Í samstarf við Google og Garmin

„Þetta var mikil sigur fyrir okkur og staðfesti að það …
„Þetta var mikil sigur fyrir okkur og staðfesti að það væri áhugi fyrir búnaðinum hjá slíkum aðilum,“ segir Karl Birgir Björnsson, framkvæmdastjóri Hefring, um samstarfið við bátasmiðjuna De Haas Maaslouis B.V. í Hollandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í byrjun árs 2020 hóf fyrirtækið Hefring ehf. sölu á snjallsiglingakerfi sínu og hefur það verið hannað með hraðskreiða báta undir 24 metrum í huga og tekur það tillit til bátsgerðar og hraða. Í byrjun síðasta árs voru stofnendurnir þrír einir að vinna að kerfis- og viðskiptaþróun en í dag starfa níu manns hjá fyrirtækinu og hefur átt sér stað samstarf við risa eins og Garmin og Google.

Mikil þróun hefur staðið yfir frá því að snjallsiglingakerfið fór í sölu á síðasta ári, segir Karl Birgir Björnsson, framkvæmdastjóri Hefring. Um er að ræða kerfi sem mælir hreyfingar bátsins og aðstæður og býr til leiðbeinandi upplýsingar fyrir skipstjórnarmenn varðandi ráðlagðan hraða. „Kerfið safnar síðan öllum gögnum í skýjið, þannig að allar upplýsingar um ferðina eru notendum aðgengilegar,“ útskýrir Karl Birgir.

Mælaborð snjallsiglingakerfis Hefring.
Mælaborð snjallsiglingakerfis Hefring. Mynd/Hefring ehf

„Fyrsta skrefið var að koma frumgerð af kerfinu af stað og sýna hugmyndina,“ segir hann og bendir á að fjölmargir hafa veitt fyrirtækinu stuðning með því að leyfa prófun búnaðarins. Þar gengdu meðal annars Landhelgisgæslan og Slysavarnarfélagið Landsbjörg mikilvægu hlutverki, að auk útgerðarfyrirtækjana Vísir og Skinney-Þinganes hf.

Staðalbúnaður í Hollandi

Það var kannski ekki besta tímasetning að hefja kynningu og notkun kerfisins í byrjun árs 2020 eða „korter í Covid“ eins og Karl Birgir orðar það. Fyrst var nefnilega hugsað að hefja notkunina í bátum hvalaskoðunarfyrirtækja, en eins og öllum nú er orðið ljóst var sú starfsemi takmörkuð á síðasta ári sökum kórónuveirufaraldursins.

„Við snérum þá athyglinni annað og hófum samstarf með Landhelgisgæslunni og höfum unnið vel með þeim síðan. Einnig höfum við unnið með sjóbjörgunarsveitunum í gegnum Landsbjörg og Björgunarskóli Landsbjargar notar kerfi frá okkur í hraðbátanámskeiðin sín, þar eru þeir að kenna fólki á hraðbáta og kerfið frá okkur leiðbeinir nemendum og svo fær kennari allar skýrslur um ferðirnar. Svo tengdum við okkur líka vel við norska sjóbjörgunarsambandið og það er með kerfi frá okkur. Þeir hafa einnig lýst yfir áhuga á áframhaldandi samstarfi og nýjum kerfum frá okkur.“

Karl Birgir sýnir starfsmanni Landhelgisgæslunnar kerfið.
Karl Birgir sýnir starfsmanni Landhelgisgæslunnar kerfið. Ljósmynd/Hefring

Áherslurnar hafa að undanförnu beinst að því að byggja upp samstarf með bátaframleiðendum og hóf Hefring samstarf við De Haas Maaslouis B.V. í Hollandi, sem sérhæfir sig í smíðum hraðbáta fyrir löggæslu og aðra viðbragðsaðila sem tengjast leit og björgun. Oftast þegar nýr bátur er smíðaður er hægt að velja nánast allan tækjabúnað, útskýrir Karl Birgir, en snjallsiglinga- kerfi Hefring er nú eitt af því sem telst til staðalbúnaðar í bátum hollensku bátasmiðjunnar De Haas Maaslouis.

„Þetta var mikil sigur fyrir okkur og staðfesti að það væri áhugi fyrir búnaðinum hjá slíkum aðilum. Þannig að við höfum verið að kynna okkur meira fyrir bátaframleiðendum og erum að vinna að nokkrum verkefnum með slíkum í skandinavíu og Norður-Evrópu og stefnum á að kynna nokkur slík samstarf í vor og í byrjun sumars,“ segir Karl Birgir.

