60% meira af ferskum óunnum þorski úr landi

Þorskurinn hefur lengi verið undirstaða íslensks sjávarútvegs. Heill ferskur þorskur …
Þorskurinn hefur lengi verið undirstaða íslensks sjávarútvegs. Heill ferskur þorskur er nú fkuttur úr landi sem aldrei fyrr. Ljósmynd/Brynjar Gauti

Ferskur heill þorskur er stærsti útflutningsvöruflokkur í magni meðal sjávarafurða á þessu ári, samkvæmt greiningu Sea Data Center. Þar segir að 14,65 þúsund tonn af heilum ferskum þorski hafi verið flutt úr landi frá janúar til október þessa árs. Það er um 58% aukning frá sama tímabili 2019 er flutt voru út 9,23 þúsund tonn. Þá hefur aukningin verið 297% frá árinu 2012.

Heildarútflutningur þorskafurða á fyrstu tíu mánuðum ársins nam 116 þúsund tonnum og er það 4% meira en á sama tíma í fyrra. Óunninn ferskur þorskur er nú 12,6% af heildarútflutningi þorskafurða og hefur það hlutfall aukist á undanförnum árum, var 5,8% árið 2016 og 8,2% í fyrra.

Þessi þróun virðist hafa bitnað á öðrum vöruflokkum og hefur á fyrstu tíu mánuðum orðið samdráttur í útflutningi annarra þorskafurða. Þannig hefur 18% minna af frosnum flökum verið flutt úr landi, 11% minna af sjófrystum flökum auk þess sem 38% samdráttur hefur orðið í söltuðum frystum flökum.

Danir umfangsmestir

Heill ferskur þorskur hefur á fyrstu tíu mánuðum ársins skilað 44 milljónum evra í útflutningsverðmæti, jafnvirði tæpra 6,9 milljarða króna, sem setur vöruflokkinn í sjöunda sæti í útflutningsverðmæti sjávarafurða. Þá telja greinendur Sea Data Center að aukið útflutt magn af óunnum þorski megi ekki rekja til aukinnar eftirspurnar eftir vörunni á erlendum mörkuðum þar sem meðalverð hefur lækkað um 15%, sem er mesta verðlækkun nokkurs vöruflokks.

Viðtakendur óunna þorsksins eru aðallega í Danmörku og hefur útflutningur vörunnar þangað aukist um 500% og til Hollands um 170%, en dregist saman um 22% til Bretlands. Til Danmerkur fer um þriðjungur af ferskum óunnum þorski, fjórðungur til Hollands og um fimmtungur til Bretlands.

Verulegur verðmunur

Í fyrra var umfangsmesta útflutningsvaran ferskir þorskskammtar, bæði hvað varðar magn og verðmæti, og voru 17 þúsund tonn í þeim vöruflokki flutt úr landi. Meðalverð þessara vara var um 11 evrur á kíló sem var jafnframt hæsta verð sem fékkst fyrir sjávarafurð í fyrra, að því er segir í greiningu Sea Data Center. Þetta er sérlega athyglisvert þar sem meðalverð ferska óunna þorsksins hafi verið um þrjár evrur á kíló á fyrstu tíu mánuðum ársins.

Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Um er að ræða verulega breytingu á útflutningi sjávarafurða milli ára en ferskir skammtar af þorski hafa verið mikilvægasta útflutningsvaran allt frá árinu 2016. Næstu þrjár útflutningsvörurnar 2019 ef litið er til útflutts magns eru frosin flök, saltaður þorskur og svo fersk flök, en þau hafa verið næstverðmætasta útflutningsvaran. „Þetta sýnir áhersluna á verðmætasköpun [innanlands] í andstæðu við suma keppinauta Íslands á mörkuðum,“ segir í greiningunni.

Þrátt fyrir þessa þróun virðist sem Íslendingar hafi fengið umtalsvert meira fyrir hvert útflutt kíló af þorski en Norðmenn fyrstu átta mánuði ársins. Eins og kom fram í umfjöllun 200 mílna í síðasta mánuði skilaði hvert útflutt kíló af þorskafurðum Íslendingum 6,13 evrum í útflutningsverðmæti að meðaltali, en Norðmönnum aðeins 4,72 evrum.

Þá var helsta útflutningsvara Norðmanna á þessu tímabili heill frosinn þorskur en heilan þorsk var ekki að finna meðal þriggja stærstu vöruflokka sjávarafurða Íslendinga. Verður því að álykta að heill ferskur þorskur hafi tekið fram úr öðrum þorskafurðum á aðeins tveimur mánuðum.

Óútskýrð aukning

Í apríl var gerði Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri skýrslu um útflutning á óunnum fiski fyrir atvinnuvegaráðuneytið. Fram kom að mikil aukning hefði átt sér stað í útflutningi óunnins fisks sem keyptur er á fiskmörkuðum.

Þá séu mörg fyrirtækjanna sem kaupa á fiskmörkuðum ekki með neina fiskvinnslu í rekstri heldur eru þau umboðsaðilar sem með skipulögðum hætti kaupa fisk sem ætlaður er til vinnslu erlendis. Þessi fyrirtæki eru einnig þau sem hafa keypt mest í beinum viðskiptum við útgerðir.

Hvort umboðsfyrirtækin séu virkari á þessu ári en í fyrra er ekki vitað og liggja ekki fyrir skýringar á þessum öra vexti í útflutningi á óunnum ferskum þorski. En eins og fyrr segir bendir verðhjöðnun til þess að þetta sé ekki spurning um aukna eftirspurn. Hugsanlegt er að skýringin kunni að tengjast kórónuveirufaraldrinum og þeim breyttu aðstæðum sem skapast hafa bæði innanlands og utan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.24 483,02 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.24 455,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.24 225,04 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.24 252,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.4.24 257,55 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.24 256,86 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.24 209,29 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 2.984 kg
Ýsa 28 kg
Karfi 21 kg
Grálúða 6 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 3.043 kg
16.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 337 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 358 kg
16.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 2.281 kg
Þorskur 409 kg
Skarkoli 46 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 2.763 kg
16.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 1.002 kg
Þorskur 141 kg
Samtals 1.143 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.24 483,02 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.24 455,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.24 225,04 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.24 252,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.4.24 257,55 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.24 256,86 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.24 209,29 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 2.984 kg
Ýsa 28 kg
Karfi 21 kg
Grálúða 6 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 3.043 kg
16.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 337 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 358 kg
16.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 2.281 kg
Þorskur 409 kg
Skarkoli 46 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 2.763 kg
16.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 1.002 kg
Þorskur 141 kg
Samtals 1.143 kg

Skoða allar landanir »