Fundu að fjölmörgu hjá Fiskikónginum

Fiskikóngurinn Kristján Berg.
Fiskikóngurinn Kristján Berg. mbl.is/Golli

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerði fjölmargar athugasemdir við merkingar á matvælum, umbúðir þeirra og almennan skort á upplýsingum eftir að hafa heimsótt Fiskikónginn í gær. Meðal annars hafði upplýsingum um geymsluþol reykts silungs verið breytt úr þremur mánuðum í um þrjú ár.

Krafa er hjá eftirlitinu um lágmarksupplýsingar á vörum í öryggisskyni svo að neytandinn fari ekki með vöruna heim án þess að vita neitt um hana.

Eigandi Fiskikóngsins, Kristján Berg, lýsti yfir ósætti sínu vegna vinnubragða heilbrigðiseftirlitsins á Facebook og sagðist grautfúll yfir því að teknar hafi verið úr sölu nokkrar tegundir af fiski sem unnar eru eftir aldagömlum hefðum.  

Ýmislegt í ólagi 

Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðiseftirlitinu var ýmislegt ábóvant hjá Fiskikónginum. Pakkaðar vörur voru ómerktar, innihaldslýsingar vantaði á pakkaðar vörur og lögbundnar upplýsingar á borð við geymsluþol skorti. Sem dæmi vantaði á lúðurikling allar merkingar og óljóst var hvaðan hann kom, öll gögn vantaði um hnoðmör og ekki var hægt að fá upplýsingar um hvort viðkomandi aðili sem bjó hann til væri með tilskilin leyfi. Varðandi tvær aðrar tegundir af hnoðmör var sömu sögu að segja. Á umbúðunum var ekki hægt að sjá upplýsingar um hvort hann væri ætlaður fyrir matvæli, engar innihaldsupplýsingar voru heldur fyrir hendi og engar upplýsingar um framleiðanda.

Sala stöðvuð á humarklóm

Hákarl var sömuleiðis algjörlega ómerktur og hluti af honum var óvarinn á meðan annað var vafið inn í rúllubaggaplast. Þetta myndi fallast undir ólöglegar matvælaumbúðir, samkvæmt upplýsingum heilbrigðiseftirlitsins. Allar upplýsingar vantaði um hvar lundinn hjá Fiskikónginum var reyktur og var hann ómerktur inni í frysti. Athugasemdir voru einnig gerðar við rasp og sala var stöðvuð á humarklóm, sem líklega eru erlendar sökum þess hversu stórar klærnar voru.

Allar upplýsingar vantaði um síðasta neysludag skötu sem var í lofttæmdum umbúðum. Einnig fannst frosin skata með upplýsingum um geymsluþol í tvö og hálft ár en engar upplýsingar voru um hvernig það var ákvarðað. Í skötu sem var í fiskborðinu vantaði sömuleiðis upplýsingar um hvaða hún kom og hvort þeir sem unnu hana hafi leyfi til þess. 

Þá var búið að breyta merkingum á geymsluþoli reykts silungs úr þremur mánuðum upp í um þrjú ár. 

Skatan ekki hefðbundin matvæli

Samkvæmt upplýsingum heilbrigðiseftirlitsins vinnur það eftir reglugerð nr. 856 um lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin matvæli frá árinu 2016 sem var unnin til að setja dreifingu hefðbundinna matvæla í ákveðinn farveg. Sækja þarf um leyfi frá Matvælastofnun, til dæmis til að þurrka fisk og verka hákarl. Skatan fellur aftur á móti ekki undir hefðbundin matvæli samkvæmt þessari reglugerð og því þarf verkun hennar að uppfylla leyfi matvælalöggjafar Evrópusambandsins sem var innleidd hér á landi árið 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.2.23 440,47 kr/kg
Þorskur, slægður 3.2.23 623,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.2.23 555,59 kr/kg
Ýsa, slægð 3.2.23 450,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.2.23 278,07 kr/kg
Ufsi, slægður 3.2.23 419,38 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 2.2.23 195,00 kr/kg
Gullkarfi 3.2.23 337,69 kr/kg
Litli karfi 3.2.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.2.23 Sjöfn SH-004 Plógur
Ígulker 2.406 kg
Samtals 2.406 kg
3.2.23 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Þorskur 668 kg
Steinbítur 88 kg
Ýsa 62 kg
Samtals 818 kg
3.2.23 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker Breiðafj innri B 934 kg
Samtals 934 kg
3.2.23 Breki VE-61 Botnvarpa
Lýsa 3.343 kg
Langa 1.232 kg
Steinbítur 283 kg
Samtals 4.858 kg
3.2.23 Vörður ÞH-044 Botnvarpa
Þorskur 9.315 kg
Ýsa 5.728 kg
Skarkoli 4.513 kg
Gullkarfi 2.856 kg
Steinbítur 1.246 kg
Ufsi 496 kg
Þykkvalúra sólkoli 434 kg
Lúða 146 kg
Langa 86 kg
Skötuselur 28 kg
Samtals 24.848 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.2.23 440,47 kr/kg
Þorskur, slægður 3.2.23 623,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.2.23 555,59 kr/kg
Ýsa, slægð 3.2.23 450,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.2.23 278,07 kr/kg
Ufsi, slægður 3.2.23 419,38 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 2.2.23 195,00 kr/kg
Gullkarfi 3.2.23 337,69 kr/kg
Litli karfi 3.2.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.2.23 Sjöfn SH-004 Plógur
Ígulker 2.406 kg
Samtals 2.406 kg
3.2.23 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Þorskur 668 kg
Steinbítur 88 kg
Ýsa 62 kg
Samtals 818 kg
3.2.23 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker Breiðafj innri B 934 kg
Samtals 934 kg
3.2.23 Breki VE-61 Botnvarpa
Lýsa 3.343 kg
Langa 1.232 kg
Steinbítur 283 kg
Samtals 4.858 kg
3.2.23 Vörður ÞH-044 Botnvarpa
Þorskur 9.315 kg
Ýsa 5.728 kg
Skarkoli 4.513 kg
Gullkarfi 2.856 kg
Steinbítur 1.246 kg
Ufsi 496 kg
Þykkvalúra sólkoli 434 kg
Lúða 146 kg
Langa 86 kg
Skötuselur 28 kg
Samtals 24.848 kg

Skoða allar landanir »