Lækkun krónunnar kom sjávarútveginum til bjargar

Gengi krónunnar hefur vegið upp á móti samdrætti í afurðaverði …
Gengi krónunnar hefur vegið upp á móti samdrætti í afurðaverði og seldu magni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Veiking krónunnar hefur komið í veg fyrir verulegan samdrátt í sjávarútvegi samhliða samdrætti í hagkerfinu öllu á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þá hafi lægra gengi hennar vegið upp á móti lækkun afurðaverðs og mikils samdráttar í útfluttu magni sjávarafurða.

Þetta má lesa úr síðustu greiningu sem birt hefur verið á Radarnum. Þar er vísað til þess að nýjustu tölur Hagstofunnar sem birtar voru í síðustu viku sýna að útflutningsverðmæti sjávarafurða á tímabilinu janúar til október hafi numið 224 milljörðum króna, en það er nánast óbreytt frá sama tímabili í fyrra.

„Áhrifin af gengisveikingu krónunnar eru þó töluverð og mælist rúmlega 9% samdráttur á milli ára sé tekið tillit til þeirra,“ segir í greiningunni. Þá segir að af þessum 9% megi rekja átta prósentustig til samdráttar í útfluttu magni og um eitt prósentustig til lækkunar á afurðaverði í erlendri mynt.

Nær til fleiri tegunda

Samdrátturinn í útfluttu magni er fyrst og fremst vegna loðnubrests. Þrátt fyrir að loðnubrestur er nú annað árið í röð kom til samdráttar þar sem „sala á loðnubirgðum vóg nokkuð drjúgt í útflutningstölum síðasta árs.“ Þá hafa á fyrstu tíu mánuðum ársins útflutningsverðmæti uppsjávarafurða í erlendri mynt verið 23% minni í ár en á síðasta ári.

Á sama tíma hefur lítil breyting orðið á útflutningsverðmæti þorskafurða, en samdráttur hefur orðið í öðrum botnsjávartegundum. Mesti samdrátturinn er í ufsa, en einnig hefur orðið samdráttur í ýsu og karfa. Þá ber að vekja athygli á að á fiskveiðiárinu sem lauk í september var aflamark í ýsu 28% minna en fiskveiðiárið á undan.

Útflutningsverðmæti flatfisks hefur dregist saman um 14% á milli ára og skelfisks um 24%.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.21 366,24 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.21 318,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.21 384,86 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.21 321,80 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.21 141,82 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.21 167,96 kr/kg
Djúpkarfi 19.1.21 125,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.21 174,00 kr/kg
Litli karfi 8.1.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.1.21 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.21 Þinganes SF-025 Botnvarpa
Þorskur 57.628 kg
Samtals 57.628 kg
20.1.21 Gullver NS-012 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 9.012 kg
Ufsi 765 kg
Keila 98 kg
Skötuselur 78 kg
Blálanga 77 kg
Hlýri 76 kg
Steinbítur 33 kg
Grálúða / Svarta spraka 14 kg
Samtals 10.153 kg
20.1.21 Ottó N Þorláksson VE-005 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 33.720 kg
Djúpkarfi 17.899 kg
Ufsi 764 kg
Samtals 52.383 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.21 366,24 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.21 318,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.21 384,86 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.21 321,80 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.21 141,82 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.21 167,96 kr/kg
Djúpkarfi 19.1.21 125,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.21 174,00 kr/kg
Litli karfi 8.1.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.1.21 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.21 Þinganes SF-025 Botnvarpa
Þorskur 57.628 kg
Samtals 57.628 kg
20.1.21 Gullver NS-012 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 9.012 kg
Ufsi 765 kg
Keila 98 kg
Skötuselur 78 kg
Blálanga 77 kg
Hlýri 76 kg
Steinbítur 33 kg
Grálúða / Svarta spraka 14 kg
Samtals 10.153 kg
20.1.21 Ottó N Þorláksson VE-005 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 33.720 kg
Djúpkarfi 17.899 kg
Ufsi 764 kg
Samtals 52.383 kg

Skoða allar landanir »