kg
20.1.21 Víkurröst VE-070 Handfæri
Þorskur 1.250 kg
Ufsi 139 kg
Samtals 1.389 kg
20.1.21 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 419 kg
Samtals 419 kg
20.1.21 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 384 kg
Samtals 384 kg
20.1.21 Bylgja VE-075 Botnvarpa
Tindaskata 277 kg
Samtals 277 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.21 365,39 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.21 316,75 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.21 383,92 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.21 321,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.21 136,38 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.21 165,43 kr/kg
Djúpkarfi 19.1.21 125,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.21 189,42 kr/kg
Litli karfi 8.1.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.1.21 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.21 Drangavík VE-080 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 296 kg
Samtals 296 kg
20.1.21 Víkurröst VE-070 Handfæri
Þorskur 1.250 kg
Ufsi 139 kg
Samtals 1.389 kg
20.1.21 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 419 kg
Samtals 419 kg
20.1.21 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 384 kg
Samtals 384 kg
20.1.21 Bylgja VE-075 Botnvarpa
Tindaskata 277 kg
Samtals 277 kg

Skoða allar landanir »