Heildarafli íslenska flotans 7,3% minni

Fiskveiðiárið sem leið undir lok 1. september var ekkert undantekningarár …
Fiskveiðiárið sem leið undir lok 1. september var ekkert undantekningarár og heldur litlaust hvað varðar stærð aflans sem íslenski flotinn landaði. Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson

Síðasta fiskveiðiár var ekki mikið til að gleðjast yfir og varð samdráttur í heildarafla flotans á mörgum sviðum þó svo að aukning hafi verið í einstökum tegundum, sérstaklega í norsk-íslenskri síld.

Heildarafli íslenskra fiskiskipa var á síðasta fiskveiðiári (2019/2020) rúmlega 1.011 þúsund tonn og dróst saman frá fyrra ári um 7,3%, að því er fram kemur í tölum sem birtar hafa verið á vef Fiskistofu.

Þar segir að botnfiskafli fiskveiðiársins sem seleið undir lok 1. september hafi verið 483 þúsund tonn og var það 30 þúsund tonnum minna en árið á undan. Þorskaflinn jókst um 3 þúsund tonn en ýsuaflinn dróst saman um 11 þúsund tonn, þá dróst afli saman í ufsa um 17 þúsund tonn og rúmlega 3 þúsund tonn í gullkarfa.

Mun meiri síld

Þá varð nokkur samdráttur í uppsjávarafla á síðasta fiskveiðiári borið saman við árið á undan (2018/2019) og dróst hann saman um 48 þúsund tonn á milli fiskveiðiára en bæði árin varð loðnubrestur. Kolmunnaaflinn dróst saman um rúmlega 25 þúsund tonn.

Afli í íslenskri síld dróst saman um 8 þúsund tonn á milli fiskveiðiára, fór úr 41 þúsund tonnum í tæplega 33 þúsund tonn, en afli í norsk-íslenskri síld jókst úr 89 þúsund tonnum í rúmlega 109 þúsund tonn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »