„Þetta hefur verið hálfgert ævintýri“

Gylfi Þór Markússon, framkvæmdastjóri Premium of Iceland í Sandgerði, segir …
Gylfi Þór Markússon, framkvæmdastjóri Premium of Iceland í Sandgerði, segir það hafa verið mikil eftirspurn eftir umhverfisvænum umbúðum undir fisk. mbl.is/RAX

Liðin eru tæp tvö ár síðan Premium of Iceland hóf að nýta pappakassa undir ferskan fisk í stað frauðplastsins. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Gylfi Þór Markússon, segir pappakassana frá Stora Enso hafa reynst vel.

„Þetta hefur verið hálfgert ævintýri frá því við byrjuðum að nota þetta,“ segir Gylfi Þór. Hann segir viðskiptavini hafa tekið pappakössunum einstaklega vel þar sem þeir hafi haft ríkan vilja til þess að nýta umhverfisvænni og endurvinnanegar umbúðir.

Spurður hvort einhver vandræði hafi verið að sannfæra kaupendur um að nota vöruna þar sem pappi og raki eiga kannski ekki vel saman, segir hann svo ekki vera og bendir á að kassarnir séu vatnsheldir. „Það var tekið mjög vel við þessu og ef eitthvað er þá stækkaði kúnnahópurinn. Það voru kaupendur sem vildu sérstaklega koma í viðskipti út af þessum kössum.“ Margir hafa viljað umhverfisvænar pakkningar og fer sífellt stærri hluti af framleiddum afurðum fyrirtækisins út í papakössum.

Gylfi Þór telur að um 60% af framleiðslunni fari í endurvinnanlega pappakassa. „Ég býst við því að með haustinu verðum við komin alfarið í þetta.“

Hentar best í skip

Hann segir hins vegar pappakassana hafa í för með sér einn ágalla og er það að notkun þeirra krefst órofinnar kælikeðju. Þannig séu þeir kannski ekki hentugir undir flugfisk yfir sumartímann þar sem fiskur kann að þurfa að standa utandyra.

„En að senda ferskan fisk í gámum með órofna kælikeðju, þá er þetta alveg afbragð,“ útskýrir Gylfi Þór. Hann kveðst mæla eindregið með því að útflytjendur skoði kosti pappakassanna. „Ég geri ráð fyrir því að innan þriggja ára verði Evrópusambandið búið að banna frauðkassa og þess vegna er full þörf fyrir alla að finna aðrar leiðir. Þetta er þegar byrjað og hefur til dæmis í Bandaríkjunum verið bannað að nota frauðplast undir skyndibitafæði.“

Frauðplastkassar á Tsukiji fiskimarkaðnum í Tókýó í Japan.
Frauðplastkassar á Tsukiji fiskimarkaðnum í Tókýó í Japan. Ljósmynd/Flickri/David Gilford

Rekstur fyrirtækisins hefur gengið vonum framar, að sögn Gylfa Þórs, er hann er spurður um hvernig hafi gengið hjá fyrirtækinu í faraldrinum. „Í byrjun faraldursins fundum við fyrir miklum samdrætti þar sem aðalviðskiptahópurinn okkar var veitingahúsatengdur. Okkur tókst að snúa viðskiptum okkar inn á stórmarkaðina sem voru enn þá opnir, þannig að við héldum okkar striki. Þessi skipti sem hefur opnast fyrir veitingahúsin hefur tvöfaldast hjá okkur, en þetta hefur verið upp og ofan. Ástandið er til að mynda mjög slæmt í Frakklandi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.5.21 333,85 kr/kg
Þorskur, slægður 18.5.21 348,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.5.21 308,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.5.21 303,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.5.21 79,42 kr/kg
Ufsi, slægður 18.5.21 136,46 kr/kg
Djúpkarfi 17.5.21 85,00 kr/kg
Gullkarfi 18.5.21 138,65 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.5.21 255,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.21 Viktor Sig HU-066 Handfæri
Þorskur 360 kg
Gullkarfi 2 kg
Samtals 362 kg
18.5.21 Blíðfari HU-052 Handfæri
Þorskur 491 kg
Gullkarfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 502 kg
18.5.21 Alda HU-112 Handfæri
Þorskur 506 kg
Ufsi 4 kg
Gullkarfi 4 kg
Samtals 514 kg
18.5.21 Draupnir ÍS-485 Handfæri
Þorskur 697 kg
Samtals 697 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.5.21 333,85 kr/kg
Þorskur, slægður 18.5.21 348,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.5.21 308,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.5.21 303,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.5.21 79,42 kr/kg
Ufsi, slægður 18.5.21 136,46 kr/kg
Djúpkarfi 17.5.21 85,00 kr/kg
Gullkarfi 18.5.21 138,65 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.5.21 255,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.21 Viktor Sig HU-066 Handfæri
Þorskur 360 kg
Gullkarfi 2 kg
Samtals 362 kg
18.5.21 Blíðfari HU-052 Handfæri
Þorskur 491 kg
Gullkarfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 502 kg
18.5.21 Alda HU-112 Handfæri
Þorskur 506 kg
Ufsi 4 kg
Gullkarfi 4 kg
Samtals 514 kg
18.5.21 Draupnir ÍS-485 Handfæri
Þorskur 697 kg
Samtals 697 kg

Skoða allar landanir »