Kyrrsetning togara Samherja felld úr gildi

Togarinn Heinaste.
Togarinn Heinaste.

Kyrrsetning á verðmætustu eign Samherja í Namibíu, togaranum Heinaste, hefur verið felld úr gildi og togarinn seldur til namibíska útgerðarfyrirtækisins Tunacor Fisheries.

Aðrar eignir í Namibíu, sem eru óverulegar, sæta enn kyrrsetningu en mál tengd þeim verða leyst á komandi mánuðum í samráði við stjórnvöld, að því er fram kemur á vef Samherja.

„Ríkisútvarpið hefur síðustu daga fjallað um skjal sem lagt var fram til að rökstyðja kyrrsetninguna. Í frétt í fyrrakvöld var ranglega fullyrt að félög tengd Samherja í Namibíu hafi fengið jafnvirði 4,7 milljarða króna í „ólöglegan ágóða“ af samningi um veiðar við fyrirtækið Namgomar Namibia. Fréttin gaf mjög brenglaða mynd af þessum samningi og starfseminni í Namibíu,“ segir á vef Samherja.

„Í fréttinni var rangt farið með umfang veiðanna og tekjur af þeim. Þá var ekki tekið fram að sú fjárhæð sem var tilgreind felur í sér áætlaðar heildartekjur áður en skattar og gjöld hafa verið dregin frá. Í fréttinni var fullyrt að áætlaðar heildartekjur vegna samningsins yfir fimm ára tímabil væru hinn „ólöglegi ágóði“ en ekkert minnst á skatta og gjöld, laun og annan rekstrarkostnað á tímabilinu. Þessi hugtakanotkun Ríkisútvarpsins er fjarstæðukennd enda þýðir orðið „ágóði“ almennt gróði eða hagnaður,“ segir enn fremur.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.21 334,60 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.21 312,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.21 335,88 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.21 277,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.21 140,41 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.21 169,34 kr/kg
Djúpkarfi 19.1.21 125,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.21 176,82 kr/kg
Litli karfi 8.1.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.1.21 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.1.21 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Þorskur 23.294 kg
Ýsa 17.688 kg
Skarkoli 2.886 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 236 kg
Samtals 44.104 kg
19.1.21 Harðbakur EA-003 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 8.891 kg
Skarkoli 3.679 kg
Steinbítur 2.665 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 686 kg
Samtals 15.921 kg
19.1.21 Þórir SF-077 Botnvarpa
Þorskur 43.996 kg
Ýsa 2.670 kg
Karfi / Gullkarfi 699 kg
Ufsi 635 kg
Hlýri 63 kg
Steinbítur 18 kg
Skötuselur 6 kg
Keila 4 kg
Langa 3 kg
Grálúða / Svarta spraka 2 kg
Samtals 48.096 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.21 334,60 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.21 312,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.21 335,88 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.21 277,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.21 140,41 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.21 169,34 kr/kg
Djúpkarfi 19.1.21 125,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.21 176,82 kr/kg
Litli karfi 8.1.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.1.21 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.1.21 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Þorskur 23.294 kg
Ýsa 17.688 kg
Skarkoli 2.886 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 236 kg
Samtals 44.104 kg
19.1.21 Harðbakur EA-003 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 8.891 kg
Skarkoli 3.679 kg
Steinbítur 2.665 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 686 kg
Samtals 15.921 kg
19.1.21 Þórir SF-077 Botnvarpa
Þorskur 43.996 kg
Ýsa 2.670 kg
Karfi / Gullkarfi 699 kg
Ufsi 635 kg
Hlýri 63 kg
Steinbítur 18 kg
Skötuselur 6 kg
Keila 4 kg
Langa 3 kg
Grálúða / Svarta spraka 2 kg
Samtals 48.096 kg

Skoða allar landanir »