„Mikið í húfi og meira en nokkru sinni fyrr“

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir útgerðirnar …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir útgerðirnar ekki hafa hug á að bíða til janúar eftir nýjum loðnuleiðangri og leggja til 65 milljónir til loðnuleitar í desember. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er mjög mikið í húfi og meira en nokkru sinni fyrr,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, um möguleika á loðnuvertíð í vetur. Fjögur veiðiskip fara á næstunni til loðnuleitar og -mælinga og eru samtökin tilbúin að leggja Hafrannsóknastofnun til jafnvirði 65 milljóna króna í verkefnið. Styrknum er ætlað að greiða að fullu fyrir úthald fjögurra mæliskipa í allt að 24 daga, kvörðun þeirra og vinnu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar.

„Það er von SFS að með verulega auknum fjármunum og þunga í loðnuleit og -mælingu megi enn betur tryggja kröftuga viðspyrnu upp úr þeirri efnahagslægð sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið,“ segir í frétt frá samtökunum.

Góð loðnuvertíð getur að líkindum aukið útflutningstekjur um 30 milljarða króna og margföldunaráhrif í hagkerfinu öllu eru að líkindum tvöföld eða þreföld, líkt og með auknum tekjum starfsmanna sjávarútvegsfyrirtækja, sveitarfélaga og þjónustuaðila sjávarútvegs, segir í fréttinni.

Heiðrún segir að upplýsingar frá skipum um göngur hrygningarloðnu úti fyrir Norðurlandi í haust hafi leitt til þess að útgerðirnar hafi sent eitt skip til leitar og sýnatöku í nóvember í samráði við Hafrannsóknastofnun. Endanlegar niðurstöður séu ekki komnar en góðar torfur hafi sést og sterkar vísbendingar séu um að kynþroska loðnu sé að finna austar heldur en síðustu ár á þessum tíma.

„Það er því vilji okkar að fara í frekari leit og mælingu í desember í stað þess að bíða fram í janúar. Bið fram í janúar eykur hættu á að við missum af loðnunni. Tíminn verður of naumur og veður á þessum tíma válynd. Ef einhverjar líkur eru á að það náist góð mæling í desember er til mikils að vinna,“ segir Heiðrún Lind, en hefðbundinn loðnuleiðangur Hafrannsóknastofnunar hefst í byrjun janúar.

Heiðrún Lind bendir á að tvo síðustu vetur hafi ekki verið heimilt að veiða loðnu. Mikilvægt sé að sinna mörkuðum fyrir loðnuafurðir og í ljósi þess að þeir séu uppþurrkaðir eftir tvöfaldan loðnubrest fáist væntanlega meiri verðmæti fyrir afurðir heldur en áður.

Mikið mál þjóðhagslega

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir að ýmislegt kalli á að farið verði til loðnuleitar á næstunni. Hann nefnir ungloðnumælingu í fyrrahaust, sem hafi gefið góðar vonir um vertíð í vetur, „hellingsfréttir“ frá veiðiskipum úti fyrir Norðurlandi í haust og síðast en ekki síst leit á Polar Amaroq í síðustu viku.

Gunnþór Ingason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.

„Mér finnst það vera mikið mál þjóðhagslega að sinna þessu og reyna að ná utan um stærð stofnsins þannig að við getum veitt hann á vertíðinni. Ég hef áhyggjur að því að það verði of seint þegar kemur fram í janúar því þegar loðnan er komin austur fyrir land er hún á mun stærra svæði. Þá krefst ný aflaregla enn meiri nákvæmni í mælingum en áður var, þannig að ég held að það verði að nýta þau tækifæri sem við höfum til að mæla með nákvæmum hætti“ segir Gunnþór.

Hann segir ekki ljóst hvenær verði farið af stað í verkefnið. Eftir sé að finna hvaða skip séu tiltæk, síðan þurfi að kvarða þau og skipuleggja verkefnið með Hafrannsóknastofnun. Síðast en ekki síst þurfi veðurspá að vera hagstæð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,31 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,19 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,59 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,14 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kolga BA 70 Grásleppunet
Rauðmagi 29 kg
Þorskur 21 kg
Samtals 50 kg
25.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 1.443 kg
Þorskur 473 kg
Ýsa 113 kg
Skarkoli 60 kg
Samtals 2.089 kg
25.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 671 kg
Samtals 671 kg
25.4.24 Sæfari BA 110 Grásleppunet
Grásleppa 3.470 kg
Þorskur 109 kg
Skarkoli 63 kg
Steinbítur 29 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 3.691 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,31 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,19 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,59 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,14 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kolga BA 70 Grásleppunet
Rauðmagi 29 kg
Þorskur 21 kg
Samtals 50 kg
25.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 1.443 kg
Þorskur 473 kg
Ýsa 113 kg
Skarkoli 60 kg
Samtals 2.089 kg
25.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 671 kg
Samtals 671 kg
25.4.24 Sæfari BA 110 Grásleppunet
Grásleppa 3.470 kg
Þorskur 109 kg
Skarkoli 63 kg
Steinbítur 29 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 3.691 kg

Skoða allar landanir »