Er ástæða til að segja upp Smugusamningnum?

Á síldveiðum í Smugunni. Oft hefur fiskast vel á Smugusvæðinu, …
Á síldveiðum í Smugunni. Oft hefur fiskast vel á Smugusvæðinu, bæði þorskur og aðrar tegundir. mbl.is/Friðþjófur Helgason

Svanur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf., spyr hvort ástæða sé til að segja upp samningnum um veiðar í Smugunni frá 1999 í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Segir hann samninginn ekki endurspegla stöðuna eins og hún sé nú.

Bendir Svanur meðal annars á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki tóku á sig kostnað við leit að loðnunni en erlend skip fengu að njóta góðs af niðurstöðunni með engum tilkostnaði.

Svanur Guðmundsson skrifar:

Fengsæl loðnuvertíðin en vekur spurningar

Það er áhrifamikið að sjá hvernig íslenskur sjávarútvegur hefur náð að vinna úr óvæntri en langþráðri loðnuvertíð. Eftir að hafa orðið að loka starfsemi sinni og sitja uppi með ónýttar fjárfestingar tvær loðnuvertíðir í röð hefur verið gaman að sjá hve vel sjávarútvegsfyrirtækin hafa náð að nýta sér þessa óvæntu vertíð til verðmætasköpunar sem allt þjóðarbúið nýtur.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu 9. mars sl. er áætlað að útflutningsverðmæti loðnuafurða eftir vertíðina muni nema 22 til 25 milljörðum króna. Útflutningsverðmæti 10 þúsund tonna, sem norsk skip lönduðu hérlendis, eru inni í þessum tölum. Eftir loðnubrest í tvö ár var heildarkvótinn ákveðinn 127.300 tonn í byrjun febrúar. Þá hafði loðnu verið leitað í umfangsmiklum leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa sem lögðu til leitarskip. Á sinn kostnað, vel að merkja. Íslensk útgerð varð þó að deila ávinningnum af leitinni með norskum, færeyskum og grænlenskum útgerðum sem höfðu engan kostnað af henni. Í hlut erlendu veiðiskipana komu 53 þúsund tonn af 123 þúsund tonna heildarkvóta. Það má spyrja hve sanngjarnt þetta fyrirkomulag er.

Svanur Guðmundsson.
Svanur Guðmundsson.

Þrátt fyrir tveggja ára stopp er hægt að undrast hve vel veiðarnar hafa gengið. Einnig skiptir miklu máli að svo virðist sem útgerðinni sé að takast að gera mikil verðmæti úr til þess að gera litlum afla og það segi sína sögu um fjárfestingu og uppbyggingu í vinnslunni í landi. Þannig hefur tekist að heilfrysta nær alla loðnuna og sáralítið farið í mjölvinnslu.

En það er eitt að veiða og verka aflann, það þarf líka að selja hann. Þar nýtist einstakt sölu og markaðsnet sem íslensku sjávarútvegsfyrirtækin hafa náð að byggja upp. Það sýnir kannski betur en margt annað traust í þessum viðskiptum að kaupendur bíða í röðum eftir íslenskum loðnuafurðum þrátt fyrir að veiðar hafi legið niðri tvö ár. Það að ná inn loðnu þetta árið var mikið happ svo markaðir töpuðust ekki endanlega, því hrogn og loðnu þarf að vera hægt að bjóða á hverju ári. Fyrir þessa vertíð voru allar birgðir búnar.

Annað sem vekur upp spurningar er hvers vegna samningurinn við Norðmenn og Rússa, sem fyrst var undirritaður í Pétursborg 15. maí 1999, hafi ekki verið lagfærður með tilliti til aðstæðna í dag. Hann var gerður til að ná samningum um veiðar í Smugunni fyrir aldamótin en þá voru verðhlutföll á milli þorsks og loðnu allt önnur en þau eru í dag. Norðmenn tóku einhliða upp stjórn á 200 mílna lögsögu Svalbarða. Ákvörðun sem var umdeild og hefur ekki verið látið reyna á réttmæti þess. Það er ástæða til að taka upp samninginn um Smuguna því enginn samningur væri að öllum líkindum betri en sá sem er við lýði í dag.

Hitt er umhugsunarvert, hvernig stóð á því að sjávarútvegsfyrirtækin þurftu að beita Hafrannsóknastofnun þrýstingi til að fara til leitar að loðnu? Hafrannsóknastofnun hafði stefnt að leit í janúar en útgerðin taldi að leitin yrði að hefjast í nóvember. Er það áhugaleysi eða fjárskortur sem háir Hafrannsóknastofnun? Hvort tveggja er hægt að leysa með einföldum hætti. 20-25 milljarða tekjur hefðu getað tapast vegna tregðu til að eyða 100 milljónum í rannsóknir. Hver fæst til að svara því?

Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.21 454,89 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.21 467,33 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.21 369,92 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.21 371,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.9.21 180,78 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.21 208,52 kr/kg
Djúpkarfi 9.9.21 229,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.21 315,73 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.21 296,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.9.21 Bobby 8 ÍS-368 Sjóstöng
Þorskur 217 kg
Ýsa 32 kg
Samtals 249 kg
21.9.21 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker Breiðafj ytri A 1.070 kg
Samtals 1.070 kg
21.9.21 Bobby 9 ÍS-369 Sjóstöng
Þorskur 103 kg
Samtals 103 kg
21.9.21 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Þorskur 23.460 kg
Ýsa 22.395 kg
Gullkarfi 20.170 kg
Djúpkarfi 11.649 kg
Samtals 77.674 kg
21.9.21 Bobby 6 ÍS-366 Sjóstöng
Þorskur 48 kg
Samtals 48 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.21 454,89 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.21 467,33 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.21 369,92 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.21 371,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.9.21 180,78 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.21 208,52 kr/kg
Djúpkarfi 9.9.21 229,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.21 315,73 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.21 296,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.9.21 Bobby 8 ÍS-368 Sjóstöng
Þorskur 217 kg
Ýsa 32 kg
Samtals 249 kg
21.9.21 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker Breiðafj ytri A 1.070 kg
Samtals 1.070 kg
21.9.21 Bobby 9 ÍS-369 Sjóstöng
Þorskur 103 kg
Samtals 103 kg
21.9.21 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Þorskur 23.460 kg
Ýsa 22.395 kg
Gullkarfi 20.170 kg
Djúpkarfi 11.649 kg
Samtals 77.674 kg
21.9.21 Bobby 6 ÍS-366 Sjóstöng
Þorskur 48 kg
Samtals 48 kg

Skoða allar landanir »