Norðmenn loka á skip ESB og Breta um áramót

„Ef við verðum ekki með samninga fyrsta janúar munum við …
„Ef við verðum ekki með samninga fyrsta janúar munum við ekki heimila skipum ESB eða Bretlands að veiða innan efnahagslögsögu okkar,“ sagði Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, á föstudag. Ljósmynd/Nærings- og fiskeridepartementet

Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að þurfa að loka hafsvæðum sínum fyrir fiskveiðiskipum frá Bretlandi og Evrópusambandinu (ESB) ef ekki verður gengið frá samkomulagi um nýtingu deilistofna fyrir áramót, að því er fram kemur í umfjöllun E24.

„Ef við verðum ekki með samninga fyrsta janúar munum við ekki heimila skipum ESB eða Bretlands að veiða innan efnahagslögsögu okkar,“ sagði Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, í norska Stórþinginu á föstudag.

Breskir sjómenn gætu lent í því að lögsögu Norðmanna verður …
Breskir sjómenn gætu lent í því að lögsögu Norðmanna verður lokað, lokunin yrði þó gagnkvæm. AFP

Vegna brexit mun Bretland ekki lengur eiga aðild að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins og því ekki heldur að þeim samningum sem ESB hefur gert um deilistofna. „Við getum heldur ekki gert ráð fyrir að norsk skip fái aðgang að svæðum þeirra áður en það liggur fyrir samningur,“ sagði Ingebrigtsen.

„Ég trúi því og vona að lausn verði fundin í málinu snemma 2021,“ hefur E24 eftir Audun Maråk, framkvæmdastjóra Fiskebåt (hagsmunasamtök norskra úthafsskipa). „Brexit-samningurinn mun koma of seint. Okkar ósk núna er að geta viðhaldið fiskveiðum eins langt og unnt er,“ segir hann.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.6.21 299,76 kr/kg
Þorskur, slægður 11.6.21 357,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.6.21 451,49 kr/kg
Ýsa, slægð 11.6.21 381,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.6.21 103,54 kr/kg
Ufsi, slægður 11.6.21 119,94 kr/kg
Djúpkarfi 11.6.21 161,54 kr/kg
Gullkarfi 11.6.21 217,29 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg
Blálanga, slægð 11.6.21 91,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.6.21 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Hlýri 62 kg
Keila 61 kg
Gullkarfi 45 kg
Þorskur 12 kg
Grálúða 8 kg
Samtals 188 kg
13.6.21 Þinganes SF-025 Botnvarpa
Þorskur 75.680 kg
Ýsa 1.566 kg
Samtals 77.246 kg
13.6.21 Björt SH-202 Grásleppunet
Grásleppa 2.935 kg
Samtals 2.935 kg
13.6.21 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Ýsa 3.446 kg
Þorskur 2.643 kg
Steinbítur 1.344 kg
Langa 60 kg
Skarkoli 54 kg
Keila 20 kg
Ufsi 10 kg
Gullkarfi 9 kg
Samtals 7.586 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.6.21 299,76 kr/kg
Þorskur, slægður 11.6.21 357,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.6.21 451,49 kr/kg
Ýsa, slægð 11.6.21 381,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.6.21 103,54 kr/kg
Ufsi, slægður 11.6.21 119,94 kr/kg
Djúpkarfi 11.6.21 161,54 kr/kg
Gullkarfi 11.6.21 217,29 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg
Blálanga, slægð 11.6.21 91,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.6.21 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Hlýri 62 kg
Keila 61 kg
Gullkarfi 45 kg
Þorskur 12 kg
Grálúða 8 kg
Samtals 188 kg
13.6.21 Þinganes SF-025 Botnvarpa
Þorskur 75.680 kg
Ýsa 1.566 kg
Samtals 77.246 kg
13.6.21 Björt SH-202 Grásleppunet
Grásleppa 2.935 kg
Samtals 2.935 kg
13.6.21 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Ýsa 3.446 kg
Þorskur 2.643 kg
Steinbítur 1.344 kg
Langa 60 kg
Skarkoli 54 kg
Keila 20 kg
Ufsi 10 kg
Gullkarfi 9 kg
Samtals 7.586 kg

Skoða allar landanir »