Snjallsiglingakerfið um borð bát frá De Haas Maaslouis B.V.
Snjallsiglingakerfið um borð bát frá De Haas Maaslouis B.V. Ljósmynd/Hefring

Samþætting

Framkvæmdastjórinn kveðst gera ráð fyrir að Hefring nái mörgum merkum áföngum á árinu 2021. „Við eigum í viðræðum við tvö stórfyrirtæki, annað bandarískt og hitt þýskt, um markaðssamstarf og að fyrirtækin komi að fjármögnun Hefring en bæði fyrirtækin eru leiðandi á heimsvísu í framleiðslu og útgerð báta og skipa.

Við erum svo að fara af stað með þrjár vörur. Í fyrsta lagi er það uppfærsla á kerfinu sem við fórum af stað með í fyrra, við höfum lært mjög mikið af því kerfi og eitt sem við lærðum er að vera ekki með auka skjá. Það kerfi notar spjaldtölvu til að vinna úr gögnum og notar skjáin svo hægt sé að vinna úr og skoða upplýsingarnar. Það er hins vegar eitthvað sem notendur helst vilja ekki þar sem það eru þegar fleiri skjáir um borð. Skilaboðin sem við fengum voru: Getið þið komið fyrir notendaviðmóti ykkar í þá skjái sem þegar eru til staðar í stað þess að bæta við öðrum skjá. Við fórum því af stað og erum nú að vinna í samstarfi við siglingatækjaframleiðandann Garmin um að færa okkar notendaviðmót yfir í þeirra.

Karl Birgir ásamt Teymi Hefring.
Karl Birgir ásamt Teymi Hefring. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þetta einfaldar okkar kerfi þar sem við erum þá bara með nemana sem tengdir eru inn í siglingakerfi bátsins. Uppfærður hugbúnaður verður því tekin í notkun sem verður hægt að tengja við Garmin viðmót, en verður einnig hægt að nota í Android eða iOS spjaldtölvu. Þetta kerfi verður tilbúið í vor og við höfum þegar fengið pantanir fyrir þessari útgáfu en með samstarfinu við Garmin komumst við að notendum Garmin siglingatækja.“

Sjókort

Þá segir Karl Birgir Hefring stefna að því að vera komið með enn öflugra kerfi sem mun ekki bara leiðbeina skipstjórnarmanni í sambandi við hraða heldur einnig stefnu og leiðina sem ætti að taka miðað við veður og sjólag til að bæta öryggi og draga úr eldsneytiseyðslu. „Það kerfi metur sem sagt aðstæður fram í tímann og velur leið milli erfiðra svæða. Það er ekki alltaf skynsamlegt og best að sigla í beina línu og í slíkum tilfellum kortleggur kerfið hagstæðustu leiðina,“ bætir hann við. Þá séu þegar komnar pantanir frumgerð af þessari útgáfu og er það sett saman í höfuðstöðvum Hefring að Fiskislóð í Reykjavík.

Tæknimaður tengir kerfið.
Tæknimaður tengir kerfið. Ljósmynd/Hefring

Allar fyrrnefndar upplýsingar verða einnig tengdar kortaviðmóti sem gerir notenda kleift að sjá siglingaaðstæður á siglingakorti og fylgjast með bátnum fylgja þessari ráðlögðu leið. Stefnt er að kortið sem verður til við samspil upplýsinganna verði gerð aðgengileg notendum óháð því hvort þeir nota snjallsiglingakerfið, en með siglingakortinu geta skipstjórnendur fylgst með nákvæmum veður- og sjólagsspám og markað siglingaleið sem tekur mið af þeim upplýsingum.

Fyrsta útgáfa af þessu korti verður tilbúið á þessum ársfjórðungi, segir Karl Birgir. „Við sjáum fyrir okkur að það geti ekki bara nýst bátum heldur stærri skipum líka. Nákvæmnin verður hins vegar meiri ef snjallsiglingabúnaðurinn er notaður með siglingakortinu. Við höfum þegar kynnt siglingakortaverkefnið fyrir Landhelgisgæslunni og Slysavarnafélaginu Landsbjörg og fengið rýni frá þeim. Það væri hins vegar mjög gagnlegt ef útgerðaraðilar og aðrir áhugasamir hefðu samband við okkur til að fá prufuaðgang að kortinu en það gæfi okkur mikilvæga endurgjöf og umsögn sem nýtist í áframhaldandi þróun.“

Samstarf við Google

Með sífellt aukinni sjálfvirknivæðingu er vert að spurja hvort sjálfsiglandi skip og bátar þurfi ekki á þessum búnaði að halda til að meta aðstæður á siglingu? „Algjörlega,“ svarar Karl Birgir. „Við fengum í fyrra styrk frá Tækniþróunarsjóði, til að þróa kerfi fyrir sjálfsiglandi báta, sem var mjög mikilvægur áfangi fyrir okkur. Þá höfum við einnig notið góðs af öflugu stuðningsumhverfi nýsköpunar sem hefur verið eflt verulega á síðustu misserum.

