Brúarfoss, gámaflutningaskip Eimskipa, siglir nú með vesturströnd Grænlands á leið sinni beint til Álaborgar. Brúarfoss hefur legið í vari við Suðvestur-Grænland í viku vegna slæms veðurs við Grænland.
Sleppa þurfti því viðkomu í Reykjavík og á Reyðarfirði og halda beint til Álaborgar. Að sögn Eddu Rutar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs Eimskipa, bætti Dettifoss við sig viðkomu á Reyðarfirði í gær vegna tafanna.
Ekki urði miklar raskanir á flutningum varnings við þetta að sögn Eddu Rutar, „við leystum þetta bara í kerfinu okkar. Þá eru vörur að fara með öðrum skipum og Dettifossi til Reyðarfjarðar. Önnur áhrif eru það ekki,“ segir Edda Rut í samtali við 200 mílur.