Meðalafli upp á tíu tonn á nýjum línubát Norðureyrar

Einar Guðnason, nýsmíði Norðureyrar ehf. á Suðureyri.
Einar Guðnason, nýsmíði Norðureyrar ehf. á Suðureyri. Ljósmynd/Trefjar

Nýr bátur Norðureyrar ehf. á Suðureyri, Einar Guðnason ÍS 303, reri sinn fyrsta róður um miðjan janúar sl. og hefur síðan verið með rúm 10 tonn í afla að meðaltali á línu.

Báturinn ber sama nafn og fyrri bátur útgerðarinnar sem strandaði í nóvember árið 2019 við Gölt í utanverðum Súgandafirði.

Til þess að brúa bilið á milli þess að nýr bátur sigldi í höfn festi Norðureyri kaup á Von, þá GK og nú ÍS. Nú hefur nýsmíði Norðureyrar verið tekin í gagnið.

Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar, segist í samtali við 200 mílur vera ánægður með bátinn og allt gangi sem skyldi.

„Þetta lofar góðu og allt svínvirkar,“ segir Óðinn.

Hrósar Trefjum

„Hann er með rúm 10 tonn að meðaltali í róðri á 19.200 króka. Þetta hefur í stórum dráttum allt reynst mjög vel, vélbúnaður og búnaður á dekki hefur staðið undir væntingum. Auðvitað er hægt að telja upp eitt og annað sem kemur upp í nýjum báti en stóra myndin er öll að ganga upp,“ segir Óðinn og hrósar Trefjum fyrir vönduð vinnubrögð við gerð bátsins, sem tók rúmlega ár í smíðum og er yfirbyggð Cleoparta 50.

Mest er veitt af þorski og segir Óðinn hann vænan og stutt á miðin.

„Við höfum bara verið hérna tveimur til þremur tímum frá firðinum, þ.e. alls í stím, núna undanfarið. Bara á heimaslóð.“

Óðinn segir aðra báta á svæðinu einnig fiska vel svo að aflabrögð hafa verið með eindæmum góð miðað við árstíma.

Lagt er upp hjá fiskvinnslunni Íslandssögu á Suðureyri sem er í meirihlutaeigu Norðureyrar. Óðinn er framkvæmdastjóri beggja eininga.

Ferskt frá Suðureyri

Fiskurinn er unninn í fersk flök og keyrður til Keflavíkur þar sem hann fer í flug. Áður en nýr bátur sigldi í höfn voru gerðar úrbætur á vinnslu Íslandssögu og ný vinnslulína frá Marel tekin í notkun.

Tvær fjögurra manna áhafnir eru um borð, róið er í tvær vikur og hvílt í tvær vikur að sögn Óðins.

Báturinn Einar Guðnason er 15 metrar að lengd og mælist 30 brúttótonn. Hann er sem fyrr segir útbúinn fyrir línuveiðar og vel búinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.

Rými er fyrir allt að 43 stykki 460 lítra kör í lest bátsins. Millidekk er lokað með aðgreindu dráttarrými og upphitaðri stakkageymslu.

Frá Suðureyri róa tveir stærri línubátar og nokkrir minni á handfærum og línu. Þá leggur Tindur, 26 metra togari frá Flateyri, upp hjá Íslandssögu að sögn Óðins. Hann segir Íslandssögu vinna á milli 3.500 til 4.000 tonn á ári. „Þetta er tiltölulega einföld vinnsla, ekki flókinn skurður né úrvinnsla,“ segir Óðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.317 kg
Þorskur 148 kg
Samtals 1.465 kg
18.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 638 kg
Þorskur 65 kg
Samtals 703 kg
18.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 3.294 kg
Skarkoli 178 kg
Grásleppa 152 kg
Ýsa 138 kg
Samtals 3.762 kg
18.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.471 kg
Þorskur 220 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 1.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.317 kg
Þorskur 148 kg
Samtals 1.465 kg
18.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 638 kg
Þorskur 65 kg
Samtals 703 kg
18.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 3.294 kg
Skarkoli 178 kg
Grásleppa 152 kg
Ýsa 138 kg
Samtals 3.762 kg
18.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.471 kg
Þorskur 220 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 1.750 kg

Skoða allar landanir »