Við erum núna komnir í tengingu við aðila sem smíðar sjálfsiglandi báta. [...] Þeir eru með hraðsiglandi báta sem þurfa að geta siglt sjálfir og eru með mjög flottan búnað til að þeir geti það og til að koma í veg fyrir að þeir sigli á eitthvað annað fley. En það vantar enn upp á getu búnaðarins til að skynja aðstæður og hvernig eigi að haga siglingu samkvæmt þeim. Þetta er oft eitthvað sem reyndur skipstjóri myndi þekkja og gæti brugðist við í rauntíma en þarna getur okkar kerfi komið inn svo að þessir sjálfsiglandi bátar geta tekið ákvörðun sjálfir eða upplýst skipstjórnendur á landi.“

Ef sjálfsigling á að verða að veruleika er einnig mikilvægt að skoða hvernig slíkt getur unnið með gervigreind og er Google eitt þeirra fyrirtækja sem hefur verið að gera eftirtektarverða hluti á því sviði. Bandaríski hátæknirisinn hefur sýnt hugmyndum Hefring áhuga. „Við erum núna að prófa búnað frá Google sem er undir vörumerkinu Coral og höfum verið í samstarfi við Google vegna þess. Þeim þykir kerfið og sérstaklega sagan í kringum Hefring mjög áhugavert og eru sjálfir að leita að einstökum fyrirtækjum sem eru að nota hugbúnað þeirra með óhefðbundnum hætti. Við erum dæmigert þannig fyrirtæki og þau hafa veitt okkur góðan stuðning,“ segir Karl Birgir.

„Framtíðin ber með sér að búnaðurinn sem hannaður var fyrir báta verði notaður í sjálfsiglandi báta og svo sjáum við fyrir okkur að fara að prófa þetta í skipum líka,“ svarar hann spurður um framtíðina. Enn er þó verið að hanna sífellt fullkomnari kerfi og er þróunarvinnunni hvergi nærri lokið, að sögn Karls Birgis sem hvetur áhugasama til að hafa samband til að fræðast um hvernig þeir gætu tekið þátt í prófunum, fengið kerfi eða komið með einhverjar gagnlegar athugsemdir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.21 303,14 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.21 397,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.21 434,93 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.21 263,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.4.21 120,21 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.21 179,63 kr/kg
Djúpkarfi 16.4.21 187,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.21 239,93 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.21 Vésteinn GK-088 Lína
Steinbítur 526 kg
Hlýri 268 kg
Þorskur 243 kg
Ýsa 172 kg
Gullkarfi 52 kg
Keila 44 kg
Samtals 1.305 kg
16.4.21 Bíldsey SH-065 Lína
Þorskur 1.793 kg
Ýsa 141 kg
Hlýri 40 kg
Gullkarfi 34 kg
Steinbítur 5 kg
Keila 3 kg
Samtals 2.016 kg
16.4.21 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Hlýri 265 kg
Ýsa 250 kg
Þorskur 97 kg
Steinbítur 21 kg
Keila 20 kg
Gullkarfi 19 kg
Grálúða 3 kg
Langa 3 kg
Skarkoli 2 kg
Lýsa 2 kg
Samtals 682 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.21 303,14 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.21 397,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.21 434,93 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.21 263,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.4.21 120,21 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.21 179,63 kr/kg
Djúpkarfi 16.4.21 187,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.21 239,93 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.21 Vésteinn GK-088 Lína
Steinbítur 526 kg
Hlýri 268 kg
Þorskur 243 kg
Ýsa 172 kg
Gullkarfi 52 kg
Keila 44 kg
Samtals 1.305 kg
16.4.21 Bíldsey SH-065 Lína
Þorskur 1.793 kg
Ýsa 141 kg
Hlýri 40 kg
Gullkarfi 34 kg
Steinbítur 5 kg
Keila 3 kg
Samtals 2.016 kg
16.4.21 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Hlýri 265 kg
Ýsa 250 kg
Þorskur 97 kg
Steinbítur 21 kg
Keila 20 kg
Gullkarfi 19 kg
Grálúða 3 kg
Langa 3 kg
Skarkoli 2 kg
Lýsa 2 kg
Samtals 682 kg

Skoða allar landanir »