Lækkun krónunnar kom sjávarútveginum til bjargar

Gengi krónunnar hefur vegið upp á móti samdrætti í afurðaverði …
Gengi krónunnar hefur vegið upp á móti samdrætti í afurðaverði og seldu magni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Veiking krónunnar hefur komið í veg fyrir verulegan samdrátt í sjávarútvegi samhliða samdrætti í hagkerfinu öllu á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þá hafi lægra gengi hennar vegið upp á móti lækkun afurðaverðs og mikils samdráttar í útfluttu magni sjávarafurða.

Þetta má lesa úr síðustu greiningu sem birt hefur verið á Radarnum. Þar er vísað til þess að nýjustu tölur Hagstofunnar sem birtar voru í síðustu viku sýna að útflutningsverðmæti sjávarafurða á tímabilinu janúar til október hafi numið 224 milljörðum króna, en það er nánast óbreytt frá sama tímabili í fyrra.

„Áhrifin af gengisveikingu krónunnar eru þó töluverð og mælist rúmlega 9% samdráttur á milli ára sé tekið tillit til þeirra,“ segir í greiningunni. Þá segir að af þessum 9% megi rekja átta prósentustig til samdráttar í útfluttu magni og um eitt prósentustig til lækkunar á afurðaverði í erlendri mynt.

Nær til fleiri tegunda

Samdrátturinn í útfluttu magni er fyrst og fremst vegna loðnubrests. Þrátt fyrir að loðnubrestur er nú annað árið í röð kom til samdráttar þar sem „sala á loðnubirgðum vóg nokkuð drjúgt í útflutningstölum síðasta árs.“ Þá hafa á fyrstu tíu mánuðum ársins útflutningsverðmæti uppsjávarafurða í erlendri mynt verið 23% minni í ár en á síðasta ári.

Á sama tíma hefur lítil breyting orðið á útflutningsverðmæti þorskafurða, en samdráttur hefur orðið í öðrum botnsjávartegundum. Mesti samdrátturinn er í ufsa, en einnig hefur orðið samdráttur í ýsu og karfa. Þá ber að vekja athygli á að á fiskveiðiárinu sem lauk í september var aflamark í ýsu 28% minna en fiskveiðiárið á undan.

Útflutningsverðmæti flatfisks hefur dregist saman um 14% á milli ára og skelfisks um 24%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »