Tugir gáma af hveljum óseldir

Ásbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Fiskkaupa hf.
Ásbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Fiskkaupa hf. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er nú mikil óvissa með grásleppuna eins og eiginlega á hverju ári,“ segir Ásbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Fiskkaupa hf., beðinn um að gefa álit sitt á komandi grásleppuvertíð. Gefið hefur verið út að vertíðin fari af stað 23. mars, en veiði hefst ekki í Breiðafirði fyrr en 20. maí. Mikil óvissa ríkir um væntanlegt afurðaverð sem Ásbjörn telur líklegt að lækki verulega miðað við þróun verðs frá síðustu vertíð.

„Verðið sem við keyptum á í fyrra var miklu hærra en það sem við fengum. Það lækkaði mikið verðið á grásleppunni í fyrra eftir að við vorum búin að kaupa,“ útskýrir Ásbjörn og segir óraunhæft að horfa til þess verðs sem grásleppusjómenn fengu í fyrra og spá um vertíð ársins. „Það var mikil lækkun á söluverði hrognanna í fyrra og það sést í útflutningstölum.“

Spurður hvort þessa stöðu sem skapaðist í fyrra megi rekja til kórónuveirufaraldursins svarar Ásbjörn því játandi enda hafi faraldurinn haft áhrif til lækkunar á verði flestra ef ekki allra sjávarafurða. „Veitingastaðir eru til dæmis enn lokaðir í Evrópu. Áhrifin eru ennþá rosaleg og ófyrirséð hvernig þetta verður hreinlega.“

Vill enginn kaupa hvelju

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði reglugerð um veiðarnar að kvöldi þriðjudags og felur nýja reglugerðin í sér heimild grásleppusjómanna til að fleygja grásleppuskrokkunum frá borði eftir að hafa hirt hrognin.

Ásbjörn segir erfitt að koma hveljunni í verð. „Grásleppan er 70% skrokkkur og 30% hrogn og við erum enn með tugi gáma af hveljum sem eru óseldar frá í fyrra,“ segir hann og bendir á að nokkur þúsund tonn séu óseld í Kína frá síðustu vertíð. Ásbjörn segir margt benda til þess að ekki fáist hátt verð fyrir hrognin og hefði það verið alveg öruggt ef ekki fengist heimild til að henda hveljunni í sjóinn.

Ekki þykir góð lausn að koma grásleppunni í bræðslu að sögn Ásbjarnar. „Það er svo mikill kostnaður við að koma henni í bræðslu, að keyra hana. Það vill enginn borga fyrir hana,“ útskýrir hann. Þá sé einnig mjög dýrt að farga grásleppunni ef grásleppusjómönnum yrði gert að koma með hveljuna að landi.

Fram kemur í tilkyningu sem birt var á vef Fiskistofu í gær að stofnunin geri ráð fyrir að hefja móttöku umsókna um leyfi til grásleppuveiða í dag. Leyfi verða gefin út fyrir 25 samfellda veiðidaga og verða þau bundin við ákveðin svæði og veiðitímabil, en veiðisvæðin verða sjö talsins.

Í Morgunblaðinu á þriðjudag kom fram að sumir grásleppusjómenn væru sannfærðir um að grásleppunni yrði á endanum komið í kvóta, með samþykkt frumvarps þess efnis, og að þeir þess vegna hygðust sækja á miðin til að tryggja sér veiðireynslu þrátt fyrir lágt verð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.24 399,61 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.24 544,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.24 468,03 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.24 259,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.24 102,15 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.24 251,08 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.24 243,14 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.24 Heimaey VE 1 Flotvarpa
Kolmunni 1.922.770 kg
Samtals 1.922.770 kg
15.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.836 kg
Sandkoli 81 kg
Þorskur 64 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 2.013 kg
15.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 879 kg
Sandkoli 90 kg
Skrápflúra 59 kg
Grásleppa 38 kg
Þorskur 30 kg
Samtals 1.096 kg
15.4.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 2.130 kg
Þorskur 327 kg
Ýsa 33 kg
Samtals 2.490 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.24 399,61 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.24 544,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.24 468,03 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.24 259,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.24 102,15 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.24 251,08 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.24 243,14 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.24 Heimaey VE 1 Flotvarpa
Kolmunni 1.922.770 kg
Samtals 1.922.770 kg
15.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.836 kg
Sandkoli 81 kg
Þorskur 64 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 2.013 kg
15.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 879 kg
Sandkoli 90 kg
Skrápflúra 59 kg
Grásleppa 38 kg
Þorskur 30 kg
Samtals 1.096 kg
15.4.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 2.130 kg
Þorskur 327 kg
Ýsa 33 kg
Samtals 2.490 kg

Skoða allar landanir »