Sveigjanleiki kvótakerfisins mikill kostur

Með því að leyfa tegundatilfærslu er verið að auka þrýsting …
Með því að leyfa tegundatilfærslu er verið að auka þrýsting á stofna þar sem skapast hvati til að veiða meira af ákveðnum tegundum en öðrum, segir doktorsneminn Maartje Oostdijk. Kristinn Magnússon

Íslenska kvótakerfið gerir útgerðum kleift að mæta þeirri áskorun sem fylgir því að stjórna ekki hvaða tegundir rata í veiðarfærin og er því hægt að hámarka nýtingu aflaheimilda. Á sama tíma getur regluverkið sem veitir sveigjanleikann ýtt undir veiðar umfram vísindalega ráðgjöf. Lagt er til að draga úr svokallaðri tegundatilfærslu og auka þess í stað notkun tilfærslu aflaheimilda milli fiskveiðiára.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í vísindagrein um tilfærslur í botnfiskveiðum á Íslandi sem birt var í Proceedings of the National Academy of the Sciences í haust. Maartje Oostdijk, doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands og einn höfunda greinarinnar, segir meðal annars áhugann á fiskveiðistjórnunarkerfum hafa hvatt sig til náms hér á landi og er greinin hluti af doktorsritgerð hennar.

Það er auðvitað vonlaust að vita fyrirfram hvað kemur úr …
Það er auðvitað vonlaust að vita fyrirfram hvað kemur úr sjó þegar trollið er dregið. Ljósmynd/Ægir Gunnarsson

„Mér þótti kjörið tækifæri að skoða svona tilfærslukerfi því það eru fleiri kerfi í heiminum sem veita fiskveiðimönnum heimild til þess að aðlaga aflann sem hefur verið veiddur að veiðiheimildunum, en kerfið á Íslandi er með þeim umfangsmestu auk þess sem til er gríðarlegt magn af gögnum. Það góða við íslenska kerfið er að það er öflug skráning gagna. Það eru til að mynda skráðar upplýsingar jafn óðum hjá Fiskistofu og þannig er töluvert af gögnum sem vísindamenn geta skoðað og lagt mat á kerfið,“ segir Maartje.

Tilfærsla eykur þrýsting á stofna

„Við vildum sérstaklega skoða þann hluta fiskveiðigervisins sem snýr að tegundatilfærslum þar sem grunur var um að það gæti leitt til veiði umfram ráðlagt aflamark, því það hefur verið tilfellið innan annarra kerfa í heiminum sem einnig hafa heimilað tegundatilfærslur en víða hefur verið ákveðið að hætta því,“ útskýrir hún.

Þá sé það vissulega tilfellið að í gegnum tíðina hafa verið sett strangari skilyrði fyrir nýtingu tegundatilfærslukerfisins í þeim tilgangi að reyna að rúma tilfærsluna innan vísindalegs ráðlagðs aflamarks. Hins vegar sé það svo að með því að leyfa tegundatilfærslu er verið að auka þrýsting á stofna þar sem skapast hvati til að veiða meira af ákveðnum tegundum en öðrum. Gæti það verið vegna þess að aðstæður veiða eru þannig að hagkvæmara sé að veiða ákveðna tegund eða einfaldlega að önnur tegund sé verðmætari.

Notuð í hagnaðarskyni

Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið heimilar útgerðum að ákveða samsetningu veiðiheimilda á skipum sínum, en það er eðli fiskveiða að það er ávallt óvitað hver samsetning aflans er áður en hann kemur úr sjó. Útgerðir geta brugðist við þessu með sölu eða leigu aflaheimilda, auk þess sem heimilt er að færa aflaheimildir og þannig fullnýta kvóta og komast hjá brottkasti.

Tvær leiðir eru færar þegar tilfærslur eru annars vegar en þær eru háðar ströngum skilyrðum. Í fyrsta lagi er hægt að færa aflaheimildir milli fiskveiðiára og í annan stað er hægt að nýta veiðiheimildir í öðrum tegundum með svokallaðri tegundatilfærslu.

Í gegnum tilfærslu aflaheimilda er hægt að tryggja betri nýtingu …
Í gegnum tilfærslu aflaheimilda er hægt að tryggja betri nýtingu þeirra. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Þegar afli er skráður í kerfi Fiskistofu gerist tegundatilfærslan sjálfvirkt og verður breyting úr einni tegund í aðra samkvæmt þorskígildum sem eru föst fyrir hvert fiskveiðiár og fylgja því ekki verðsveiflum innan fiskveiðiársins. Það er þetta sem getur orðið til þess að einhverjir sjá hag sinn í að veiða meira af einni tegund fram yfir aðra, sem um sinn getur leitt til ofveiði og versta tilfelli hruns stofns.

