Vöxturinn hraður í Rússlandi

„Fólk heldur áfram að borða fisk og kröfurnar fara bara …
„Fólk heldur áfram að borða fisk og kröfurnar fara bara vaxandi um að nýta nýjustu tækni til að bæta nýtingu og auka gæði,“ segir Silfá Huld Bjarmadóttir, sölu- og verkefnastjóri hjá Vélfagi.

Gaman hefur verið að fylgjast með vexti Vélfags og merkilegt til þess að hugsa að aðeins aldarfjórðungur er síðan hugmyndaríkur sjómaður setti fyrirtækið á laggirnar. Silfá Huld Bjarmadóttir er sölu- og verkefnastjóri hjá Vélfagi en segja má að hún sé búin að vera þar með annan fótinn síðan hún var sex ára gömul þegar foreldrar hennar, Bjarmi Sigurgarðarsson og Ólöf Ýr Lárusdóttir, stofnuðu fyrirtækið.

„Pabbi var sjómaður í mörg ár en þegar hann lenti í vinnuslysi sem batt enda á sjómannsferilinn hélt hann áfram því sem hann hafði byrjað á úti á sjó: að smíða endurbætta varahluti fyrir gamlar Baader-vélar með það að markmiði að gera endingu, umhirðu þeirra og notkun hagkvæmari og ekki síst auka gæði og nýtingu fiskafurðanna. Það gekk vonum framar og ekki leið á löngu þar til fyrsta bolfiskflökunarvélin í heimi, sem smíðuð var úr ryðfríu stáli og sérblönduðu plasti, leit dagsins ljós. Síðan byrjaði boltinn að rúlla “ segir Silfá söguna.

Teikning af afkastamikilli og fjölhæfri vinnslulínu Vélfags í Múrmansk, en …
Teikning af afkastamikilli og fjölhæfri vinnslulínu Vélfags í Múrmansk, en fyrirtækið hefur átt í miklum viðskiptum í Rússlandi. Ljósmynd/Aðsend

Í dag framleiðir Vélfag og hannar tölvustýrðar flökunarvélar, hausara, roðdráttarvélar og allan jaðarbúnað til að koma heilum fiski í flök og áframvinnslu. Sérstaða vöruframboðs Vélfags felst ekki síst í því að búnaðurinn sem fyrirtækið framleiðir er hannaður til að henta bæði á sjó og í landi, vera áreiðanlegur, nákvæmur og auðveldur í umgengni við mjög krefjandi skilyrði. Í dag starfa hátt í 20 manns hjá Vélfagi auk verktaka og umboðsmanna.

„Nú eru vélar frá okkur í öllum helstu fiskvinnslum landsins og í öflugustu flakafrystitogurunum. Einnig höfum við haslað okkur völl á alþjóðavísu undanfarin ár. Langflestar vélarnar sem við afhendum eru nú að fara í útflutning fyrir vinnsluskip og landvinnslur víðsvegar um heiminn, t.d. í Rússlandi, Bretlandi, Spáni, Þýskalandi, Eystrasaltslöndum, Suður-Afríku, Frakklandi, Írlandi og Noregi,“ segir Silfá.

Viðhald og eftirlit yfir netið

Reksturinn hefur gengið vel undanfarin misseri en eins og með flest önnur fyrirtæki setti kórónuveirufaraldurinn töluvert strik í reikninginn á síðasta ári. „Óhjákvæmilega urðu truflanir á bæði útflutningi og þjónustu og t.d. hefur verið mjög erfitt að sinna uppsetningar- og viðhaldsferðum vegna ferðatakmarkana. Strax í byrjun tókum við faraldurinn mjög alvarlega og gripum til aðgerða bæði til að tryggja að ekki yrði röskun á framleiðslu og varahlutaafhendingum og að öryggi starfsfólks væri ekki stefnt í hættu,“ segir Silfá.

„Tæknimenn okkar gátu samt fylgst vel með vélbúnaðinum hjá viðskiptavinum sem eru með nettengd stýrikerfi í vélunum. Einnig nýttum annars konar fjarbúnað til að aðstoða viðskiptavini við viðhald og eftirlit á vélunum ef ekki var mögulegt að koma á staðinn. Stefna Vélfags hefur ávallt verið að þjálfa sem best tæknimenn viðskiptavina okkar þannig að þeir verði sem sjálfbærastir til að sinna sínum vélbúnaði og geti þannig tryggt hámarksgæði og nýtingu á auðlindum hafsins með hátæknivélbúnaði frá Vélfagi. Þetta er auðvitað einnig sjálfsagður hluti af því að hafa grænar lausnir að leiðarljósi og minnka þörf á ferðalögum og óþarfa sótspori en skilar sér einnig vel í aðstæðum eins og faraldurinn hefur kennt okkur.“

Búnað frá Vélfagie r meðal ananrs að finna í Sólbergi …
Búnað frá Vélfagie r meðal ananrs að finna í Sólbergi ÓF. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Tæknivæðing veitir forskot

„En ástandið gaf okkur einnig svigrúm til að einbeita okkur að stórum þróunarverkefnum sem við unnum að og ráðast í hagræðingar á borð við að flytja lagerinn okkar milli starfsstöðva frá Ólafsfirði til Akureyrar, styrkja sölukerfið, kynningargögn og fleira sem við lítum á sem tækifæri til framtíðar. En auðvitað eru efnahagsleg áhrif heimsfaraldursins áhyggjuefni og alveg tími til kominn að skoða þetta ástand í víðara samhengi og leyfa fólki að taka þá umræðu.“

Heyra má á Silfá að sjávarútvegsfyrirtæki um allan heim séu samt allt annað en buguð og horfir hún björtum augum til framtíðar. „Fólk heldur áfram að borða fisk og kröfurnar fara bara vaxandi um að nýta nýjustu tækni til að bæta nýtingu og auka gæði og upprunavottun hráefnisins,“ segir Silfá og minnir á að í faraldrinum hafi komið í ljós að tæknivæddustu sjávarútvegsfyrirtækin höfðu ákveðið forskot á þá sem hafa t.d. stólað á ódýrt vinnuafl frekar en fjárfestingar í sjálfvirkum tækjum.

Breski togarinn Kirkella er meðals kipa með búnað frá Vélfagi.
Breski togarinn Kirkella er meðals kipa með búnað frá Vélfagi. Ljósmynd/UK Fisheries

„Faraldurinn hefur beint kastljósinu að kostum þess hafa bæði veiðar og fullvinnslu í sama landinu. Ekki var lengur hægt að stóla á það að senda aflann yfir hálfan hnöttinn í vinnslu í löndum til að nýta ódýrt vinnuafl, eins og í Kína, þaðan sem hann er svo sendur aftur til baka á neytandamarkaði. Faraldurinn varpaði ljósi á ýmsa ókosti þessa fyrirkomulags og neytendur urðu meðvitaðri um uppruna og kolefnisspor vörunnar. Æ fleiri fyrirtæki um allan heim eru að skipta um gír hvað þetta varðar og horft er meðal annars til íslenska sjávarútvegsins sem hefur vakið mikla athygli og er á margan hátt til mikillar fyrirmyndar hvað þetta varðar. T.d. er rússneskur sjávarútvegur á fleygiferð inn í tæknivædda framtíð að vinna sjálfir sitt hráefni og hefur ráðist í mikla uppbyggingu og fjárfestingu í veiðum og vinnslutækni í samstarfi við íslenskt hugvit og tækniþekkingu sem vaxið hefur upp af íslenskum sjávarútvegi.“

Aðlagast með einum takka

Silfá segir stjórnendur Vélfags bratta enda spennandi verkefni framundan. Nýlega markaðssetti Vélfag flökunarvélina M705 og hefur vakið verðskuldaða athygli: „Með hágæða tölvustýringu tryggir vélin aukna nýtingu, meiri flakagæði og bætir þannig umgengni við auðlindina og umhverfið. Með gæða- og stjórnkerfinu Take Control í vélinni er hægt að stýra vélunum og stilla á einfaldan hátt, jafnframt því að kalla eftir fjölbreyttum upplýsingum um vinnsluna í gegnum notandaskjá,“ útskýrir Silfá en með því einu að ýta á takka á skjánum aðlagar vélin sig sjálfkrafa að ólíkum fisktegundum.

