Nýi Magni enn í viðgerð ytra

Magni kom til Reykja­vík­ur kald­an vetr­ar­dag í fe­brú­ar 2020. Ekki …
Magni kom til Reykja­vík­ur kald­an vetr­ar­dag í fe­brú­ar 2020. Ekki grunaði menn þá að sigla þyrfti bátn­um utan til viðgerða síðar sama ár. mbl.is/sisi

Hinn nýi dráttarbátur Faxaflóahafna, Magni, er enn í Hollandi en þar hefur hann verið til viðgerða síðan í júlí í fyrra, eða í átta mánuði. Nýi Magni er 32 metra langur, 12 metra breiður og með tvær 2.025 kW aðalvélar (samanlagt 6.772 hestöfl). Togkraftur dráttarbátsins er 85 tonn áfram og 84 aftur á bak. Umsamið verð var rúmur milljarður króna.

Stjórn Faxaflóahafna ákvað árið 2018 að láta smíða nýjan og öflugan dráttarbát. Mikil þörf var talin á stærri báti í þjónustu hafnanna við Faxaflóa, m.a. vegna þess að skemmtiferðaskip sem hingað koma verða sífellt stærri. Þá hefur Eimskip nýlega tekið í þjónustu sína tvö öflug og stór gámaskip.

Magni kom til Reykjavíkurhafnar fimmtudaginn 27. febrúar 2020 eftir rúmlega 10 þúsund sjómílna siglingu frá Víetnam, þar sem báturinn var smíðaður, en skipasmíðastöðin er í eigu Damen Shipyards í Hollandi. Fljótlega kom í ljós að ekki var allt með felldu varðandi smíði skipsins og ljóst að mikilla endurbóta var þörf. Spurningar hafa eðlilega vaknað um hvernig stendur á því að rótgróin skipasmíðastöð láti frá sér slíkan gallagrip.

Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóra Faxaflóahafna, en hann tók við starfinu í ágúst 2020.

- Hver er staðan á núna? Stefnt var að því að ljúka endurbótum á bátnum í október sl. en Magni er enn þá í Hollandi.

„Starfsmenn Faxaflóahafna fóru til Hollands í nóvember til að fara yfir verkið og vera viðstaddir prófanir. Þá hafði ekki tekist að bæta úr öllum ágöllum og var því bátnum haldið áfram í Hollandi á meðan bætt væri úr því. Ástand vegna Covid-19 í Hollandi hefur jafnframt tafið framgang verksins. Við gerum nú ráð fyrir að prófanir fari fram í Hollandi seinni hluta maí að viðstöddum fulltrúum Faxaflóahafna og ef allt gengur að óskum að Damen sigli Magna til Íslands og afhendi hann um miðjan júní. Fulltrúar Faxaflóahafna verða ekki sendir til Hollands á meðan tvísýnt er með ástand Covid-19, eins og raunin er í dag, en farið verður utan í úttekt við fyrsta mögulega tækifæri. Á meðan viðgerð stendur yfir á Magna hafa Faxaflóahafnir afnot af öðrum dráttarbát frá Damen, Phoenix.“

- Hvaða endurbætur var ráðist í og voru þær umfangsmeiri en upphaflega var talið?

„Eftir komu til Hollands kom í ljós að viðgerðin yrði umfangsmeiri en talið var í upphafi. Helstu ágallar voru glussaleki á framspili, sem síðar var endurnýjað, glussaleki á afturspili sem síðar var tekið í land og yfirfarið frá grunni, afrétting aðalvéla, staðbundinn titringur, óhreinindi í eldsneytiskerfi og óeðlilegur gangur í ljósavélum.“

Láns­bát­ur­inn Phoen­ix kom að góðum not­um þegar Bald­ur bilaði á …
Láns­bát­ur­inn Phoen­ix kom að góðum not­um þegar Bald­ur bilaði á miðjum Breiðafirði. Þar sannaðist mik­il­vægi öfl­ugs drátt­ar­báts. Ljósmynd/mbl.is

- Fram hefur komið að Damen beri allan kostnað. Hafa Faxaflóahafnir skoðað möguleika á skaðabótum?

„Damen tekur á sig allan kostnað við viðgerðina og Faxaflóahafnir hafa afnot af öðrum dráttarbát frá Damen á meðan. Skaðabótamál er ekki í skoðun að svo komnu máli. Við höfum komist að ásættanlegu samkomulagi við Damen sem varðar lengingu á ábyrgðartíma.“

- Mun fara fram skoðun á því hvers vegna svona margt fór úrskeiðis við smíðina, þrátt fyrir öflugt eftirlit erlendra skoðunarfyrirtækja?

„Magni var smíðaður af Damen í Víetnam og tekinn út hjá flokkunarfélaginu Bureau Veritas. Samkvæmt úttekt Bureau Veritas stóðst báturinn allar kröfur sem til hans voru gerðar af alþjóðareglum og samkvæmt smíðasamningi. Eftir smíði Magna og úttekt Bureau Veritas (meðan á smíði stóð og lokaúttekt að smíði lokinni) var Magni færður yfir í flokkunarfélagið Lloyd´s Register, sem var í samræmi við smíðasamning sem gerði ráð fyrir að báturinn yrði afhentur Lloyd´s Register. Skoðanir flokkunarfélaga fóru fram áður en Magni var afhentur og var hann því eign Damen á þeim tímapunkti. Hvers vegna Damen tókst ekki að smíða eða afhenda Magna á tilsettum tíma samkvæmt samningi er til skoðunar hjá þeim og að svo stöddu munu Faxaflóahafnir ekki leita frekari réttar eða aðgerða gagnvart flokkunarfélögum.“

- Mun tilkoma endurbætts Magna breyta miklu fyrir Faxaflóahafnir?

„Öryggi starfsfólks og sjófarenda við Faxaflóahafnir er alltaf leiðarljós í þeirri hafnarþjónustu sem fyrirtækið veitir. Fyrirtækið gegnir m.a. hlutverki við aðstoð við skip og björgun. Dráttarbáturinn Magni og búnaður hans var valinn sérstaklega með tilliti til þess hlutverks sem hann mun gegna og aðstæðna við hafnir Faxaflóahafna. Nýlegt dæmi um mikilvægi öflugs dráttarbáts er aðstoð lánsbátsins Phoenix við ferjuna Baldur til hafnar í Stykkishólmi 12. mars sl. Með kaupum á nýjum dráttarbáti var einnig verið að bæta viðbragð við olíumengun með mengunarvarnarbúnaði um borð ásamt því að auka viðbragð við eldsvoðum á sjó og í höfn með öflugum brunabúnaði. Phoenix er ágætlega búinn bátur og að svo stöddu erum við vel sett með hann en það verður gleðiefni að fá Magna afhentan til að geta sinnt hlutverki fyrirtækisins og veitt góða og örugga þjónustu í framtíðinni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »