Yfir 300 þúsund stórhveli í N-Atlantshafi

Steypireyður blæs við hlið hvalaskoðunarbátsins Falds á Skjálfandaflóa. Mikil fjöldi …
Steypireyður blæs við hlið hvalaskoðunarbátsins Falds á Skjálfandaflóa. Mikil fjöldi stórhvela er sagður vera í norðanverðu Atlantshafi. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Áætla má að alls séu yfir 300 þúsund stórhveli í norðanverðu Atlantshafi. Langreyðar eru taldar vera um 47 þúsund og hnúfubakar nálægt 20 þúsundum, svo dæmi séu tekin. Byggt er á niðurstöðum nýlegrar talninga Norðmanna og tölum frá Íslendingum og Færeyingum frá 2015. Einhver skörun getur verið á milli svæða.

Á hafsvæði frá ströndum Noregs, vestur fyrir Jan Mayen, langt norður í Barentshaf og að ströndum Grænlands norðan Íslands telja Norðmenn vera um 600 þúsund hvali af mörgum tegundum og stærðum. Af þessum fjölda eru um 150 þúsund stórhveli, en 450 þúsund minni dýr. Á því svæði sem Íslendingar telja, síðast 2015, má áætla að hafi verið um 160 þúsund stórhveli.

Áætlað að um 20 þúsund hnúfubakar séu í norðanverðu Atlantshafi.
Áætlað að um 20 þúsund hnúfubakar séu í norðanverðu Atlantshafi. mbl.is/Sigurður Ægisson

Talningasvæði Norðmanna er stórt og er því skipt í sex minni einingar og þeir ná að fara yfir það á 5-6 árum, en birta árlega vinnuskýrslur af einstökum svæðum. Niðurstöður liggja nú fyrir á hvalatalningum áranna 2014-18 og samkvæmt þeim hefur fjöldi hvala ekki breyst mikið í heildina í nokkurn tíma.

Um 140 þúsund hrefnur

Alls voru taldar um 100 þúsund hrefnur á norska svæðinu og var þær að finna vítt og breitt á svæðinu, meðal annars við Jan Mayen. Norðmenn leggja mikla áherslu á talningu á hrefnu m.a. með hagsmuni veiðimanna í huga.

Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir að í þessum talningum Norðmanna hafi verið staðfest það sem áður kom fram í íslenskri talningu 2015 og 2016 að útbreiðsla hrefnu hafi að talsverðu leyti færst af íslenska landgrunninu og yfir á Jan Mayen-svæðið. Hann áætlar að hrefnufjöldinn í N-Atlantshafi, austan suðurodda Grænlands og norðan Skotlands, geti verið um 140 þúsund dýr, og ekki hafi orðið marktæk breyting á heildarsvæðinu.

Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.
Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Ljósmynd/Aðsend

Í samantekt á heimasíðu norsku hafrannsóknastofnunarinnar kemur fram að talin hafi verið um átta þúsund svínhveli (andarnefja og fleiri tegundir) og þau hafi einkum fundist á svæðinu milli Íslands, Jan Mayen og Svalbarða. Hnúfubakar halda sig oft í stórum flokkum og var þá m.a. að finna við Bjarnareyjar og Hopen við Svalbarða þar sem þeir sækja m.a. í dýrasvif og loðnu. Alls voru taldir um tíu þúsund hnúfubakar, að því er segir í samantektinni. Af öðrum stórhvelum má nefna að Norðmenn töldu tíu þúsund langreyðar og fimm þúsund búrhvali.

Um 15 þúsund háhyrningar eru taldir vera á talningarsvæðinu, m.a. meðfram ströndum Noregs og í Noregshafi, þar sem þeir sækja í uppsjávarfisk. Þá er talið að 250 þúsund hnísur hafi verið á norska svæðinu og 200 þúsund höfrungar.

Talið er að um 15 þúsund háhyrningar séu á talningasvæðinu.
Talið er að um 15 þúsund háhyrningar séu á talningasvæðinu. mbl.is/Þórir

Gísli segir að þegar komi að hvalatalningum sé talað um svæði Norðmanna í Atlantshafinu sem norðaustur-svæðið. Íslenska svæðið er hins vegar kennt við Mið-Norður-Atlantshaf og nær frá suðurodda Grænlands um Ísland, Færeyjar og til Jan Mayen í austri, en eyjan tilheyrir þó norska talningarsvæðinu. Hvalir eru einnig taldir við Færeyjar og Grænland og þá í samvinnu við Íslendinga.

Hann segir að stór hvalatalning hafi farið fram hér við land 2015, en vegna aðstæðna hafi hrefnur verið taldar á landgrunni Íslands ári síðar. Nú sé fyrirhugað að fara næst í stóra hvalatalningu hér við land 2023. Það sé í efri mörkum reglna Alþjóðahvalveiðiráðsins um hvalatalningar, því fari talningar ekki fram innan átta ára gæti það leitt til skerðinga á veiðikvóta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »