Kaupa bát og fjölga starfsfólki á Tálknafirði

Vegna aukinna umsvifa í kjölfar nýrra þjónustusamninga við fiskeldisfyrirtækin Arctic …
Vegna aukinna umsvifa í kjölfar nýrra þjónustusamninga við fiskeldisfyrirtækin Arctic Fish og Arnarlax hefur Sjótækni á Tálknafirði fjárfest í nýjum Catamaran NABCAT 1510 DD frá Moen Marin í Noregi. Mynd/Moen Marin

Sjótækni á Tálknafirði undirritaði nýverið þjónustusamning við fiskeldisfyrirtækin Arnarlax og Arctic Fish og snýr samningurinn að þrifum á nótapokum í sjó, eftirliti, köfunarþjónustu, þrifum á kvíum og þjónustu sérhæfðra báta., að því er segir í fréttatilkynningu.

Samningarnir eru til 2024  og er lagt upp með að gera samning til lengri tíma þannig að Sjótækni gefist tækifæri til að fjárfesta í frekari búnaði. Meðal helstu fjárfestinga á döfinni er nýr vinnubátur, en þegar hefur verið samið um smíði hans í Noregi „Um er að ræða öflugan vinnubát sem sinnt getur þjónustu við fiskeldismannvirkin og unnið við uppsetningu nýrra kvía og festinga þeirra ásamt margskonar öðrum verkefnum sem Sjótækni fæst við,“ segir í tilkynningunni.

Starfsmenn úr 15 í 20

Vinnubáturinn er af gerðinni Catamaran NABCAT 1510 DD frá Moen Marin í Noregi og er fimmtán metra langur og tíu metra breiður. Þá segir í tilkynningunni að báturinn sé „tvíbytna og búinn öflugum vélum ásamt krönum og búnaði til að setja út og strekkja kerfisfestingar fyrir kvíar. Góð aðstaða verður fyrir áhöfnina um borð og mun báturinn auðvelda alla vinnu hjá Sjótækni við fiskeldið. Von er á bátnum til Íslands í mars.“

Sjótækni er sérhæft þjónustufyrirtæki fyrir hafnsækinn iðnað uppsetningu, eftirliti, viðhaldi og þjónustu við ýmiskonar mannvirki í sjó og vatni fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög ásamt því að reka köfunarþjónustu. Aðalstarfsstöð Sjótækni er á Tálknafirði og hjá fyrirtækinu starfa um 15 manns en áætlað að þeim fjölgi í 20 manns næsta sumar.

Nýjum samningum fagnað við undirritun, frá vinstri Egill Ólafsson, Arctic …
Nýjum samningum fagnað við undirritun, frá vinstri Egill Ólafsson, Arctic fish, Sten Ove Tveiten, Arctic fish, Rolf Ørjan Nordli, Arnarlax, Kjartan Jakob Hauksson, Sjótækni, Björgvin Gestsson, Sjótækni og Gunnar Skúlason Sjótækni. Ljósmynd Neil Shiran Þórisson, Arctic fish. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.1.21 306,58 kr/kg
Þorskur, slægður 18.1.21 279,43 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.1.21 292,46 kr/kg
Ýsa, slægð 18.1.21 258,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.1.21 129,71 kr/kg
Ufsi, slægður 18.1.21 142,38 kr/kg
Djúpkarfi 4.1.21 0,00 kr/kg
Gullkarfi 18.1.21 158,62 kr/kg
Litli karfi 8.1.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.1.21 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.1.21 Kristján HF-100 Lína
Langa 344 kg
Keila 139 kg
Ufsi 76 kg
Steinbítur 50 kg
Þorskur 28 kg
Karfi / Gullkarfi 9 kg
Samtals 646 kg
18.1.21 Daðey GK-777 Lína
Þorskur 3.495 kg
Ýsa 2.400 kg
Samtals 5.895 kg
18.1.21 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 8.686 kg
Ýsa 279 kg
Samtals 8.965 kg
18.1.21 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 1.503 kg
Langa 83 kg
Ufsi 77 kg
Keila 74 kg
Steinbítur 73 kg
Þorskur 56 kg
Samtals 1.866 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.1.21 306,58 kr/kg
Þorskur, slægður 18.1.21 279,43 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.1.21 292,46 kr/kg
Ýsa, slægð 18.1.21 258,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.1.21 129,71 kr/kg
Ufsi, slægður 18.1.21 142,38 kr/kg
Djúpkarfi 4.1.21 0,00 kr/kg
Gullkarfi 18.1.21 158,62 kr/kg
Litli karfi 8.1.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.1.21 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.1.21 Kristján HF-100 Lína
Langa 344 kg
Keila 139 kg
Ufsi 76 kg
Steinbítur 50 kg
Þorskur 28 kg
Karfi / Gullkarfi 9 kg
Samtals 646 kg
18.1.21 Daðey GK-777 Lína
Þorskur 3.495 kg
Ýsa 2.400 kg
Samtals 5.895 kg
18.1.21 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 8.686 kg
Ýsa 279 kg
Samtals 8.965 kg
18.1.21 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 1.503 kg
Langa 83 kg
Ufsi 77 kg
Keila 74 kg
Steinbítur 73 kg
Þorskur 56 kg
Samtals 1.866 kg

Skoða allar landanir »