Bæta við 8 þúsund tonnum af ýsu

Það hefur verið vandamál að mikil ýsa hafi verið á …
Það hefur verið vandamál að mikil ýsa hafi verið á miðunum að undanförnu og er stutt í að útgerðir séu búnar að fullnýta heimildir í tegundinni. Nú verður bætt við kvótann. mbl.is/Sigurður Bogi

Bætt verður við aflamark í ýsu því sem nemur 8.000 tonnum til að mæta vanda útgerða sem nú upplifa mikla ýsugengd á veiðisvæðum umhverfis Ísland. Hins vegar telur Hafrannsóknastofnun að aðgerðin geti valdið því að sami vandi verði uppi á næsta fiskveiðiári.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði reglugerð sem eykur aflamark í ýsu í 52.419 tonn úr 44.419 tonnum. Hins vegar kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að hækkunin verði dregin frá því aflamarki sem annars yrði úthlutað á fiskveiðiárinu 2021/2022.

Þá segir í tilkynningunni að „tilefni þessarar ákvörðunar eru erfiðleikar sem rekja má til mikillar ýsugengdar á veiðisvæðum við Ísland en þann 21. apríl var búið að veiða rúmlega 90% aflaheimilda í ýsu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár“.

Svipaður vandi á næsta ári

Bæði Hafrannsóknastofnun og Fiskistofa telja ástæðu til þess að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. Fram kemur í áliti Hafrannsóknastofnunar vegna málsins að stofnunin „leggst ekki gegn því að aflamark verði aukið á yfirstandandi fiskveiðiári enda verða heimildirnar dregnar frá því aflamarki sem annars yrði úthlutað á fiskveiðiárinu 2021/2022, samkvæmt samþykktri aflareglu“.

Jafnframt bendir Hafrannsóknastofnun á að „aukningin nú gæti valdið því að svipaður vandi komi upp á næsta fiskveiðiári og því mikilvægt að öllum verði ljóst að aukningin nú verði til frádráttar á komandi fiskveiðiári. Slík skilaboð samhliða úthlutun gætu stuðlað að því að ekki verði farið í aukna beina sókn í ýsustofninn sem aukið getur á mögulegan vanda á komandi fiskveiðiári.“

Ráðgjöf vegna ýsuveiða var hækkuð um 9% fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 frá fyrra ári, en það ár hafði ráðgjöfin lækkað um fjórðung.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.5.21 260,79 kr/kg
Þorskur, slægður 11.5.21 249,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.5.21 272,08 kr/kg
Ýsa, slægð 11.5.21 273,46 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.5.21 93,50 kr/kg
Ufsi, slægður 11.5.21 131,23 kr/kg
Djúpkarfi 11.5.21 158,09 kr/kg
Gullkarfi 11.5.21 191,16 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.21 Salómon Sig ST-070 Handfæri
Þorskur 767 kg
Samtals 767 kg
11.5.21 Margrét ÍS-151 Handfæri
Þorskur 833 kg
Samtals 833 kg
11.5.21 Oddverji SI-076 Grásleppunet
Grásleppa 1.015 kg
Þorskur 13 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 1.037 kg
11.5.21 Brattanes NS-123 Handfæri
Þorskur 129 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 138 kg
11.5.21 Vinur SK-022 Handfæri
Þorskur 804 kg
Samtals 804 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.5.21 260,79 kr/kg
Þorskur, slægður 11.5.21 249,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.5.21 272,08 kr/kg
Ýsa, slægð 11.5.21 273,46 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.5.21 93,50 kr/kg
Ufsi, slægður 11.5.21 131,23 kr/kg
Djúpkarfi 11.5.21 158,09 kr/kg
Gullkarfi 11.5.21 191,16 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.21 Salómon Sig ST-070 Handfæri
Þorskur 767 kg
Samtals 767 kg
11.5.21 Margrét ÍS-151 Handfæri
Þorskur 833 kg
Samtals 833 kg
11.5.21 Oddverji SI-076 Grásleppunet
Grásleppa 1.015 kg
Þorskur 13 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 1.037 kg
11.5.21 Brattanes NS-123 Handfæri
Þorskur 129 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 138 kg
11.5.21 Vinur SK-022 Handfæri
Þorskur 804 kg
Samtals 804 kg

Skoða allar landanir »