Heildarafli 27 þúsund tonnum minni 2020

Uppsjávarskipin voru með rúmlega heildarafla íslenska flotans í fyrra. Uppsjávaraflinn …
Uppsjávarskipin voru með rúmlega heildarafla íslenska flotans í fyrra. Uppsjávaraflinn nam 529 þúsund tonnum. mbl.is/Árni Sæberg

Heildarafli íslenskra fiskiskipa árið 2020 nam 1.021 þúsund tonnum sem er 3% minna en árið 2019 þegar heildarafli nam 1.048 þúsund tonnum. Samdráttur varð í flestum tegundum samkvæmt tölum Hagstofu Íslands og var uppsjávarafli rúmlega helmingur heildaraflans.

Þorskaflinn 2020 var tæp 277 þúsund tonn sem er rúmlega 1% meira en hann var 2019. Þá var landað 54 þúsund tonnum af ýsu í fyrra sem er 7% minna en árið á undan, 52 þúsund tonnum af karfa sem er 3% minna en 2019 og rúmlega 50 þúsund tonnum af ufsa sem er 14 þúsund tonnum eða 22% minna en árið á undan. Í heild nam botnfiskaflinn í fyrra 463.176 tonnum en hann var 481.512 tonn 2019.

Mikil aukning í makríl

Engin loðna var veidd eins og árið á undan og dróst uppsjávaraflinn saman um tæpt prósent og nam ríflega 529 þúsund tonnum. Þar af var síld 134 þúsund tonn sem er 3% minna en 2019 og kolmunni 243 þúsund tonn sem er 9% minna en árið 2019. Samdrátturinn í kolmunna er sá mesti í einni tegund milli áranna og nemur hann 24 þúsund tonnum.

Hins vegar náði íslenski flotinn töluvert af makríl og nam makrílaflinn 151 þúsund tonnum árið 2020 en var einungis 128 þúsund tonn árið 2019. Aukningin milli ára nemur því rúmum 23 þúsund tonnum eða 18%.

Verulegur samdráttur varð í skel- og krabbadýrum og dróst afli saman um 51%.

Meiri afli í desember

Heildarafli flotans í desember 2019 var rúmlega 63 þúsund tonn en nam rúmlega 73 þúsund tonnum desember síðastliðinn og jókst þannig um 16% milli áranna. Uppsjávarafli jókst úr tæpum 34 þúsund tonnum í desember 2019 í 41 þúsund tonn í desember 2020 sem er 22% magnaukning í desembermánuði. Botnfiskafli var um 32 þúsund tonn og þar af var þorskur rúm 18 þúsund tonn, um 10% meira en í desember 2019.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.6.21 301,20 kr/kg
Þorskur, slægður 21.6.21 310,61 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.6.21 431,43 kr/kg
Ýsa, slægð 21.6.21 230,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.6.21 92,43 kr/kg
Ufsi, slægður 21.6.21 115,77 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 21.6.21 146,79 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.6.21 213,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.6.21 Esjar SH-075 Dragnót
Ýsa 2.302 kg
Skarkoli 802 kg
Steinbítur 123 kg
Ufsi 102 kg
Þorskur 57 kg
Samtals 3.386 kg
21.6.21 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Þorskur 1.595 kg
Ýsa 745 kg
Steinbítur 346 kg
Samtals 2.686 kg
21.6.21 Fannar EA-029 Handfæri
Þorskur 584 kg
Ufsi 84 kg
Gullkarfi 10 kg
Samtals 678 kg
21.6.21 Sæbjörg EA-184 Þorskfisknet
Þorskur 3.516 kg
Gullkarfi 76 kg
Ufsi 48 kg
Samtals 3.640 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.6.21 301,20 kr/kg
Þorskur, slægður 21.6.21 310,61 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.6.21 431,43 kr/kg
Ýsa, slægð 21.6.21 230,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.6.21 92,43 kr/kg
Ufsi, slægður 21.6.21 115,77 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 21.6.21 146,79 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.6.21 213,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.6.21 Esjar SH-075 Dragnót
Ýsa 2.302 kg
Skarkoli 802 kg
Steinbítur 123 kg
Ufsi 102 kg
Þorskur 57 kg
Samtals 3.386 kg
21.6.21 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Þorskur 1.595 kg
Ýsa 745 kg
Steinbítur 346 kg
Samtals 2.686 kg
21.6.21 Fannar EA-029 Handfæri
Þorskur 584 kg
Ufsi 84 kg
Gullkarfi 10 kg
Samtals 678 kg
21.6.21 Sæbjörg EA-184 Þorskfisknet
Þorskur 3.516 kg
Gullkarfi 76 kg
Ufsi 48 kg
Samtals 3.640 kg

Skoða allar landanir »