94% minni losun með því að hætta fraktflugi

Sjókvíar Hiddenfjord í Færeyjum. Fyrirtækið hefur hætt að flytja vörur …
Sjókvíar Hiddenfjord í Færeyjum. Fyrirtækið hefur hætt að flytja vörur með flugi. Ljósmynd/Hiddenfjord

Færeyska laxeldisfyrirtækið Hiddenfjord hætti í október öllum vöruflutningi með flugi og með því minnkaði losun koltvísýrings vegna vöruflutninga fyrirtækisins um 94%.

Fyrirtækið er fyrsta eldisfyrirtækið í heimi sem tekur jafn afdráttarlausa ákvörðun sem dregur úr kolefnislosun í takti við markmið Sameinuðu þjóðanna um brýnar loftslagaðgerðir, að því er fram kemur í umfjöllun World Fishing & Aquaculture.

Eldislax er með mun minna kolefnisspor en aðrir próteingjafar eins og nauta-, lamba- eða svínakjöt og með því að láta af flutningum með flugi er varan talin verða mun umhverfisvænni og sé sjálfbær kostur.

„Staðreyndirnar tala sínu máli, við þurfum öll án tafar að hætta að nota flugvélar til vöruflutninga og þannig draga úr loftslagsbreytingum,“ segir Atli Gregersen, framkvæmdastjóri og eigandi Hiddenfjord. „Ef við ætlum raunverulega að geta sagst vera sjálfbært fyrirtæki verðum við að taka ábyrgar ákvarðanir.“

Hefur vakið áhuga

Þá segir í umfjölluninni að neytendarannsóknir hafa sýnt að Hiddenfjord hafi tekist að tryggja óbreytt gæði við afhendingu þrátt fyrir að vörur séu ekki lengur fluttar með flugi. „Þrátt fyrir að stöðvun fraktflugs hefur verið mikil breyting fyrir marga viðskiptavini okkar, erum við ánægð með að hafa sýnt fram á að við getum tryggt okkar þekktu gæði – nú með miklu lægra kolefnisfótspor,“ er haft eftir Óla Hansen, sölustjóra Hiddenfjord.

Bætir Óli við að breytingin hafi gert það að verkum að nýir kaupendur sem hafa sérstakan áhuga á sjálfbærni sýni vörum Hiddenfjord áhuga.

Ákvörðun fyrirtækisins er nokkuð önnur en tíðkast hefur í greininni, en leitað hefur verið ýmsa leiða hér á land sem og erlendis að tryggja fljóta afhendingu til fjarlægra markaða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,51 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 236,95 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 142,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 179,10 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,65 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 178,11 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Báran SI 86 Grásleppunet
Grásleppa 1.257 kg
Þorskur 251 kg
Skarkoli 68 kg
Ýsa 11 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.591 kg
23.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.066 kg
Þorskur 134 kg
Skarkoli 62 kg
Steinbítur 17 kg
Hlýri 14 kg
Samtals 2.293 kg
23.4.24 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 1.333 kg
Samtals 1.333 kg
23.4.24 Sigrún Hrönn ÞH 36 Grásleppunet
Grásleppa 224 kg
Samtals 224 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,51 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 236,95 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 142,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 179,10 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,65 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 178,11 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Báran SI 86 Grásleppunet
Grásleppa 1.257 kg
Þorskur 251 kg
Skarkoli 68 kg
Ýsa 11 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.591 kg
23.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.066 kg
Þorskur 134 kg
Skarkoli 62 kg
Steinbítur 17 kg
Hlýri 14 kg
Samtals 2.293 kg
23.4.24 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 1.333 kg
Samtals 1.333 kg
23.4.24 Sigrún Hrönn ÞH 36 Grásleppunet
Grásleppa 224 kg
Samtals 224 kg

Skoða allar landanir »