Fullt tungl er í dag og verður því stórstreymt næstu daga. Landhelgisgæslan vekur athygli á þessu í tilkynningu. Bent er á að vegna vind- og ölduáhlaðanda megi gera ráð fyrir að sjávarhæð verði hærri en sjávarfallaspár gefa til kynna, fyrst sunnan- og vestanlands en svo um norðanvert landið um og eftir miðja vikuna.
Þessar aðstæður skapast vegna tunglsins auk þess sem veðurspár gera ráð fyrir stífri suðvestanátt á morgun og svo norðan hvassviðri fyrir Norðurlandi á miðvikudag og fimmtudag.