Sjómenn gripu til aðgerða gegn breskum vörubílum

Franskir sjómenn eru ósáttir við að ekki hafi verið staðið …
Franskir sjómenn eru ósáttir við að ekki hafi verið staðið við meint loforð um veitingu veiðileyfa í bresku lögsögunni. AFP

Franskir sjómenn gripu til aðgerða til að stöðva för vörubíla með fisk frá Bretlandi í nótt. Hafa sjómennirnir mótmælt því að frönskum skipum hafi enn ekki verið veitt heimild til veiða innan bresku lögsögunnar þrátt fyrir fyrirheit þess efnis í samningi Evrópusambandsins og Bretlands.

Í franska bænum Boulogne-sur-Mer í gærkvöldi voru fleiri en hundrað sjómenn mættir á skimunarstöð fyrir vörubíla sem flytja fisk frá Bretlandi til hafnarborganna Dunqerque og Calais. Kveiktu sjómennirnir í vörubrettum og dekkjum til að halda hita. Þá var annar hópur mótmælenda sem kom sér fyrir við fiskmarkað bæjarins.

Vildu sjómennirnir koma í veg fyrir að fiskur kæmi frá …
Vildu sjómennirnir koma í veg fyrir að fiskur kæmi frá Bretlandi. AFP

Þegar blaðamenn mættu til Boulogne-sur-Mer, sem er stærsti fiskvinnslubær í Evrópu, voru engir breskir vörubílar á svæðinu. Talið er að þeir hafi breytt leið sinni er fréttist af fyrirhuguðum aðgerðum sjómannanna.

Fjöldi breskra fiskiskipa sem veiða í breskum sjó er gerður út af hollenskum fyrirtækjum og landa þau oft breskum fiski í Frakklandi. Þessum skipum var beint til hafna í Belgíu.

„Aðgerðin í nótt var viðvörunarskot,“ segir Olivier Lepretre, formaður stéttarfélags sjómanna á svæðinu, CRPMEM. Boðar hann frekari aðgerðir ef ekki fari að berast fregnir af lausn á vandanum. Þá segir Lepretre bresk stjórnvöld aðeins hafa veitt 22 fiskiskipum veiðileyfi af þeim 120 sem hafa sóst eftir því að veiða á miðunum sem eru sex til tólf mílur undan ströndum Bretlands.

AFP

Bæjarstjórinn í Boulogne-sur-Mer, Frederic Cuvillier, styður baráttu sjómannana og segir Evrópusambandið þurfa að vakna og vernda evrópska sjávarútveginn gegn áhrifum Brexit. „Hinn grimmi sannleikur er að þar er enginn fiskveiðisamningur,“ segir Cuvillier sem er fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.21 242,59 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.21 308,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.21 247,41 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.21 258,05 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.21 80,86 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.21 105,55 kr/kg
Djúpkarfi 16.4.21 187,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.21 176,05 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.21 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Ýsa 364 kg
Steinbítur 203 kg
Þorskur 77 kg
Hlýri 28 kg
Samtals 672 kg
7.5.21 Hilmir ST-001 Grásleppunet
Grásleppa 2.598 kg
Þorskur 196 kg
Skarkoli 45 kg
Samtals 2.839 kg
7.5.21 Jón Hildiberg RE-060 Grásleppunet
Grásleppa 889 kg
Samtals 889 kg
7.5.21 Vala HF-005 Grásleppunet
Grásleppa 2.991 kg
Samtals 2.991 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.21 242,59 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.21 308,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.21 247,41 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.21 258,05 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.21 80,86 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.21 105,55 kr/kg
Djúpkarfi 16.4.21 187,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.21 176,05 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.21 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Ýsa 364 kg
Steinbítur 203 kg
Þorskur 77 kg
Hlýri 28 kg
Samtals 672 kg
7.5.21 Hilmir ST-001 Grásleppunet
Grásleppa 2.598 kg
Þorskur 196 kg
Skarkoli 45 kg
Samtals 2.839 kg
7.5.21 Jón Hildiberg RE-060 Grásleppunet
Grásleppa 889 kg
Samtals 889 kg
7.5.21 Vala HF-005 Grásleppunet
Grásleppa 2.991 kg
Samtals 2.991 kg

Skoða allar landanir »