Sigurður ekki endurráðinn forstjóri Hafró

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, mun láta af störfum 1. apríl.
Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, mun láta af störfum 1. apríl. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, mun láta af embætti fyrsta apríl þar sem Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hefur skipað Þorstein Sigurðsson í embættið til næstu fimm ára. Sigurður, sem hefur gegnt stöðu forstjóra undanfarin fimm ár, sóttist eftir því að halda áfram.

Starfið var auglýst og skiluðu sex inn umsókn áður en frestur rann út 19. janúar. Skipuð var nefnd til að meta hæfni umsækjenda og að þeirri vinnu lokinni boðaði ráðherra þá þrjá sem metnir voru hæfastir í viðtal.

„Var það mat ráðherra, að Þorsteinn væri hæfastur umsækjenda til að stýra Hafrannsóknastofnun til næstu fimm ára,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Þorsteinn Sigurðsson.
Þorsteinn Sigurðsson. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Fram kemur í tilkynningunni að Þorsteinn sé með BS-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og Cand. Scient-gráðu frá Háskólanum í Bergen. Hann hóf störf sem sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun árið 1994. Árin 2005 til 2016 starfaði hann sem forstöðumaður nytjastofnasviðs og frá árinu 2016 til 2019 var hann forstöðumaður sviðs uppsjávarlífríkis. Árið 2020 hóf hann störf sem sérfræðingur á skrifstofu sjávarútvegs og fiskeldis í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Umsækjendur í stafrófsröð:

  1. Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri
  2. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri
  3. Marcin Zembroski, sérfræðingur
  4. Sigurður Guðjónsson, forstjóri
  5. Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
  6. Þorsteinn Sigurðsson, sérfræðingur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.7.25 487,51 kr/kg
Þorskur, slægður 8.7.25 475,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.7.25 474,52 kr/kg
Ýsa, slægð 8.7.25 444,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.7.25 182,58 kr/kg
Ufsi, slægður 8.7.25 152,52 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 8.7.25 390,11 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.7.25 Aldís NS 73 Handfæri
Þorskur 777 kg
Samtals 777 kg
8.7.25 Jódís BA 28 Handfæri
Þorskur 797 kg
Samtals 797 kg
8.7.25 Salómon Sig ST 70 Handfæri
Þorskur 775 kg
Samtals 775 kg
8.7.25 Jói ÍS 10 Handfæri
Þorskur 753 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 769 kg
8.7.25 Guðborg NS 336 Handfæri
Þorskur 777 kg
Samtals 777 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.7.25 487,51 kr/kg
Þorskur, slægður 8.7.25 475,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.7.25 474,52 kr/kg
Ýsa, slægð 8.7.25 444,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.7.25 182,58 kr/kg
Ufsi, slægður 8.7.25 152,52 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 8.7.25 390,11 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.7.25 Aldís NS 73 Handfæri
Þorskur 777 kg
Samtals 777 kg
8.7.25 Jódís BA 28 Handfæri
Þorskur 797 kg
Samtals 797 kg
8.7.25 Salómon Sig ST 70 Handfæri
Þorskur 775 kg
Samtals 775 kg
8.7.25 Jói ÍS 10 Handfæri
Þorskur 753 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 769 kg
8.7.25 Guðborg NS 336 Handfæri
Þorskur 777 kg
Samtals 777 kg

Skoða allar landanir »