Tekið að lægja eftir skítaveður á Vestfjarðamiðum

Skipstjórinn á Vigra segir skítaveður hafa verið að undanförnu á …
Skipstjórinn á Vigra segir skítaveður hafa verið að undanförnu á Vestfjarðarmiðum. Aflinn er þó góður og hefur tekið að lægja í dag. Ljósmynd/Brim

Það hefur sem betur fer tekið að lægja í dag en leiðindaveður hefur verið á Vestfjarðamiðum að undanförnu. Þá var skítaveður á Víkurálssvæðinu í gær, að sögn Árna Gunnólfssonar skipstjóra á Vigra RE. Haft er eftir hann á vef Brims að leiðindatíð hefur verið frá því að togarinn millilandaði 690 tonnum í Reykjavík 20. janúar.

„Þetta eru mikil viðbrigði því það var einmunablíða fyrstu 17 daga veiðiferðarinnar. Við fórum frá Reykjavík í þennan fyrsta túr ársins þann 2. janúar og byrjuðum veiðar á suðvesturmiðum, á Tánni og Reykjanesgrunni. Þar var fín veiði. Við færðum okkur svo á Vestfjarðamið og fengum góðan afla. M.a. fórum við á Hampiðjutorgið til að reyna við grálúðu en þar var miklu meira af þorski en hentaði okkur,“ segir Árni.

Í skjól við Snæfellsjökul

Bræla var komin á Vestfjarðamiðum eftir millilöndunina í Reykjavík og var því haldið til veiða á suðvesturmið. „Við reyndum fyrir okkur á Reykjanesgrunni en veðrið versnaði þar skömmu síðar og því var um fátt annað að ræða en að skella sér aftur norður á Vestfjarðamið. Við urðum að stoppa í skjóli við Snæfellsjökul til að bíða af okkur versta veðrið á Vestfjarðamiðum og tækifærið var notað til að veiða nokkur tonn af gullkarfa,“ útskýrir Árni.

Sjómenn að störfum um borð í Vigra. Mynd úr safni.
Sjómenn að störfum um borð í Vigra. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Leiðindaveður var á Vestfjarðamiðum í gær að sögn Árna sem bætti við að aflinn væri þó ágætur þegar hægt er að veiða. „Það er búið að vera brjálað veður í lengri tíma á Halanum,“ segir hann en veður er mun betra í dag og spáð góðu á morgun.

„Við munum því halda áfram norður með kantinum og stefnan er sett á að veiða sem mest af ufsa. Við erum nú komnir með um 200 tonn af fiski eftir millilöndunina og höfum einhverja daga til að bæta við aflann. Stefnan er sett á löndun í Reykjavík á þriðjudaginn í næstu viku,“ sagði skipstjórinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,30 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,18 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,41 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,14 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 1.593 kg
Þorskur 132 kg
Skarkoli 89 kg
Ufsi 22 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.848 kg
25.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 1.552 kg
Þorskur 189 kg
Ufsi 46 kg
Samtals 1.787 kg
25.4.24 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 7.829 kg
Samtals 7.829 kg
25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,30 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,18 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,41 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,14 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 1.593 kg
Þorskur 132 kg
Skarkoli 89 kg
Ufsi 22 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.848 kg
25.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 1.552 kg
Þorskur 189 kg
Ufsi 46 kg
Samtals 1.787 kg
25.4.24 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 7.829 kg
Samtals 7.829 kg
25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg

Skoða allar landanir »