Farsæll SH kom til hafnar í Grundarfirði í dag með 54 tonna afla og var uppistaðan þorskur, ýsa og steinbítur. Haft er eftir Stefáni Viðari Ólasyni stýrimanni á vef FISK Seafood að veiðin hafi mátt vera betri.
„Við vorum sex daga í þessari veiðiferð og fimm daga á veiðum. Í þessum túr vorum við á veiðum á Grunnslóðinni út af Vestfjörðum. Það var enginn kraftur í veiðunum þennan túrinn. Veðrið var fínt í þessum túr fyrir utan einn dag en þá kom smá norðaustanskot sem varði bara í nokkrar klukkustundir,“ segir Stefán Viðar.