„Enga trú á öðru en bætt verði við í sumar“

Örn Pálsson gerir ráð fyrir að strandveiðibátum fjölgi á veiðitímabilinu …
Örn Pálsson gerir ráð fyrir að strandveiðibátum fjölgi á veiðitímabilinu sem hefst eftir tvær vikur. mbl.is/Golli

Strandveiðar mega hefjast eftir tæpar tvær vikur, mánudaginn 3. maí, og mega standa út ágústmánuð. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, reiknar með að bátum á strandveiðum fjölgi eitthvað frá síðasta ári og fari jafnvel yfir 700. Flestir voru bátarnir 759 sumarið 2012, en mestur afli kom á land af strandveiðum síðasta sumar, tæp tólf þúsund tonn í heild, þar af 10.738 tonn af þorski.

Ástæður líklegrar fjölgunar í sumar rekur Örn einkum til bágs atvinnuástands víða. Hann segir að einkum séu það menn sem hafi reynslu af sjómennsku sem stundi þessar veiðar og fái þarna möguleika á að fóta sig í útgerð. Í kjölfarið geri margir þeirra útgerð smábáta að heilsársatvinnu og leigi eða kaupi kvóta.

Afli strandveiðibáta hefur aldrei verið meiri en í fyrrasumar.
Afli strandveiðibáta hefur aldrei verið meiri en í fyrrasumar. mbl.is//Hafþór

Á strandveiðum séu líka menn sem hafi misst atvinnu og nefnir hann sem dæmi fólk úr ferðaþjónustu, flugi og lögfræði. Hann hafnar því að talað sé um þann hóp sem „hobbýkalla á strandveiðum“ og segir það mjög jákvætt að fólk úr öðrum geirum komi að atvinnugreininni. Í heildina styrki strandveiðar sjávarútveginn, skapi líf í dreifðum byggðum yfir sumartímann, skili betra mannlífi og hafi eingöngu haft jákvæð áhrif.

Tímabundinn yfirdráttur

Strandveiðarnar hófust 2009 og reru fyrstu bátarnir 28. júní. Fyrsta heila sumarið var 2010 og var þá leyft að veiða fjóra virka daga í viku í fjóra mánuði frá byrjun maí. Landinu var skipt í fjögur svæði og miðað við að veiðar yrðu stöðvaðar þegar hámarki hvers mánaðar væri náð á hverju svæði. Þar sem bátar voru flestir og aflabrögð best þurfti oft að stöðva veiðar, einkum á vestursvæði frá Arnarstapa til Súðavíkur. Þetta hafi skapað mikla pressu að ná sem flestum róðrum framan af mánuði með yfirvofandi stöðvun í huga.

Með lagabreytingu 2018 hafi átt að tryggja tólf daga strandveiðar í hverjum mánuði. Í fyrra hafi það hins vegar gerst að heildarviðmiðun hafi verið náð 19. ágúst og þá hafi strandveiðar verið stöðvaðar þannig að ekki nýttust sex mögulegir róðradagar. Heimildum var bætt við í þorski, en ekki nógu miklu til að þær dygðu út ágústmánuð.

„Aðalbaráttumálið er að fá tryggingu fyrir því að heimilt verði að veiða tólf daga í hverjum mánuði. Núna er þakið tíu þúsund tonn, sem óvíst er að dugi í ár. Ég hef enga trú á öðru en bætt verði við í sumar og menn yrðu sáttir við kerfið ef þetta væri fyrirsjáanlegt,“ segir Örn.

mbl.is/Alfons Finnsson

-En hvaðan á að taka viðbótina?

„Þó að 2-3.000 tonnum af þorski verði bætt við til að tryggja veiðar í 48 daga skiptir það ekki nokkru máli í heildarmyndinni gagnvart stærð þorskstofnsins. Þær heimildir þarf ekki að taka af nokkrum manni og ekkert að því að líta á viðbótina sem tímabundinn yfirdrátt. Af 260 þúsund tonnum er 1% 2.600 tonn, annað eins hefur nú gerst í veiðistjórninni.“

Örn segir að fyrstu ár strandveiðanna hafi ýmislegt komið upp á sem búið sé að færa til betra vegar, m.a. hvað varðar meðferð afla.

Um 10 milljónir í startið

Örn áætlar að það kosti 8-12 milljónir króna að starta útgerð á strandveiðum. Þá miðar hann við þokkalegan bát, veiðarfæri og annan búnað og leyfisgjöld.

Hann gagnrýnir að á strandveiðum þurfi að greiða 50 þúsund krónur í sérstakt bryggjugjald eða -skatt og sé þessi útgerðarflokur sá eini sem þurfi að greiða skattinn. Hann hafi verið lagður á á sínum tíma til að hafnirnar gætu búið sig undir að taka á móti miklum fjölda báta á strandveiðum. Örn segir að farið hafi verið fram á að gjaldið verði lagt af enda sé fyrir löngu búið að greiða kostnað við undirbúninginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 449,16 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 314,23 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,79 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,77 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.717 kg
Þorskur 47 kg
Samtals 1.764 kg
19.4.24 Elfa HU 191 Grásleppunet
Grásleppa 2.223 kg
Þorskur 119 kg
Skarkoli 50 kg
Rauðmagi 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.401 kg
19.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 463 kg
Keila 185 kg
Steinbítur 48 kg
Ýsa 37 kg
Karfi 9 kg
Samtals 742 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 449,16 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 314,23 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,79 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,77 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.717 kg
Þorskur 47 kg
Samtals 1.764 kg
19.4.24 Elfa HU 191 Grásleppunet
Grásleppa 2.223 kg
Þorskur 119 kg
Skarkoli 50 kg
Rauðmagi 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.401 kg
19.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 463 kg
Keila 185 kg
Steinbítur 48 kg
Ýsa 37 kg
Karfi 9 kg
Samtals 742 kg

Skoða allar landanir »