Varðskip Gæslunnar bæði tekin í slipp í ár

Varðskipið Týr hefur verið í Slippnum í Reykjavík að undanförnu. …
Varðskipið Týr hefur verið í Slippnum í Reykjavík að undanförnu. Unnið er að viðgerðum og viðhaldi. Skipið er áberandi í umhverfinu við gömlu höfnina, eins og sjá má. Árni Sæberg

Bæði íslensku varðskipin, sem nú eru í þjónustu Landhelgisgæslunnar, verða tekin í slipp á þessu ári til viðgerða og viðhalds.

Vegna óvæntrar bilunar í skrúfubúnaði varðskipsins Týs var það tekið í Slippinn í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Bilunin var ófyrirséð og því liggur endanleg kostnaðaráætlun ekki fyrir, samkvæmt upplýsingum Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.

Ákveðið var að flýta skylduviðhaldi á Tý í leiðinni en það átti að fara fram á næsta ári. Sömuleiðis var ákveðið að ráðast í viðgerðir á bilunum sem komu í ljós við skoðunina.

Varðskipið Týr var smíðað í Árósum árið 1975 og ber aldurinn nokkuð vel, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Gæslunnar. Miklar skemmdir urðu á skrokk skipsins þegar breska freigátan Falmouth sigldi á það í maí árið 1976. Viðgerð fór fram erlendis þegar þorskastríðinu lauk. Síðan þá hafa verið gerðar miklar breytingar og endurbætur á Tý í Póllandi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »