„Öllum þykir vænt um mig og mér um þau“

Hildur Zöega verstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja kann vel við sig …
Hildur Zöega verstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja kann vel við sig í Ísfélaginu og segir móralinn góðan. mbl.is/Óskar Friðriksson

Hildur Zoëga Stefánsdóttir, verkstjóri í Ísfélaginu, kom ung til Vestmannaeyja. Fyrst árið 1976 og sumarið 1978 byrjaði hún að vinna í saltfiski í Ísfélaginu.

„Ég hef komið víða við; vann á elliheimili, í Miklagarði, á Ólafsvík í fiski, Skagaströnd en svo kom ég aftur í Ísfélagið með viðkomu í Vinnslustöðinni. Akkúrat þegar Þráinn Bertelsson var að taka upp myndina Nýtt líf,“ segir Hildur.

Í myndinni, sem frumsýnd var árið 1983, er dregin upp skopleg en alls ekki fráleit mynd af vertíðar- og verbúðarlífi á síðustu öld. Þar fóru Karl Ágúst Úlfsson og Eggert Þorleifsson á kostum ásamt fjölda Eyjafólks. „Ég lék ekki í myndinni en var svona aðstoðarljósameistari. Það var rosalega gaman en ég var á verbúðunum í Vinnslustöðinni í þrjú ár. Þetta var aðallega vinna og böll. Það var bara þannig,“ segir Hildur og hlær. „Það var ekki flókið.“

Öflugt starfsfólk Ísfélagsins; Hildur, Silja, Anita og Agnieska.
Öflugt starfsfólk Ísfélagsins; Hildur, Silja, Anita og Agnieska. mbl.is/Óskar P. Friðriksson

Já, viðhorf Hildar til lífsins er ekki flókið. Hún náði sér í hann Óskar sinn eða öfugt og þau búa á ættarsetri eiginmannsins, myndarlegu húsi við Faxastíg 5. Þau eignuðust strákana, Hreiðar og Óskar, 1994 og 1995. „Hespaði þetta af og þegar þeir byrjuðu á leikskóla 1997 byrjaði ég að vinna í Ísfélaginu og er þar enn. Var gerð að flokksstjóra og síðar verkstjóra. Það er fínt að vinna hjá Ísfélaginu og mér líkar þetta vel.“

Mesta spennan í loðnunni

Í vinnslunni eru um 50 manns og Hildur tekur daginn snemma. „Mæti yfirleitt fimm til hálfsex á morgnana og er að vinna til klukkan fjögur á daginn. Stundum líka á kvöldin þegar eitthvað þarf að græja. Á vöktum í uppsjávarfiski, síld, makríl og loðnu er unnið á vöktum frá sjö til sjö. Það léttir yfir manni að fá eitthvað af loðnu í vetur eftir tveggja ára hlé.“

Þegar Hildur er spurð hvaða tímabil henni finnst skemmtilegast í vinnslunni nefnir hún strax loðnuna. „Þá er rosa gaman. Mikil spenna og allir á tánum því allt þarf að ganga upp á þeim stutta tíma sem hún veiðist. Við höfum ekki fengið loðnu síðustu tvær vertíðar þannig að núna er maður bara spenntur.“

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Í bolfiski vinnur Ísfélagið þorsk, ýsu og ufsa, mest fyrir Frakklandsmarkað. „Svo erum við með blokk og þunnildi sem fara víða. Grímur kokkur tekur blokkina hjá okkur og marninginn. Hann framleiðir tilbúna fiskrétti og þó að framboð á tilbúnum réttum sé alltaf að aukast held ég að hann haldi sínum hlut. Er með flotta vöru sem fólk vill. Það er bara gott fyrir Vestmannaeyjar.“

Hildur segir starfsmannafélagið mjög öflugt. „Við höfum yfirleitt farið út annað hvert ár en ekki á síðasta ári út af kófinu. Í staðinn fengu félagsmenn 50 þúsund króna gjafabréf fyrir jólin í verslunum hér í Eyjum. Gott að styrkja kaupmennina í bænum. Ef ég borga 2.000-kall í starfsmannafélagið borgar Ísfélagið jafn mikið á móti, sem er vel gert. Við áttum svo mikla peninga núna að við urðum að láta eitthvað frá okkur. Félagið er ekki til að safna peningum. Við förum svo eitthvað innanlands í sumar og sjáum svo til þegar kófið er búið.“

Æðisleg vinna

Útlendingum hefur fjölgað í Ísfélaginu og segir Hildur að um helmingur starfsfólks sé erlendur. „Það er frá Póllandi, Litháen, einn frá Rúmeníu en aðallega Pólverjar. Allt mjög gott fólk, hörkuduglegt og góður mórall.“

Ertu harður verkstjóri? „Nei. Ég held ekki. Það þykir öllum vænt um mig og mér um þau. Hér eru allir jafnir og maður hefur ekkert leyfi til að vera ergilegur.“

Hildur er langt í frá ósátt með sinn hlut í starfi í sjávarútvegi. „Mér finnst þetta alveg æðisleg vinna. Það er bara þannig og ég skil ekki í þeim sem vilja ekki vinna í fiski. Finnst þetta gaman og hefur alltaf fundist. Annars væri ég ekki í þessu heldur á skrifstofunni hjá honum Óskari mínum í Áhaldaleigunni. Leika forstjórafrú,“ segir Hildur sem er sátt við launin.

„Þeir borga bara vel og það er alltaf góður bónus hjá fólkinu. Ég held að það sé ekki hægt að hafa það betra. Ég verð ekki vör við annað en að fólkið sé ánægt,“ segir Hildur, sem nýtir frítímann í sumarbústað sem fjölskyldan á uppi á landi. Og bíður eftir því að strákarnir geri hana að ömmu. „Það verður gaman að dekra við barnabörnin þegar vaktinni lýkur í Ísfélaginu,“ segir hún hlæjandi.

Hildur er ánægð með sinn hlut og finnst gaman að vinna í fiski.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »