Þorskur smábáta ekki lengur í skiptum fyrir loðnu

Ekki er lengur heimilt að veita þorsk í krókaaflamerkskerfinu í …
Ekki er lengur heimilt að veita þorsk í krókaaflamerkskerfinu í skiptum fyrir loðnu. mbl.is/Kristinn Benediktsson

Óheimilt er að skipta á aflaheimildum í þorski innan krókaaflamarkskerfisins og loðnukvóta samkvæmt reglugerð sem birt var á vef Stjórnartíðinda í gær, en stutt er síðan Fiskistofa samþykkti tilboð þar sem 1.066 tonn af loðnu fengust í skipti fyrir 732 tonn af þorski.

Landssamband smábátaeigenda vakti nýverið athygli á skiptunum og sagði í færslu á vef landssambandsins 16. febrúar merkilegt að hægt væri að færa loðnu á krókaaflamarksbát enda sé honum aðeins heimilt að stunda veiðar með línu og handfærum og því ógerlegt fyrir áhöfn á slíkum báti að veiða loðnu.

Hafa samtökin talið þetta leið til að koma aflaheimildum í þorski úr krókaaflamarkskerfinu. Þá segir að skiptahlutfallið „0,687 sýnir að loðnan er afar dýrmæt um þessar stundir þar sem ígildastuðull hennar var 0,13 á fiskveiðiárinu 2019/2020“.

Loðnukvótinn sem krókaaflamarksbátur fékk var síðan færður á uppsjávarskip.
Loðnukvótinn sem krókaaflamarksbátur fékk var síðan færður á uppsjávarskip. mbl.is/Golli

Vakti Landssambandið einnig athygli á því að veiðigjald fyrir hvert kíló af lönduðum þorski á þessu ári er 16,63 krónur á kíló, en á loðnu var það á síðasta ári 32 aurar. Ekki hefur verið gefið út veiðigjald fyrir loðnu á yfirstandandi vertíð, en ljóst er að það er mikill munur milli álagningar uppsjávarskipa og þeirra sem stunda aðrar veiðar.

Á borð ráðherra

Landssamband smábátaeigenda kveðst hafa gert athugasemd við að Fiskistofa hafi samþykkt tilboðið um skiptin. „Fiskistofa túlkaði tilboðið þannig að ekki væri ákvæði í reglugerð sem bannaði að því yrði tekið né að loðnan væri flutt yfir á krókaaflamarksbátinn. Að lokinni þeirri færslu var loðnan flutt yfir á uppsjávarskip.“

Jafnframt segist sambandið hafa komið athugasemdum sínum til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á málinu og hefur ráðherra nú undirritað reglugerð sem tekur fyrir skipti af þessum toga. Telja smábátaeigendur ráðherra hafa „komið í veg fyrir að framhald verði á slíku útstreymi þorsks úr krókaaflamarkskerfinu.“

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ljósmynd/Atvinnuvegaráðuneytið
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.2.21 293,90 kr/kg
Þorskur, slægður 25.2.21 324,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.2.21 293,41 kr/kg
Ýsa, slægð 25.2.21 259,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.2.21 138,91 kr/kg
Ufsi, slægður 25.2.21 150,69 kr/kg
Djúpkarfi 16.2.21 189,00 kr/kg
Gullkarfi 25.2.21 233,68 kr/kg
Litli karfi 23.2.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.2.21 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 9.227 kg
Steinbítur 1.751 kg
Ýsa 319 kg
Samtals 11.297 kg
25.2.21 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 12.997 kg
Ýsa 1.055 kg
Samtals 14.052 kg
25.2.21 Hrefna ÍS-267 Landbeitt lína
Steinbítur 5.416 kg
Þorskur 3.077 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 8.509 kg
25.2.21 Sæli BA-333 Lína
Þorskur 585 kg
Samtals 585 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.2.21 293,90 kr/kg
Þorskur, slægður 25.2.21 324,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.2.21 293,41 kr/kg
Ýsa, slægð 25.2.21 259,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.2.21 138,91 kr/kg
Ufsi, slægður 25.2.21 150,69 kr/kg
Djúpkarfi 16.2.21 189,00 kr/kg
Gullkarfi 25.2.21 233,68 kr/kg
Litli karfi 23.2.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.2.21 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 9.227 kg
Steinbítur 1.751 kg
Ýsa 319 kg
Samtals 11.297 kg
25.2.21 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 12.997 kg
Ýsa 1.055 kg
Samtals 14.052 kg
25.2.21 Hrefna ÍS-267 Landbeitt lína
Steinbítur 5.416 kg
Þorskur 3.077 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 8.509 kg
25.2.21 Sæli BA-333 Lína
Þorskur 585 kg
Samtals 585 kg

Skoða allar landanir »