Selja Sighvat Bjarna og stefna að sameiningu

Huginn VE að veiðum. Skipið er í eigu útgerðarfélags sem …
Huginn VE að veiðum. Skipið er í eigu útgerðarfélags sem ber sama nafn. Félagið er nú að fullu í eigu Vinnslustöðvarinnar sem stefnir að því að sameina félaögin. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gekk nýverið frá samningi um kaup á 52% hlut í útgerðarfélaginu Hugin, en fyrir átti Vinnslustöðin 48% í félaginu. Kaupunum fylgja töluverð aflahlutdeild og nýlegt skip, Huginn VE, sem smíðað var 2001.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson eða Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir félögin hafa átt í samstarfi um nokkurt skeið, sérstaklega í sambandi við löndun og vinnslu á makríl, en Huginn hefur einnig verið í samstarfi við Eskju á Eskifirði.

„Planið er auðvitað bara að halda áfram og gera gott betra,“ segir Binni og bendir á að Huginn verður áfram rekinn undir eigin merkjum fyrst um sinn. Þá verða fyrirtækin samrekin til að ná fram þeirri hagkvæmni sem því fylgir. Spurður hvernig á reksturinn er litið til lengri tíma svarar hann að það sé ljóst að þegar fram líða stundir verða félögin sameinuð. „Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Um leið og það liggur fyrir förum við strax í samreksturinn, en á endanum munum við sameina þau.“

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir stefnt að hafin verður …
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir stefnt að hafin verður samrekstur strax og síðar að sameiningu félaganna. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson.

Miklar aflaheimildir

„Já, þetta er umtalsverð viðbót,“ svarar Binni spurður hvort aflaheimildirnar sem fylgja kaupunum skipti sköpum fyrir Vinnslustöðina. „Vinnslustöðin er með einhver níu prósent í makríl og þeir eru með tæplega 6,6%, það er heilmikil viðbót í því. Þeir eru með stærri kolmunnakvóta en við þannig að hann mun meira en tvöfaldast. Við erum með um 10% í íslenskri síld og þeir með um 2% og svo erum við með rétt innan við 7% í norsk-íslenskri síld en þeir með 4,6%.

Svo er það auðvitað loðnan sem allt snýst um núna, þar er Vinnslustöðin með tæp 11% og Huginn 1,4%. En við vitum ekki hvort við verðum með 12,3% af núlli eða 12,3% af einhverju. Vonandi fáum við svör við því á morgun [í dag].“ Búist er við að Hafrannsóknastofnun kynni í dag niðurstöður úr umfangsmesta loðnuleitarleiðangri Íslandssögunnar, en átta skip voru ýmist við leit og/eða mælingar í þeirri von að meiri loðnu væri að finna. Aðeins hefur verið heimilt að veiða 61 þúsund tonn á þessari vertíð, en Íslendingar fá þriðjung þeirra aflaheimilda sökum skuldbindinga í gegnum alþjóðlega fiskveiðisamninga.

Sighvatur Bjarnason seldur

Það liggur fyrir að með auknum aflaheimildum getur Vinnslustöðin tryggt betur framboð hráefnis fyrir vinnsluna, að sögn Binna. „En við munum skoða það með opnum huga hvernig við gerum þetta allt saman. Skipið [Huginn VE] er útbúið til frystingar úti á sjó og við munum halda þeim möguleika opnum. Það er áhugaverður kostur sem við viljum skoða vel og vandlega.

Sighvatur Bjarnason VE var smíðaður 1975 og hefur fylgt Eyjamönnum …
Sighvatur Bjarnason VE var smíðaður 1975 og hefur fylgt Eyjamönnum um langt skeið. Hann verður seldur enda fylgdi nýlegur Huginn VE kaupum Vinnslustöðvarinnar á Hugin.. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Þá er jafnframt ekki ljóst hvernig samstarfi Hugins við Eskju verður háttað. „Við þurfum að velta fyrir okkur hvort og hvernig við eigum samleið með Eskju og sjá hvort við finnum einhverja skemmtilega samstarfsfleti með þeim. Það eru ýmis tækifæri.“

