Ánægð með frumvarp sem verkalýðsfélög harma

Brúarfoss og Dettifoss við bryggju í Reykjavík. Bæði Eimskip og …
Brúarfoss og Dettifoss við bryggju í Reykjavík. Bæði Eimskip og Samskip fagna frumvarpi um íslenska alþjóðlega skipaskrá sem hefur hlotið töluverða gagnrýni verkalýðsfélaga. Ljósmynd/Eimskip

Íslensku kaupskipafélögin Eimskip og Samskip fagna frumvarpi um lög um íslenska alþjóðlega skipaskrá, sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda, í skriflegum svörum við fyrirspurn blaðamanns. Segja félögin núverandi rekstrarumhverfi ekki hagstætt og benda á að ekkert kaupskip sé skráð hér á landi.

Verkalýðsfélögin hafa hins vegar gagnrýnt frumvarpið harðlega sem þau segja, verði það að lögum, heimila félagsleg undirboð á Íslandi. Vísar verkalýðshreyfingin til ákvæðisins sem heimilar kaupskipum sem skráð eru á Íslandi að greiða laun samkvæmt kjarasamningum í heimalandi skipverja.

Í svari Eimskips um afstöðu félagsins til hins umdeilda ákveðis segir: „Ein af ástæðum þess að núverandi skipaskrá er ekki með skráð skip er vegna þeirra takmarkana er snúa að áhöfnum. Með því að létta slíkum takmörkunum er mun líklegra að alþjóðlegir skipaeigendur sjái hag sinn í því að skrá skip sín á Íslandi og það getur falið í sér tækifæri fyrir íslenska sjómenn eins og dæmin sanna, t.d. frá Færeyjum þar sem færeyskir sjómenn eru starfandi á alþjóðlegum skipum sem skráð eru í færeysku skipaskránni og sama má segja um Noreg.“

Samskip tekur undir mikilvægi samkeppnishæfnis og segir: „Þess má um leið geta að langstærsti hluti flutninga til og frá Íslandi er á höndum erlendra aðila og skipa sem skráð eru út um allan heim. Í því samhengi má nefna flutninga á súráli, olíu, áli, margvíslegri byggingarvöru, fóðri, áburði, vikri, fiskimjöli og fleiru. Samskip styðja því breytingar sem gera fyrirtækjum kleift að keppa á jafnræðisgrundvelli.“

Arnarfell, skip Samskipa, á leið til hafnar.
Arnarfell, skip Samskipa, á leið til hafnar. Ljósmynd/Samskip

Mikilvægt hlutverk

Þá telja bæði félögin jákvætt að stjórnvöld hafa kynnt frumvarp um breytingar á gildandi lögum sem á að skapa grundvöll fyrir íslenska alþjóðlega skipaskrá. „Enda gegnir kaupskipaútgerð mikilvægu hlutverki í alþjóðaviðskiptum sem og fyrir íslenskt samfélag. Fyrir eyríki eins og Ísland er mikið öryggismál fyrir þjóðina að hafa kaupskip skráð á Íslandi svo landið hafi yfirráð yfir slíkum skipum á vályndum tímum, t.d. í heimsfaröldum í framtíðinni eða ef upp kæmi stríðsástand. […] Því yfirráð yfir skipum ráðast af flaggríki skipsins,“ segir í svari Samskipa.

Eimskip segir að „með frumvarpinu er verið að breyta löggjöfinni á Íslandi til samræmis við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar sem er jákvætt. Það eru vissulega einhverjir þættir sem skerpa þarf á en við erum að fara yfir drögin og munum koma okkar ábendingum á framfæri.“

Þarf að laða að fjölda skipa

Fram kemur í greinargerð frumvarpsins að gert sé ráð fyrir að fjármaálaráðuneytið birti frumvarp um breytingar á skattlagningu kaupskipaútgerða og telja skipafélögin líklegt að áformin auki líkur á að skip verði skráð hér á landi. Það er þó háð því að takist að skapa hagstæða umgjörð sem uppfyllir öryggiskröfur, kröfur til skráninga og útgáfu skírteina og aðra þjónustu. „Til að halda uppk slíkri sólarhringsþjónustu þarf því að laða að nokkurn fjölda skipa,“ segir í svari Eimskips.

Samskip vísa til þess að félagið er með flutninga í 12 ríkjum og meirihluti þeirra verkefna séu ótengd Íslandi. „Að mörgu er að hyggja varðandi alþjóðlega skipaskrá og má þar nefna hluti á borð við lagaumhverfi, skattareglur, reglur um áhafnir og þjónustu skipaskrár við skipseigendur. En verði lagabreytingarnar til þess að lögin hér verði samkeppnishæf við það sem annars staðar gerist aukast vissulega mjög líkur á því að skip verði skráð hér á landi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 5.10.22 557,50 kr/kg
Þorskur, slægður 5.10.22 661,43 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.10.22 397,50 kr/kg
Ýsa, slægð 5.10.22 395,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.10.22 296,81 kr/kg
Ufsi, slægður 5.10.22 311,09 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 5.10.22 402,67 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.10.22 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Keila 542 kg
Þorskur 218 kg
Gullkarfi 81 kg
Steinbítur 55 kg
Hlýri 15 kg
Ufsi 4 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 919 kg
6.10.22 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 851 kg
Ýsa 652 kg
Keila 10 kg
Samtals 1.513 kg
6.10.22 Patrekur BA-064 Dragnót
Skarkoli 1.695 kg
Ýsa 39 kg
Þykkvalúra sólkoli 27 kg
Sandkoli norðursvæði 26 kg
Steinbítur 20 kg
Lúða 16 kg
Langa 12 kg
Tindaskata 8 kg
Samtals 1.843 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 5.10.22 557,50 kr/kg
Þorskur, slægður 5.10.22 661,43 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.10.22 397,50 kr/kg
Ýsa, slægð 5.10.22 395,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.10.22 296,81 kr/kg
Ufsi, slægður 5.10.22 311,09 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 5.10.22 402,67 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.10.22 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Keila 542 kg
Þorskur 218 kg
Gullkarfi 81 kg
Steinbítur 55 kg
Hlýri 15 kg
Ufsi 4 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 919 kg
6.10.22 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 851 kg
Ýsa 652 kg
Keila 10 kg
Samtals 1.513 kg
6.10.22 Patrekur BA-064 Dragnót
Skarkoli 1.695 kg
Ýsa 39 kg
Þykkvalúra sólkoli 27 kg
Sandkoli norðursvæði 26 kg
Steinbítur 20 kg
Lúða 16 kg
Langa 12 kg
Tindaskata 8 kg
Samtals 1.843 kg

Skoða allar landanir »

Loka