Fiskeldi hefur stutt við gengi krónu í haust

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir uppgang í fiskeldi hafi …
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir uppgang í fiskeldi hafi átt þátt í því að koma í veg fyrir frekari halla í utanríkisviðskiptum þrátt fyrir að útflutningstekjurnar hafi orðið fyrir töluverðu höggi. Ljósmynd/Íslandsbanki

„Fiskeldið hefur bjargað heildartekjum sjávarútvegsins. Þróunin hefur verið mótdræg í sumum sjávarafurðum og verðið gefið eftir en aðrar hafa haldið sér í verði. Selt magn dróst saman en nú eru markaðir með sjávarafurðir að jafna sig aftur. Það ásamt veikari krónu vegur upp verðlækkun í sumum afurðum,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, um gengisþróunina í Viðskiptamogganum í dag.

Niðurstaðan sé að útflutningsverðmæti sjávarafurða sé nánast jafn mikið fyrstu níu mánuði ársins og sama tímabil í fyrra.

Þá sýna nýjar tölur um viðskiptajöfnuð tiltölulega hóflegan halla á vöru- og þjónustuviðskiptum og nær engan viðskiptahalla þegar búið er að taka aðra þætti með í reikninginn. Það hafi orðið greinilegur samdráttur í vöru- og þjónustuinnflutningi.

„Það er í raun með nokkrum ólíkindum, í ljósi þess hvað höggið á útflutningstekjurnar er mikið, að ekki skuli vera meiri halli á utanríkisviðskiptunum,“ segir Jón Bjarki. Uppgangur í fiskeldi eigi þar hlut að máli.

Rætt er við Jón Bjarka og Gústaf Steingrímsson, hagfræðing í Hagfræðideild Landsbankans, um gengi krónunnar og áhrif þess í Viðskiptamogganum sem fylgir Morgunblaðinu í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,87 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,61 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 188 kg
Ýsa 130 kg
Steinbítur 112 kg
Keila 15 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 451 kg
24.4.24 Dagur ÞH 110 Línutrekt
Þorskur 1.763 kg
Ýsa 271 kg
Steinbítur 78 kg
Keila 28 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 2.145 kg
24.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 1.138 kg
Þorskur 89 kg
Samtals 1.227 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,87 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,61 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 188 kg
Ýsa 130 kg
Steinbítur 112 kg
Keila 15 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 451 kg
24.4.24 Dagur ÞH 110 Línutrekt
Þorskur 1.763 kg
Ýsa 271 kg
Steinbítur 78 kg
Keila 28 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 2.145 kg
24.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 1.138 kg
Þorskur 89 kg
Samtals 1.227 kg

Skoða allar landanir »