Heildarafli íslenska flotans 7,3% minni

Fiskveiðiárið sem leið undir lok 1. september var ekkert undantekningarár …
Fiskveiðiárið sem leið undir lok 1. september var ekkert undantekningarár og heldur litlaust hvað varðar stærð aflans sem íslenski flotinn landaði. Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson

Síðasta fiskveiðiár var ekki mikið til að gleðjast yfir og varð samdráttur í heildarafla flotans á mörgum sviðum þó svo að aukning hafi verið í einstökum tegundum, sérstaklega í norsk-íslenskri síld.

Heildarafli íslenskra fiskiskipa var á síðasta fiskveiðiári (2019/2020) rúmlega 1.011 þúsund tonn og dróst saman frá fyrra ári um 7,3%, að því er fram kemur í tölum sem birtar hafa verið á vef Fiskistofu.

Þar segir að botnfiskafli fiskveiðiársins sem seleið undir lok 1. september hafi verið 483 þúsund tonn og var það 30 þúsund tonnum minna en árið á undan. Þorskaflinn jókst um 3 þúsund tonn en ýsuaflinn dróst saman um 11 þúsund tonn, þá dróst afli saman í ufsa um 17 þúsund tonn og rúmlega 3 þúsund tonn í gullkarfa.

Mun meiri síld

Þá varð nokkur samdráttur í uppsjávarafla á síðasta fiskveiðiári borið saman við árið á undan (2018/2019) og dróst hann saman um 48 þúsund tonn á milli fiskveiðiára en bæði árin varð loðnubrestur. Kolmunnaaflinn dróst saman um rúmlega 25 þúsund tonn.

Afli í íslenskri síld dróst saman um 8 þúsund tonn á milli fiskveiðiára, fór úr 41 þúsund tonnum í tæplega 33 þúsund tonn, en afli í norsk-íslenskri síld jókst úr 89 þúsund tonnum í rúmlega 109 þúsund tonn.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.1.21 417,13 kr/kg
Þorskur, slægður 24.1.21 459,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.1.21 415,83 kr/kg
Ýsa, slægð 24.1.21 350,05 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.21 124,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.21 154,39 kr/kg
Djúpkarfi 19.1.21 125,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.21 170,54 kr/kg
Litli karfi 8.1.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.1.21 261,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.1.21 Drangey SK-002 Botnvarpa
Þorskur 97.440 kg
Ufsi 1.770 kg
Ýsa 1.734 kg
Hlýri 310 kg
Grálúða / Svarta spraka 152 kg
Karfi / Gullkarfi 120 kg
Steinbítur 12 kg
Lúða 7 kg
Samtals 101.545 kg
23.1.21 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 113 kg
Samtals 113 kg
23.1.21 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 710 kg
Samtals 710 kg
23.1.21 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 419 kg
Samtals 419 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.1.21 417,13 kr/kg
Þorskur, slægður 24.1.21 459,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.1.21 415,83 kr/kg
Ýsa, slægð 24.1.21 350,05 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.21 124,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.21 154,39 kr/kg
Djúpkarfi 19.1.21 125,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.21 170,54 kr/kg
Litli karfi 8.1.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.1.21 261,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.1.21 Drangey SK-002 Botnvarpa
Þorskur 97.440 kg
Ufsi 1.770 kg
Ýsa 1.734 kg
Hlýri 310 kg
Grálúða / Svarta spraka 152 kg
Karfi / Gullkarfi 120 kg
Steinbítur 12 kg
Lúða 7 kg
Samtals 101.545 kg
23.1.21 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 113 kg
Samtals 113 kg
23.1.21 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 710 kg
Samtals 710 kg
23.1.21 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 419 kg
Samtals 419 kg

Skoða allar landanir »