Kerfið mælir hvern fisk með nákvæmum leysigeisla og stillir skurðarhnífana í samræmi við það, með því að nota servó-mótora og stærðargreina fiskinn. Í „Advanced“-útgáfunni eru tvívíddar- og þrívíddarskynjarar sem miðla í rauntíma gögnum um lengd, hæð og þyngd fisksins sem fer inn og út úr vélinni og gefa notandanum upplýsingar um nýtingu og gæðaeftirlit þar sem myndum og upplýsingum er streymt beint á skjáinn. Tæknimenn Vélfags geta auðveldlega tengt sig inn í kerfið og hjálpað skipum/vinnslum víðsvegar um heiminn með viðhald gegnum VPN-tengingu.“

Lausnir Vélfags hafa m.a. vakið athygli fyrir áreiðanleika og auðvelda …
Lausnir Vélfags hafa m.a. vakið athygli fyrir áreiðanleika og auðvelda umgengni. Ljósmynd/Aðsend

Um þessar mundir beinir Vélfag sjónum sínum ekki síst að Rússlandsmarkaði enda eru dýrmæt tækifæri þar. Í fyrra tók t.d. sjávarútvegsfyrirtæki í Murmansk í notkun nýja og fullkomna fiskvinnslu þar sem tölvustýrðar flökunar-, hausara- og roðdráttarvélar Vélfags vinna saman í heildarlausn með afkastagetu upp á 15 tonn af afla á klukkustund. Í verksmiðjunni eru meðal annars nýjustu M521-hausara-/klumbuvélarnar frá Vélfagi sem þróaðar voru í samvinnu við þessa rússnesku vinnslu. M521 getur bæði hausað fiskinn með og án klumbu og tekið klumbuna af hausuðum fiski (H&G). „ Klumban fer þá alltaf af en ef klumba fylgir fiski inn í flökun veldur það undantekningarlaust skemmdum og nýtingarfalli á verðmætasta hlutanum af flakinu og jafnvel einnig á þeim flökum sem á eftir því koma.“

Nú eru yfirstandandi samningaviðræður við aðrar öflugar vinnslur í Rússlandi um verkefni sem þegar hafa vakið áhuga hjá fleiri sjávarútvegsfyrirtækjum þar í landi sem fyrirmynd fyrir nýjar vinnslulausnir og þess hvers vinnslubúnaðurinn frá Vélfagi er megnugur. Stefnan er að þessi og fleiri verkefni muni ryðja leiðina fyrir enn frekari útrás fyrirtækisins á þennan markað.

Ný vinnslulína til Írlands

Fyrirtækið hefur síðustu misseri vaxið töluvert, aukið afköstin og byggt upp öflugan grunn fyrir metnaðarfull þróunarverkefni næstu mánuði. „Á rúmu ári afhentum við 25 vélar og í þessum töluðu orðum erum við að skila heilli vinnslulínu til Írlands og önnur verður fljótlega afhent þangað til viðbótar. Við höfum verið í samvinnu við BIM og írska fiskframleiðendur síðustu tvö ár um þróun á vélbúnaði sem hentar þeirra hráefni, smærri og viðkvæmari fiski en þeim sem við erum t.d. vön að vinna með á norðurslóðum,“ segir Silfá. „Þar þarf búnaðurinn að vera jafnvígur á 500 gramma smáfisk og 5 kílóa fisk af mismunandi tegundum. Þarna hentar einmitt M705-flökunarvélin mjög vel enda fær um að aðlagast breytilegu hráefni á augabragði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »