Tímamót á loðnuvertíðinni

Hoffell SU á loðnuveiðum. Skipið mun innan tíðar halda til …
Hoffell SU á loðnuveiðum. Skipið mun innan tíðar halda til veiða á loðnu sem fer öll í hrognatöku. mbl.is/Börkur Kjartansson

Komið er að tímamótum á loðnuvertíðinni og er loðnufrystingu nú víðast hvar lokið. Næsta skref er að hefja hrognatöku, en megnið af loðnunni sem íslensku skipin veiða mun fara í hrognatöku þar sem hrognin eru líklega verðmætasti hluti tegundarinnar.

„Frystingu á kvenloðnu er lokið. Við vorum að klára það núna um helgina og nú erum við að búa okkur undir það að taka það sem eftir er í hrogn,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði.

Íslensku skipin hafa landað rúmlega 23 þúsund tonnum af loðnu á yfirstandandi vertíð og segir Friðrik allt benda til þess að þeim 46 þúsund tonnum, sem eftir eru af 70 þúsund tonna aflamarki íslenskra skipa í loðnu, verði ráðstafað í hrognatöku eða tæpum 66 prósentum af aflanum.

Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.
Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar. Ljósmynd/Aðsend

Allt í vinnslu

Friðrik viðurkennir að loðnuvertíðin sé heldur stutt að þessu sinni enda ekki um mikinn kvóta að ræða. „Þetta er ekkert magn. Hér áður vorum við að taka um eina milljón tonna og algengt að þetta væri 700 þúsund tonn. Þetta er bara í tvo innkaupapoka núna,“ segir hann.

Mikil spurn er nú eftir loðnuafurðum og vegna þessa fer allur fiskur sem veiðist í vinnslu. „Þegar er svona lítið magn fer ekkert í bræðslu,“ útskýrir Friðrik og bætir við að sá fiskur sem fer í hrognatöku fari í kjölfarið í bræðslu, en þá hefur verðmætasti hlutinn verið tekinn úr fiskinum.

Loðnuvinnslan hefur tekið við tæplega 4 þúsund tonna afla til vinnslu úr 12 norskum skipum og um 500 tonnum úr Hoffelli, þeirra eigin skipi, að sögn Friðriks. Hann segir norsku skipin skila mikilvægri viðbót, en skip Loðnuvinnslunnar veiða aðeins um 2.500 tonn samkvæmt úthlutun aflamarks.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.4.21 313,76 kr/kg
Þorskur, slægður 11.4.21 359,75 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.4.21 381,43 kr/kg
Ýsa, slægð 11.4.21 391,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.4.21 131,70 kr/kg
Ufsi, slægður 9.4.21 163,93 kr/kg
Djúpkarfi 6.4.21 30,00 kr/kg
Gullkarfi 9.4.21 167,08 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.4.21 Fálkatindur NS-099 Grásleppunet
Grásleppa 6.964 kg
Þorskur 620 kg
Samtals 7.584 kg
11.4.21 Dagur SI-100 Grásleppunet
Grásleppa 2.248 kg
Þorskur 331 kg
Hlýri 14 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 2.603 kg
11.4.21 Glettingur NS-100 Grásleppunet
Grásleppa 7.213 kg
Þorskur 2.407 kg
Rauðmagi 61 kg
Skarkoli 42 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 9.746 kg
11.4.21 Ás NS-078 Grásleppunet
Grásleppa 6.159 kg
Þorskur 1.930 kg
Samtals 8.089 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.4.21 313,76 kr/kg
Þorskur, slægður 11.4.21 359,75 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.4.21 381,43 kr/kg
Ýsa, slægð 11.4.21 391,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.4.21 131,70 kr/kg
Ufsi, slægður 9.4.21 163,93 kr/kg
Djúpkarfi 6.4.21 30,00 kr/kg
Gullkarfi 9.4.21 167,08 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.4.21 Fálkatindur NS-099 Grásleppunet
Grásleppa 6.964 kg
Þorskur 620 kg
Samtals 7.584 kg
11.4.21 Dagur SI-100 Grásleppunet
Grásleppa 2.248 kg
Þorskur 331 kg
Hlýri 14 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 2.603 kg
11.4.21 Glettingur NS-100 Grásleppunet
Grásleppa 7.213 kg
Þorskur 2.407 kg
Rauðmagi 61 kg
Skarkoli 42 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 9.746 kg
11.4.21 Ás NS-078 Grásleppunet
Grásleppa 6.159 kg
Þorskur 1.930 kg
Samtals 8.089 kg

Skoða allar landanir »