Það var kaldi á norðanverðum Breiðafirði síðdegis á mánudag þegar línubáturinn Sverrir SH lagði frá bryggju og hélt til veiða. Um svipað leiti kom netabáturinn Ólafur Bjarnarson að landi með 10 tonn.
Að sögn hafnarvarðar í Ólafsvík hefur afli neta og línubáta verið ágætur að undanförnu en afli dragnótabáta hefur verið frekar dræmur að undanförnu.
Andri Steinn Benediktsson, framkvæmdastjóri fiskmarkaðar Snæfellsbæjar, segir fiskverð hafa dalað aðeins að undanförnu vegna aukins framboðs á mörkuðum og vegna ástandsins á mörkuðum á Englandi vegna kórónuveirufaraldursins.