Minna á að vörusvik við sölu hrogna séu bönnuð

Hrognin eru vinsæl meðal margra, en töluverðar reglur gilda um …
Hrognin eru vinsæl meðal margra, en töluverðar reglur gilda um meðhöndlun, vinnslu og sölu þeirra. mbl.is/Árni Sæberg

Í tilefni af hrognavertíðinni vill Matvælastofnun (MAST) minna á að ekki sé heimilt að selja hrogn sem þorskhrogn nema um hrogn úr þorski sé að ræða. Engin dæmi eru þó um að slík vörusvik hafi nokkurn tíma átt sér stað.

„Halda skal mismunandi tegundum aðskildum ef selja á hrogn undir fisktegundaheiti. Ef hrogn eru seld sem þorskhrogn (Gadus morhua) eiga það að vera hrogn úr þorski. Ef tegundum er blandað saman skal merkja þau sem blönduð hrogn og tilgreina tegundir. Annað er blekkjandi fyrir kaupendur,“ segir í færslu á vef MAST.

Ekkert dæmi nýlega eða til lengri tíma

Á grundvelli þessa sendi 200 mílur fyrirspurn til MAST þar sem spurt var hvort hvort tilvik hafa komið upp þar sem ákvæðum laga og reglna sé ekki fylgt, hversu algengt það er og hvort slíkt hafi gerst nýlega. Í svari stofnunarinnar segir: „Það hafa ekki komið upp nein tilvik þar sem þessu er ekki fylgt hvorki nýlega eða til lengri tíma litið.  Okkur þótti  engu að síður ástæða að árétta þetta.“

Fram kemur í færslunni á vef stofnunarinnar að mikilvægast sé við meðhöndlun hrogna að „rétt sé staðið að meðferð og frágangi við slægingu um borð í skipum eða slægingarstöð. […] Allir aðilar sem koma að meðferð og dreifingu matvæla eru ábyrgir fyrir réttri meðferð sem tryggir öryggi og gæði matvæla.“

Ekki má selja önnur hrogn en þau úr þorski sem …
Ekki má selja önnur hrogn en þau úr þorski sem þorskhrogn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þá er sérstaklega minnt á að helstu ákvæði gildandi reglugerða um veiðar og vinnslu:

  • Gera skal að afla eins fljótt og kostur er
  • Blóðga skal fisk þegar hann er dreginn um borð og láta blæða í ísbaði (rennandi vatni/sjó)
  • Slæging skal fara fram að lokinni blóðgun
  • Þá hluta aflans, sem ætlaðir eru til manneldis, skal þvo vandlega og aðskilja frá óætum hlutum
  • Kæla skal afurðirnar; fisk, hrogn og lifur, sem næst hitastigi bráðnandi íss með ísun, eða frysta
  • Verja skal allar afurðir fyrir veðri og vindum
  • Eigi að nýta hrogn og lifur til manneldis skal flokka afurðir  eftir fisktegund 

Jafnframt þurfi að huga að sérstökum atriðum til að tryggja lifrar og hrogna:

  • Vanda slægingu, svo hrogn og lifur séu eins heil og kostur er
  • Varast að rjúfa himnuna sem myndar hrognasekkinn og ver hrognin
  • Varast  að láta meltingarensím s.s. gall leika um afurðirnar
  • Nota minni ílát svo komist verði hjá því að hrognasekkurinn gefi sig undan þrýstingi
  • Nota krapa til kælingar
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 438,33 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 564,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,59 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,07 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 167,89 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,27 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.074 kg
Þorskur 126 kg
Skarkoli 31 kg
Ýsa 7 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.240 kg
24.4.24 Kristín Óf 49 Grásleppunet
Þorskur 288 kg
Skarkoli 82 kg
Ufsi 58 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 463 kg
24.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 1.994 kg
Þorskur 96 kg
Samtals 2.090 kg
24.4.24 Dagur SI 100 Grásleppunet
Grásleppa 763 kg
Þorskur 209 kg
Ufsi 28 kg
Skarkoli 28 kg
Steinbítur 14 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 1.044 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 438,33 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 564,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,59 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,07 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 167,89 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,27 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.074 kg
Þorskur 126 kg
Skarkoli 31 kg
Ýsa 7 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.240 kg
24.4.24 Kristín Óf 49 Grásleppunet
Þorskur 288 kg
Skarkoli 82 kg
Ufsi 58 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 463 kg
24.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 1.994 kg
Þorskur 96 kg
Samtals 2.090 kg
24.4.24 Dagur SI 100 Grásleppunet
Grásleppa 763 kg
Þorskur 209 kg
Ufsi 28 kg
Skarkoli 28 kg
Steinbítur 14 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 1.044 kg

Skoða allar landanir »