Eins og fyrr segir er Huginn nýlegt skip og því eðlilegt að velta fyrir sér hvort kaupin hafi í för með sér að Vinnslustöðin leggi einhverju af sínum skipum. „Hérna í höfninni hefur Sighvatur Bjarnason gamli legið sem varaskip ef við þyrftum á að halda sem þriðja skip Vinnslustöðvarinnar. Það blasir nú við að við munum ekki þurfa á honum að halda í framhaldinu og hann verður bara seldur. Þá fækkum við um eitt skip, þó að því hafi ekki verið róið í nokkur ár,“ útskýrir Binni og bætir við að Sighvatur Bjarnason sé „barn síns tíma“, en nóta- og togveiðiskipið var smíðað í Noregi 1975 og því á miðjum fimmtugsaldri.

Bíða niðurstöðu matsmanna

Vinnslustöðin og Huginn eru þau tvö útgerðarfyrirtæki sem ekki féllu frá skaðabótakröfu sinni á hendur íslenska ríkinu í fyrra, eins og fimm önnur gerðu. Félögin tvö telja ríkið skulda sér samtals um tvo milljarða í skaðabætur vegna dóms Hæstaréttar sem féll í desember 2018 um að ríkið hafi ekki staðið rétt að úthlutun veiðiheimilda árin 2011 til 2014.

Binni segir stöðuna í málinu vera þá að beðið sé eftir niðurstöðu dómskvaddra matsmanna, en þeir meta hvert fjárhagslegt tjón félaganna kann að hafa verið vegna lögbrots ríkisins. „Það er engum blöðum um það að fletta að ríkið hefur verið dæmt skaðabótaskylt, það fór ekki að lögum. Við gætum alveg snúið þessu við og hugsað okkur hvernig þetta hefði farið ef Vinnslustöðin hefði ekki farið að lögum og væri skaðabótaskyld gagnvart ríkinu, það þarf ekkert að velta því fyrir sér hvernig staðan væri.“

Hann segir ekkert liggja fyrir um hvenær megi búast við niðurstöðu matsmannanna. „Þetta er heilmikið mál sem þeir auðvitað vilja vanda sig við að setja sig inn í. Það er ekki hrist fram úr erminni á korteri.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 26.9.22 465,51 kr/kg
Þorskur, slægður 26.9.22 358,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.9.22 347,11 kr/kg
Ýsa, slægð 26.9.22 346,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.9.22 177,94 kr/kg
Ufsi, slægður 26.9.22 247,66 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 26.9.22 261,27 kr/kg
Litli karfi 21.9.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.9.22 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Ýsa 4.039 kg
Þorskur 1.802 kg
Samtals 5.841 kg
26.9.22 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Skarkoli 5.904 kg
Ýsa 2.169 kg
Steinbítur 161 kg
Þykkvalúra sólkoli 3 kg
Samtals 8.237 kg
26.9.22 Bára SH-027 Gildra
Beitukóngur 1.882 kg
Samtals 1.882 kg
26.9.22 Patrekur BA-064 Dragnót
Skarkoli 473 kg
Tindaskata 50 kg
Ýsa 9 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 533 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 26.9.22 465,51 kr/kg
Þorskur, slægður 26.9.22 358,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.9.22 347,11 kr/kg
Ýsa, slægð 26.9.22 346,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.9.22 177,94 kr/kg
Ufsi, slægður 26.9.22 247,66 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 26.9.22 261,27 kr/kg
Litli karfi 21.9.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.9.22 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Ýsa 4.039 kg
Þorskur 1.802 kg
Samtals 5.841 kg
26.9.22 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Skarkoli 5.904 kg
Ýsa 2.169 kg
Steinbítur 161 kg
Þykkvalúra sólkoli 3 kg
Samtals 8.237 kg
26.9.22 Bára SH-027 Gildra
Beitukóngur 1.882 kg
Samtals 1.882 kg
26.9.22 Patrekur BA-064 Dragnót
Skarkoli 473 kg
Tindaskata 50 kg
Ýsa 9 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 533 kg

Skoða allar landanir »