Bjartsýn á loðnufund

Áætlað yfirferðasvæði loðnumælinga fimm skipa sem hefst í dag.
Áætlað yfirferðasvæði loðnumælinga fimm skipa sem hefst í dag. Mynd af heimasíðu Hafrannsóknarstofnunnar

„Árni og Bjarni lögðu úr höfn rétt fyrir klukkutíma, tækin í hinum skipunum voru kvörðuð í gær. Svo að þetta er allt að fara af stað,“ sagði Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í samtali við mbl.is um loðnumælingu sem hefst í dag og áætlað er að taki um viku.

Hægt er að fylgjast með för skipanna sem taka þátt í mælingunni hér.

Skip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, verða bæði í rallinu ásamt Ásgrími Halldórssyni SF í eigu Skinneyjar-Þinganess, Aðalsteini Jónssyni SU í eigu Eskju og grænlenska skipinu Polar Amaroq sem er að hluta í eigu Síldarvinnslunnar. 

„Það eina sem truflar okkur núna er að það er talsvert af ís úti fyrir Vestfjörðum,“ sagði Sigurður. 

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.
Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Ljósmynd/Aðsend

Spenningur fyrir loðnu

Hann segir Hafrannsóknastofnun fá margar ábendingar um loðnu þegar sjómenn verða hennar varir enda mikið í húfi. „Það má ekki sjást ein eða tvær loðnur, og ekki loðna í þorskmaga á þessum tíma árs, án þess að við fáum fréttir af því, það er spenningur,“ sagði Sigurður.

Hann segir bæði unga loðnu og fullorðna loðnu norður og vestur af landinu. Farið var í loðnuleiðangur í desember sem skilaði 22 þúsund tonnum í ráðgjöf. Haldist sú staða óbreytt fer sú úthlutun að mestu eða öllu til Norðmanna.

„Menn eru nokkuð bjartsýnir á að það hafi verið loðna undir ísnum við Vestfirði og að öllu jöfnu á töluvert eftir að koma upp á grunnið fyrir norðan.“

Breytt gengd

„Loðna sem kemur núna til hrygningar og þá til veiða var mæld í fyrra. Það var þokkaleg mæling en mikil óvissa. Ungloðnan sem við mældum í haust lofar góðu fyrir næsta ár, þannig að það horfir vel með þá vertíð,“ sagði Sigurður.

Hvernig hefur gengd loðnu breyst?

Áður fyrr ólst loðnan upp fyrir norðan land og þá var gjarnan farið og hún mæld. Núna er hún komin miklu norðar og miklu vestar, upp við Grænland norðan við Scoresbysund. Hún er dreifðari og minna af henni svo að það er vandasamt að mæla hana.

Er hún ekki líka að ganga síðar?

„Jú, það að hún hafi mælst núna í desember er frekar snemmt miðað við síðustu ár. Svo að við erum að vona að það sé meira af henni.“

Sigurður segir nánast öruggt að mælt verði aftur seinna í janúar eða byrjun febrúar en bætast þarf nokkuð í mælingar svo að hægt sé að gera góða loðnuvertíð í vetur. 

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.4.21 292,63 kr/kg
Þorskur, slægður 13.4.21 360,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.4.21 440,13 kr/kg
Ýsa, slægð 13.4.21 340,78 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.4.21 168,20 kr/kg
Ufsi, slægður 13.4.21 167,53 kr/kg
Djúpkarfi 6.4.21 30,00 kr/kg
Gullkarfi 13.4.21 199,56 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.4.21 Blíðfari HU-052 Handfæri
Þorskur 402 kg
Samtals 402 kg
13.4.21 Straumur ST-065 Grásleppunet
Grásleppa 2.142 kg
Þorskur 480 kg
Skarkoli 12 kg
Samtals 2.634 kg
13.4.21 Marvin NS-550 Grásleppunet
Grásleppa 1.486 kg
Þorskur 488 kg
Skarkoli 161 kg
Samtals 2.135 kg
13.4.21 Jón Bjarni BA-050 Grásleppunet
Grásleppa 1.731 kg
Þorskur 82 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 1.829 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.4.21 292,63 kr/kg
Þorskur, slægður 13.4.21 360,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.4.21 440,13 kr/kg
Ýsa, slægð 13.4.21 340,78 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.4.21 168,20 kr/kg
Ufsi, slægður 13.4.21 167,53 kr/kg
Djúpkarfi 6.4.21 30,00 kr/kg
Gullkarfi 13.4.21 199,56 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.4.21 Blíðfari HU-052 Handfæri
Þorskur 402 kg
Samtals 402 kg
13.4.21 Straumur ST-065 Grásleppunet
Grásleppa 2.142 kg
Þorskur 480 kg
Skarkoli 12 kg
Samtals 2.634 kg
13.4.21 Marvin NS-550 Grásleppunet
Grásleppa 1.486 kg
Þorskur 488 kg
Skarkoli 161 kg
Samtals 2.135 kg
13.4.21 Jón Bjarni BA-050 Grásleppunet
Grásleppa 1.731 kg
Þorskur 82 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 1.829 kg

Skoða allar landanir »