Farsæll SH 30 kom til hafnar á Grundarfirði í dag með um 60 tonna afla. Uppistaða aflans var þorskur og steinbítur og var veiðiferðin um sex sólarhringar á sjó og fimm á veiðum, að sögn Stefáns Viðars Ólasonar stýrimanns.
Á vef Fisk Seafood, sem gerir Farsæl út segir Stefán Viðar: „Við fórum um víðan völl um Vestfjarðamið, allt frá Grunnslóð og út í Kant. Veiðarnar gengu bara með þokkalegasta móti. Þegar veðrið fór að versna fórum við og eyddum einu kvöldi inn á Önundarfirði og leyfðum suðvestan storminum að ganga niður áður en við keyrðum út aftur. Annars einkenndi stíf suðvestan átt allan þennan túr.“