Samkvæmt niðurstöðum vísindagreinarinnar er margt sem bendir til þess að tegundatilfærslan sé oft fremur notuð til að ná fram aukinni hagkvæmni veiða en til að bregðast við óvæntum afla. Maartje segir ofveiði innan kerfisins takmarkaða, en bendir á að oft hefur verið farið yfir sett aflamark stjórnvalda. „Tilhneigingin er að nýta tilfærsluna til að færa aflaheimildir úr minni stofnum yfir í stærri. Til að mynda hefur tilfærsla yfir í ýsu verið nokkur en þó ekki þannig að aflinn sé það mikið yfir settu aflamarki að það sé í miklu hlutfalli,“ útskýrir hún.

Kallar á breytingar

„Niðurstaða greinarinnar er að kerfið heldur þó nokkuð góðu jafnvægi milli kröfu sjávarútvegsins um sveigjanleika og vistfræðilegra sjónarmiða. Hins vegar leggjum við til nokkrar tillögur að umbótum,“ segir Maartje.

Meðal tillagna höfunda vísindagreinarinnar eru að heimildir útgerða til færslu aflamarks milli fiskveiðiára séu nýttar til fulls áður en heimilt sé að grípa til tegundatilfærslu. Það er einnig lagt til að sett séu mörk á hversu miklum heimildum sé hægt að bæta við í ákveðnum tegundum. „Ég veit svo sem ekki hvernig greinin tekur þessum hugmyndum en þetta er líklegt til þess að draga úr þeirri vá sem steðjar að ýmsum stofnum, til að mynda hlýra,“ fullyrðir Maartje.

Þorskurinn er undirstaðan í fiskveiðistjórnunarkerfi Íslendinga.
Þorskurinn er undirstaðan í fiskveiðistjórnunarkerfi Íslendinga. mbl.is/Golli

Hún segir marga kosti við kvótakerfi með framseljanlegum aflaheimildum þar sem brottkast er bannað en bendir á að það sé háð sveigjanleika til þess að það skili þeim árangri sem því er ætlað. Spurð hvort þróunin í heiminum sé í átt að upptöku slíkra kvótakerfa segir Maartje svo vera. „Það er greinileg hreyfing í átt að upptöku slíkra kerfa á heimsvísu. Þannig að svarið er já. Það er áhugi fyrir þessum kerfum, en þessi fiskveiðikerfi hafa ekki fengið jafn góðar móttökur alls staðar.“

Þá sýna niðurstöður rannsóknarinnar einnig að fiskveiðistjórnunarkerfi þurfa að vera aðlöguð því vistkerfi sem þau eiga að stýra. Vísað er meðal annars til þess að þorskurinn sé burðarstykkið í greininni og þar af leiðandi í kerfinu. Sé slíkt ekki til staðar geti kerfið leitt til ofveiða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.6.21 358,94 kr/kg
Þorskur, slægður 14.6.21 394,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.6.21 476,19 kr/kg
Ýsa, slægð 14.6.21 317,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.6.21 115,03 kr/kg
Ufsi, slægður 14.6.21 129,86 kr/kg
Djúpkarfi 11.6.21 161,54 kr/kg
Gullkarfi 14.6.21 183,96 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg
Blálanga, slægð 14.6.21 262,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.6.21 Sólfaxi SK-080 Handfæri
Þorskur 718 kg
Samtals 718 kg
15.6.21 Bonný ST-045 Handfæri
Þorskur 772 kg
Samtals 772 kg
15.6.21 Sæborg ST-034 Handfæri
Þorskur 769 kg
Samtals 769 kg
15.6.21 Særós ST-207 Handfæri
Þorskur 774 kg
Samtals 774 kg
15.6.21 Sæbyr ST-025 Handfæri
Þorskur 777 kg
Samtals 777 kg
14.6.21 Gulltindur ST-074 Handfæri
Þorskur 775 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.6.21 358,94 kr/kg
Þorskur, slægður 14.6.21 394,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.6.21 476,19 kr/kg
Ýsa, slægð 14.6.21 317,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.6.21 115,03 kr/kg
Ufsi, slægður 14.6.21 129,86 kr/kg
Djúpkarfi 11.6.21 161,54 kr/kg
Gullkarfi 14.6.21 183,96 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg
Blálanga, slægð 14.6.21 262,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.6.21 Sólfaxi SK-080 Handfæri
Þorskur 718 kg
Samtals 718 kg
15.6.21 Bonný ST-045 Handfæri
Þorskur 772 kg
Samtals 772 kg
15.6.21 Sæborg ST-034 Handfæri
Þorskur 769 kg
Samtals 769 kg
15.6.21 Særós ST-207 Handfæri
Þorskur 774 kg
Samtals 774 kg
15.6.21 Sæbyr ST-025 Handfæri
Þorskur 777 kg
Samtals 777 kg
14.6.21 Gulltindur ST-074 Handfæri
Þorskur 775 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »