Heimila 11.000 tonn af frjóum laxi í Fáskrúðsfirði

Fiskeldi Austfjarða fær heimild til að hafa 11 þúsund tonn …
Fiskeldi Austfjarða fær heimild til að hafa 11 þúsund tonn af frjóum laxi í Fáskrúðsfirði. Fyrirtækinu var áður heimilt að vera með að hámarki 6 þúsund tonn af frjóum laxi og 5 þúsund tonn af ófrjóum laxi. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Á grundvelli uppfærðs áhættumats Hafrannsóknastofnunar vegna erfðablöndunar hefur Matvælastofnun (MAST) gert tillögu um að rekstrarleyfi Fiskeldis Austfjarða í Fáskrúðsfirði verði breytt þannig að fyrirtækið fái heimild til að hafa 11 þúsund tonn af frjóum laxi í firðinum, en eldra leyfi gerði ráð fyrir hámark frjós lax í firðinum væri 6 þúsund tonn.

Fram kemur á vef MAST að Fiskeldi Austfjarða hafi fengið rekstarleyfi 21. mars 2019 sem heimilaði 11.000 tonnahámarkslífmassa í firðinum, þar af mátti frjór lax vera að hámarki 6.000 tonn en 5.000 tonn væru þá ófrjór lax. Rekstrarleyfið samræmdist þágildandi áhættumati Hafrannsóknastofnunar vegna erfðablöndunar frá árinu 2017.

Uppfært áhættumat var gefið út í maí í fyrra og er það grundvöllur tillögu MAST um að heimila 11.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Fáskrúðsfirði. Einnig er byggt á tilkynningu Fiskeldis Austfjarða frá 2020 og ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 2021 um breytingu á staðsetningu eldissvæða og útsetningaráætlun í Fáskrúðsfirði.

Færa eldissvæðin

Þá heimilar rekstrarleyfið einnig færslu eldissvæðanna og verður eldissvæðið við Æðasker lagt af en þess í stað afmarkað nýtt eldissvæði í firðinum sunnanverðum sem kallast Einstigi. Einnig er gert ráð fyrir að flytja svæði við Höfðahúsabót og Fögrueyri austar ásamt því að breyta afmörkun þeirra. Svæðin verða tvö í firðinum sunnanverðum kjölfar breytinganna auk þess sem eitt svæði verður í honum norðanverðum.

„Einnig er um að ræða breytingu á útsetningaráætlun og sjókvíeldissvæðum. Seiði verða sett út þriðja hvert ár á hvert eldissvæði í stað þriðja hvert ár á öll eldissvæðin í einu,“ segir á vef MAST.

Laxaseiði sett út í sjókvíar hjá Fiskeldi Austfjarða í Berufirði.
Laxaseiði sett út í sjókvíar hjá Fiskeldi Austfjarða í Berufirði. mbl.is//Helgi Bjarnason

Breytingar í Berufirði

MAST hefur einnig gert tillögu að breyttu rekstrarleyfi fyrir Fiskeldi Austfjarða varðandi eldi í Berufirði. Hefur fyrirtækið verið með heimild til að hafa í firðinum 9.800 tonna hámarkslífmassa, þar af 6.000 tonn af frjóum laxi og 3.800 tonn af ófrjóum laxi sem var í samræmi við eldra áhættumat vegna erfðablöndunar.

Í samræmi við nýtt áhættumat er lagt til að nýtt rekstrareyfi heimili allt að 7.500 tonn af frjóum laxi og 2.300 tonn af ófrjóum laxi í Berufirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Guðmundur Arnar EA 102 Grásleppunet
Grásleppa 811 kg
Þorskur 429 kg
Skarkoli 36 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 1.291 kg
19.4.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Grásleppunet
Grásleppa 1.840 kg
Þorskur 148 kg
Skarkoli 15 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 2.008 kg
19.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 126 kg
Samtals 126 kg
19.4.24 Bobby 6 ÍS 366 Sjóstöng
Þorskur 213 kg
Samtals 213 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Guðmundur Arnar EA 102 Grásleppunet
Grásleppa 811 kg
Þorskur 429 kg
Skarkoli 36 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 1.291 kg
19.4.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Grásleppunet
Grásleppa 1.840 kg
Þorskur 148 kg
Skarkoli 15 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 2.008 kg
19.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 126 kg
Samtals 126 kg
19.4.24 Bobby 6 ÍS 366 Sjóstöng
Þorskur 213 kg
Samtals 213 kg

Skoða allar landanir »